„Okkur langar að vera eins og þær þegar við verðum stórar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2023 22:46 Arnar Guðjónsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir stórt tap. Vísir/Hulda Margrét „Mér líður vel. Ég er stoltur af stelpunum,“ sagði Arnar Guðjónsson, annar þjálfara Stjörnunnar, eftir 27 stiga tap gegn Keflavík í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna. Þarna voru toppliðin í Subway-deild kvenna og 1. deild kvenna að eigast við. Stjarnan hafði fyrir leikinní kvöld unnið alla leiki sína á tímabilinu, bæði í deild og bikar. En Keflavík, sem hefur bara tapað einum leik í deild og bikar, var aðeins of stór biti. „Þetta er stórt svið fyrir okkur. Ég held að helmingurinn af þeim hafi verið að brjóta útivistartímann sinn,“ segir Arnar léttur en Stjörnuliðið er mjög ungt; meðalaldurinn á byrjunarliðinu var 18,4 ár og voru tveir 15 ára stelpur þar á meðal. Önnur þeirra, Ísold Sævarsdóttir, gerði 16 stig og hin, Bára Björk Óladóttir, gerði ellefu stig. „Ég er stoltur að við komumst hingað og ég er stoltur að þær hafi barist og lagt sig fram. En þær eru miklu betri en við, það gefur augaleið. Það er þeirra að nýta þessa reynsla; sjá hvað er langt í langt og hvað við þurfum að vera duglegar að halda áfram að æfa.“ Keflavíkurliðið er gríðarlega gott. „Ég sagði það við einhvern áðan að þær eru ótrúlega flottar og það er ótrúlega flott hvernig þetta lið hefur verið byggt upp. Þetta er ótrúlegt magn af ótrúlega flottum leikmönnum. Okkur langar að vera eins og þær þegar við verðum stórar.“ Stjörnunni tókst að vinna fjórða leikhlutann. „Það breytir engu maður. Ég er stoltur af stelpunum. Við unnum líka einhverjar 30 sekúndur í fyrri hálfleik. Þú getur horft á það líka. Ég er ánægður með þær. Við þurfum að ná heilsu.“ Arnar segir að Stjarnan verði að reyna að taka skrefið upp á við og spila í efstu deild á næstu leiktíð, en það er mikið um góð lið í 1. deild sem erfitt verður að berjast við. Getur Stjarnan unnið alla leikina á þessari leiktíð? „Við verðum að reyna að vinna Þór Akureyri 18. janúar,“ sagði Arnar að lokum. VÍS-bikarinn Stjarnan Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira
Þarna voru toppliðin í Subway-deild kvenna og 1. deild kvenna að eigast við. Stjarnan hafði fyrir leikinní kvöld unnið alla leiki sína á tímabilinu, bæði í deild og bikar. En Keflavík, sem hefur bara tapað einum leik í deild og bikar, var aðeins of stór biti. „Þetta er stórt svið fyrir okkur. Ég held að helmingurinn af þeim hafi verið að brjóta útivistartímann sinn,“ segir Arnar léttur en Stjörnuliðið er mjög ungt; meðalaldurinn á byrjunarliðinu var 18,4 ár og voru tveir 15 ára stelpur þar á meðal. Önnur þeirra, Ísold Sævarsdóttir, gerði 16 stig og hin, Bára Björk Óladóttir, gerði ellefu stig. „Ég er stoltur að við komumst hingað og ég er stoltur að þær hafi barist og lagt sig fram. En þær eru miklu betri en við, það gefur augaleið. Það er þeirra að nýta þessa reynsla; sjá hvað er langt í langt og hvað við þurfum að vera duglegar að halda áfram að æfa.“ Keflavíkurliðið er gríðarlega gott. „Ég sagði það við einhvern áðan að þær eru ótrúlega flottar og það er ótrúlega flott hvernig þetta lið hefur verið byggt upp. Þetta er ótrúlegt magn af ótrúlega flottum leikmönnum. Okkur langar að vera eins og þær þegar við verðum stórar.“ Stjörnunni tókst að vinna fjórða leikhlutann. „Það breytir engu maður. Ég er stoltur af stelpunum. Við unnum líka einhverjar 30 sekúndur í fyrri hálfleik. Þú getur horft á það líka. Ég er ánægður með þær. Við þurfum að ná heilsu.“ Arnar segir að Stjarnan verði að reyna að taka skrefið upp á við og spila í efstu deild á næstu leiktíð, en það er mikið um góð lið í 1. deild sem erfitt verður að berjast við. Getur Stjarnan unnið alla leikina á þessari leiktíð? „Við verðum að reyna að vinna Þór Akureyri 18. janúar,“ sagði Arnar að lokum.
VÍS-bikarinn Stjarnan Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira