„Okkur langar að vera eins og þær þegar við verðum stórar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2023 22:46 Arnar Guðjónsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir stórt tap. Vísir/Hulda Margrét „Mér líður vel. Ég er stoltur af stelpunum,“ sagði Arnar Guðjónsson, annar þjálfara Stjörnunnar, eftir 27 stiga tap gegn Keflavík í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna. Þarna voru toppliðin í Subway-deild kvenna og 1. deild kvenna að eigast við. Stjarnan hafði fyrir leikinní kvöld unnið alla leiki sína á tímabilinu, bæði í deild og bikar. En Keflavík, sem hefur bara tapað einum leik í deild og bikar, var aðeins of stór biti. „Þetta er stórt svið fyrir okkur. Ég held að helmingurinn af þeim hafi verið að brjóta útivistartímann sinn,“ segir Arnar léttur en Stjörnuliðið er mjög ungt; meðalaldurinn á byrjunarliðinu var 18,4 ár og voru tveir 15 ára stelpur þar á meðal. Önnur þeirra, Ísold Sævarsdóttir, gerði 16 stig og hin, Bára Björk Óladóttir, gerði ellefu stig. „Ég er stoltur að við komumst hingað og ég er stoltur að þær hafi barist og lagt sig fram. En þær eru miklu betri en við, það gefur augaleið. Það er þeirra að nýta þessa reynsla; sjá hvað er langt í langt og hvað við þurfum að vera duglegar að halda áfram að æfa.“ Keflavíkurliðið er gríðarlega gott. „Ég sagði það við einhvern áðan að þær eru ótrúlega flottar og það er ótrúlega flott hvernig þetta lið hefur verið byggt upp. Þetta er ótrúlegt magn af ótrúlega flottum leikmönnum. Okkur langar að vera eins og þær þegar við verðum stórar.“ Stjörnunni tókst að vinna fjórða leikhlutann. „Það breytir engu maður. Ég er stoltur af stelpunum. Við unnum líka einhverjar 30 sekúndur í fyrri hálfleik. Þú getur horft á það líka. Ég er ánægður með þær. Við þurfum að ná heilsu.“ Arnar segir að Stjarnan verði að reyna að taka skrefið upp á við og spila í efstu deild á næstu leiktíð, en það er mikið um góð lið í 1. deild sem erfitt verður að berjast við. Getur Stjarnan unnið alla leikina á þessari leiktíð? „Við verðum að reyna að vinna Þór Akureyri 18. janúar,“ sagði Arnar að lokum. VÍS-bikarinn Stjarnan Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Þarna voru toppliðin í Subway-deild kvenna og 1. deild kvenna að eigast við. Stjarnan hafði fyrir leikinní kvöld unnið alla leiki sína á tímabilinu, bæði í deild og bikar. En Keflavík, sem hefur bara tapað einum leik í deild og bikar, var aðeins of stór biti. „Þetta er stórt svið fyrir okkur. Ég held að helmingurinn af þeim hafi verið að brjóta útivistartímann sinn,“ segir Arnar léttur en Stjörnuliðið er mjög ungt; meðalaldurinn á byrjunarliðinu var 18,4 ár og voru tveir 15 ára stelpur þar á meðal. Önnur þeirra, Ísold Sævarsdóttir, gerði 16 stig og hin, Bára Björk Óladóttir, gerði ellefu stig. „Ég er stoltur að við komumst hingað og ég er stoltur að þær hafi barist og lagt sig fram. En þær eru miklu betri en við, það gefur augaleið. Það er þeirra að nýta þessa reynsla; sjá hvað er langt í langt og hvað við þurfum að vera duglegar að halda áfram að æfa.“ Keflavíkurliðið er gríðarlega gott. „Ég sagði það við einhvern áðan að þær eru ótrúlega flottar og það er ótrúlega flott hvernig þetta lið hefur verið byggt upp. Þetta er ótrúlegt magn af ótrúlega flottum leikmönnum. Okkur langar að vera eins og þær þegar við verðum stórar.“ Stjörnunni tókst að vinna fjórða leikhlutann. „Það breytir engu maður. Ég er stoltur af stelpunum. Við unnum líka einhverjar 30 sekúndur í fyrri hálfleik. Þú getur horft á það líka. Ég er ánægður með þær. Við þurfum að ná heilsu.“ Arnar segir að Stjarnan verði að reyna að taka skrefið upp á við og spila í efstu deild á næstu leiktíð, en það er mikið um góð lið í 1. deild sem erfitt verður að berjast við. Getur Stjarnan unnið alla leikina á þessari leiktíð? „Við verðum að reyna að vinna Þór Akureyri 18. janúar,“ sagði Arnar að lokum.
VÍS-bikarinn Stjarnan Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira