Skagamenn bjóða víðtækt samstarf eftir höfnun Hvalfjarðarsveitar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. janúar 2023 20:36 Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri Akraness. Vísir Akraneskaupstaður hefur boðið Hvalfjarðarsveit „víðtækt samstarf“ í kjölfar þess að síðarnefnda sveitarfélagið hafnaði færslu sveitarfélagamarka og beiðni um kaup á landi í lok síðasta árs. Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstaðar. Í október á síðasta ári sendi Akraneskaupstaður erindi til sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. Stendur til að nýta landið undir íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Sjá einnig: Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður keypti land Akrakots og óskaði eftir því að færsla sveitarfélagamarkanna nái til þess lands (rauða svæðið á myndinni).akranes Hvalfjarðarsveit hafnaði hins vegar þessum beiðnum þann 14. desember sl. Segir í tilkynningu Akraneskaupstaðar að sú ákvörðun hafi komið verulega á óvart „og þá sérstaklega í ljósi mikils samstarfs sveitarfélaganna,“ eins og það er orðað á vef Akraness. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur útilokað viðræður við Akraneskaupstað sem er staðfest með bókun þeirra í desember. Í tilkynningu Akraneskaupstaðar segir að vegna mikilvægis landsvæðisins fyrir uppbyggingu Akraness hafi Akraneskaupstaður nú með nýju bréfi boðið enn víðtækara samstarf. Felst það meðal annars í samstarfi um mögulegar nýjar vegtengingar í nýtt hverfi, uppbyggingu leikskóla, frístundamiðstöð, málefni fatlaðra og móttöku flóttafólks. „Hagræðið fyrir bæði sveitarfélögin að byggja upp sameiginlega innviði fyrir u.þ.b. 3.000 íbúa byggð er augljós báðum sveitarfélögum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. „Með beiðni Akraneskaupstaðar erum við að huga að langtíma þróun sveitarfélagsins sem skiptir okkur verulegu máli. Við vonum að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar endurskoði fyrri ákvörðun sína frá í desember og opni á samtal við okkur í þágu íbúa beggja sveitarfélaga,“ er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraneskaupstaðar. Akranes Hvalfjarðarsveit Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. 13. október 2022 13:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstaðar. Í október á síðasta ári sendi Akraneskaupstaður erindi til sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. Stendur til að nýta landið undir íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Sjá einnig: Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður keypti land Akrakots og óskaði eftir því að færsla sveitarfélagamarkanna nái til þess lands (rauða svæðið á myndinni).akranes Hvalfjarðarsveit hafnaði hins vegar þessum beiðnum þann 14. desember sl. Segir í tilkynningu Akraneskaupstaðar að sú ákvörðun hafi komið verulega á óvart „og þá sérstaklega í ljósi mikils samstarfs sveitarfélaganna,“ eins og það er orðað á vef Akraness. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur útilokað viðræður við Akraneskaupstað sem er staðfest með bókun þeirra í desember. Í tilkynningu Akraneskaupstaðar segir að vegna mikilvægis landsvæðisins fyrir uppbyggingu Akraness hafi Akraneskaupstaður nú með nýju bréfi boðið enn víðtækara samstarf. Felst það meðal annars í samstarfi um mögulegar nýjar vegtengingar í nýtt hverfi, uppbyggingu leikskóla, frístundamiðstöð, málefni fatlaðra og móttöku flóttafólks. „Hagræðið fyrir bæði sveitarfélögin að byggja upp sameiginlega innviði fyrir u.þ.b. 3.000 íbúa byggð er augljós báðum sveitarfélögum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. „Með beiðni Akraneskaupstaðar erum við að huga að langtíma þróun sveitarfélagsins sem skiptir okkur verulegu máli. Við vonum að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar endurskoði fyrri ákvörðun sína frá í desember og opni á samtal við okkur í þágu íbúa beggja sveitarfélaga,“ er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraneskaupstaðar.
Akranes Hvalfjarðarsveit Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. 13. október 2022 13:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. 13. október 2022 13:54