Björgunarsveitir í æfingaferð aðstoðuðu tugi ökumanna Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. janúar 2023 23:55 Sigurbjörg Metta var ein þeirra sem aðstoðuðu fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt. Stöð 2/Arnar Liðsmenn þriggja björgunarsveita voru fyrir tilviljun staddir á Mosfellsheiði þegar tugir ökumanna lentu í vandræðum uppi á heiðinni í gær. Veginum um Mosfellsheiði var lokað í dag vegna ófærðar. Áður en veginum var lokað hafði nokkur fjöldi ökumanna lent í vandræðum á heiðinni. „Við duttum svolítið inn í þetta verkefni, við vorum þrjár sveitir í æfingaferð, vorum bara rétt ókomin uppi á heiði þegar við erum kölluð upp og beðin um að kíkja á aðstæður. Þá voru fyrstu tölur að þetta væru svona tíu til fimmtán bílar sem voru í einhvers konar vandræðum, ekkert endilega fastir og við sendum einn bíl yfir heiði og hæsta tala sem ég heyrði var svona í kringum sjötíu bíla,“ sagði Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að aðstæður hafi ekki litið vel út uppi á heiðinni. Mikill kuldi hafi verið, skafrenningur og mjög blint. Því skilji hún vel að fólk hafi stöðvað bíla sína og ekki treyst sér til að halda áfram. Fréttastofa ræddi við fulltrúa Vegagerðarinnar í dag sem sagði að það væri vandamál, að ferðamenn væru á illa búnum bílum og að festa sig í slæmri færð. Sigurbjörg Metta telur það vera verkefni sem nauðsynlegt sé að vinna saman og gefa ferðamönnum, gestunum okkar, upplýsingar um færð á vegum og veðurskilyrði. Það sé eitthvað sem ferðamenn átta sig ekki á áður en þeir koma. Þetta sé eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað áður. Björgunarsveitir Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Veginum um Mosfellsheiði var lokað í dag vegna ófærðar. Áður en veginum var lokað hafði nokkur fjöldi ökumanna lent í vandræðum á heiðinni. „Við duttum svolítið inn í þetta verkefni, við vorum þrjár sveitir í æfingaferð, vorum bara rétt ókomin uppi á heiði þegar við erum kölluð upp og beðin um að kíkja á aðstæður. Þá voru fyrstu tölur að þetta væru svona tíu til fimmtán bílar sem voru í einhvers konar vandræðum, ekkert endilega fastir og við sendum einn bíl yfir heiði og hæsta tala sem ég heyrði var svona í kringum sjötíu bíla,“ sagði Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að aðstæður hafi ekki litið vel út uppi á heiðinni. Mikill kuldi hafi verið, skafrenningur og mjög blint. Því skilji hún vel að fólk hafi stöðvað bíla sína og ekki treyst sér til að halda áfram. Fréttastofa ræddi við fulltrúa Vegagerðarinnar í dag sem sagði að það væri vandamál, að ferðamenn væru á illa búnum bílum og að festa sig í slæmri færð. Sigurbjörg Metta telur það vera verkefni sem nauðsynlegt sé að vinna saman og gefa ferðamönnum, gestunum okkar, upplýsingar um færð á vegum og veðurskilyrði. Það sé eitthvað sem ferðamenn átta sig ekki á áður en þeir koma. Þetta sé eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað áður.
Björgunarsveitir Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira