Vinkonurnar óttast að nýi kærastinn spilli hlaupunum Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 22:49 Mari Järsk er ein fremsta hlaupakona landsins. Vonandi breytir nýr kærasti því ekki. Vísir/Sigurjón Hlaupakonan Mari Järsk segir vinkonur sínar hafa miklar áhyggjur af því að nýlegt ástarævintýri hennar spilli hlaupaferli hennar. Mari ræddi við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þau fóru yfir árið sem leið en það var Mari gjöfult. Hún varð landsþekkt nánast yfir nótt þegar hún vann hlaupakeppnina Bakgarð 101 með því að hlaupa hvorki meira né minna en 288,1 kílómetra á 43 klukkustundum. Hún vakti ekki síður athygli fyrir framkomu sína í fjölmiðlum í kjölfarið en hún greindi meðal annars frá því að hún hafi hrunið í gólfið þegar hún ætlaði á salernið eftir hlaup og að hún reyki ávallt sígarettu milli hringja í bakgarðshlaupum. Þá keppti hún einnig í Bakgarðshlaupinu í haust og hljóp tæplega 250 kílómetra en laut í lægra haldi fyrir Þorleifi Þorleifssyni. Kynntist ástinni á Tene Að lokinni yfirferð yfir hlaupaárið hjá Mari spurðu þáttastjórnendur hana út í nýlegar fréttir af ástarlífi hennar, sem vöktu ekki síður athygli en hlaupaafrek hennar í lok árs. Vísir greindi frá því fyrir skömmu að hún væri komin á fast með badmintonkempunni Nirði Lúðvíkssyni. Parið kynntist á eyjunni fögru Tenerife í lok árs þegar Mari var stödd þar að æfa hlaup. Eðli málsins samkvæmt var Mari spurð hvort Njörður væri líka hlaupari. „Nei, hann er ekki hlaupari. Hann sem sagt var í landsliðinu í badminton hérna í gamla daga, það eru svolítið mörg ár síðan,“ svarar Mari og hlær. Ég vona að þetta ástarævintýri hafi þá ekki skemmt hlaupavikuna. „Nei, ég vona það líka. Vinkonur mínar hafa miklar áhyggjur af þessu,“ segir Mari hlæjandi að lokum. Stórskemmtilegt viðtal við Mari má heyra í spilaranum hér að neðan: Ástin og lífið Hlaup Bítið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Mari ræddi við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þau fóru yfir árið sem leið en það var Mari gjöfult. Hún varð landsþekkt nánast yfir nótt þegar hún vann hlaupakeppnina Bakgarð 101 með því að hlaupa hvorki meira né minna en 288,1 kílómetra á 43 klukkustundum. Hún vakti ekki síður athygli fyrir framkomu sína í fjölmiðlum í kjölfarið en hún greindi meðal annars frá því að hún hafi hrunið í gólfið þegar hún ætlaði á salernið eftir hlaup og að hún reyki ávallt sígarettu milli hringja í bakgarðshlaupum. Þá keppti hún einnig í Bakgarðshlaupinu í haust og hljóp tæplega 250 kílómetra en laut í lægra haldi fyrir Þorleifi Þorleifssyni. Kynntist ástinni á Tene Að lokinni yfirferð yfir hlaupaárið hjá Mari spurðu þáttastjórnendur hana út í nýlegar fréttir af ástarlífi hennar, sem vöktu ekki síður athygli en hlaupaafrek hennar í lok árs. Vísir greindi frá því fyrir skömmu að hún væri komin á fast með badmintonkempunni Nirði Lúðvíkssyni. Parið kynntist á eyjunni fögru Tenerife í lok árs þegar Mari var stödd þar að æfa hlaup. Eðli málsins samkvæmt var Mari spurð hvort Njörður væri líka hlaupari. „Nei, hann er ekki hlaupari. Hann sem sagt var í landsliðinu í badminton hérna í gamla daga, það eru svolítið mörg ár síðan,“ svarar Mari og hlær. Ég vona að þetta ástarævintýri hafi þá ekki skemmt hlaupavikuna. „Nei, ég vona það líka. Vinkonur mínar hafa miklar áhyggjur af þessu,“ segir Mari hlæjandi að lokum. Stórskemmtilegt viðtal við Mari má heyra í spilaranum hér að neðan:
Ástin og lífið Hlaup Bítið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira