Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Karl Lúðvíksson skrifar 5. janúar 2023 11:33 Það styttist í næsta veiðisumar Karl Lúðvíksson Veiðileyfi koma til með að hækka í flestum ef ekki öllum ám á komandi sumri og þykir mörgum þessar hækkanir oft heldur ríflegar. Fyrir utan hækkun á veiðileyfum hækkar þjónustan í veiðihúsum líka en þar finnst mörgum veiðimönnum að umsjónarmenn veiðihúsa megi athuga þá þjónustu sem boðið er uppá. Það er vel þekkt að í mörgum veiðhúsum eru listakokkar við störf og maturinn á hverju kvöldi eins og veisla en það breytir því ekki að ansi margir veiðimenn væru meira en til í "mömmumat" á lægra verði heldur en að vera með steikur á hverju kvöldi. Þegar verðið á húsgjald með mat á mann er um og yfir 30.000 gerir það til dæmis 180.000 á hjón í þriggja daga veiði. Veiðileyfið á þokkalegum tíma kannski 100.000 á dag og þá á kannski eftir að kaupa snarl og drykki til að hafa við bakkann og tanka jeppa einu sinni. Kostnaðurinn við slíka ferð er því að nálgast vel yfir 500.000 fyrir þrjá daga við bakkann eða svipað og ferð fyrir fjögurra manna fjölskyldu til sólarlanda með flugi og hóteli. Það er ekkert skrítið að sífellt fleiri veiðimenn snúi sér að silungsveiði þegar verðin eru komin á þennan stað. Þrátt fyrir að verðin séu á þessum stað eru veiðileyfi að seljast mjög vel fyrir komandi sumar. Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum Veiði
Fyrir utan hækkun á veiðileyfum hækkar þjónustan í veiðihúsum líka en þar finnst mörgum veiðimönnum að umsjónarmenn veiðihúsa megi athuga þá þjónustu sem boðið er uppá. Það er vel þekkt að í mörgum veiðhúsum eru listakokkar við störf og maturinn á hverju kvöldi eins og veisla en það breytir því ekki að ansi margir veiðimenn væru meira en til í "mömmumat" á lægra verði heldur en að vera með steikur á hverju kvöldi. Þegar verðið á húsgjald með mat á mann er um og yfir 30.000 gerir það til dæmis 180.000 á hjón í þriggja daga veiði. Veiðileyfið á þokkalegum tíma kannski 100.000 á dag og þá á kannski eftir að kaupa snarl og drykki til að hafa við bakkann og tanka jeppa einu sinni. Kostnaðurinn við slíka ferð er því að nálgast vel yfir 500.000 fyrir þrjá daga við bakkann eða svipað og ferð fyrir fjögurra manna fjölskyldu til sólarlanda með flugi og hóteli. Það er ekkert skrítið að sífellt fleiri veiðimenn snúi sér að silungsveiði þegar verðin eru komin á þennan stað. Þrátt fyrir að verðin séu á þessum stað eru veiðileyfi að seljast mjög vel fyrir komandi sumar.
Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum Veiði