Haustveiðin góð í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 25. september 2023 09:36 Það var flott veiði í Ytri Rangá á föstudag og laugardag Ytri Rangá er eftst á listanum hjá Landssambandi Veiðifélaga í sumar og það er ennþá mánuður eftir af veiðitímanum. Veiðin í ánni er þegar komin yfir 3.000 laxa eða nákvæmlega 3.133 laxar þegar síðustu tölur voru uppfærðar. Haustið er oftar en ekki mjög drjúgur tími í ánni og veiðin á rólegum haustdögum getur oft verið lítið síðri en hún er á góðum dögum á besta tíma. Sem dæmi veiddust 58 laxar á föstudaginn og laugardagurinn gaf ekki síður vel en þá veiddust 49 laxar. Ef veiðin heldur áfram með þessu móti gæti heildartalan í Ytri Rangá náð hátt í 4.000 laxa. Samkvæmt söluvefnum hjá Iceland Outfitters eru ennþá lausir dagar í október í ánni svo það er ennþá séns að loka haustinu með stæl. Stangveiði Mest lesið Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði
Veiðin í ánni er þegar komin yfir 3.000 laxa eða nákvæmlega 3.133 laxar þegar síðustu tölur voru uppfærðar. Haustið er oftar en ekki mjög drjúgur tími í ánni og veiðin á rólegum haustdögum getur oft verið lítið síðri en hún er á góðum dögum á besta tíma. Sem dæmi veiddust 58 laxar á föstudaginn og laugardagurinn gaf ekki síður vel en þá veiddust 49 laxar. Ef veiðin heldur áfram með þessu móti gæti heildartalan í Ytri Rangá náð hátt í 4.000 laxa. Samkvæmt söluvefnum hjá Iceland Outfitters eru ennþá lausir dagar í október í ánni svo það er ennþá séns að loka haustinu með stæl.
Stangveiði Mest lesið Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði