Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2023 15:00 Heilbrigðisfulltrúi hvetur fólk einnig til að forðast útivist nálægt stórum umferðargötum. Vísir/Vilhelm Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. Köfnunarefnisdíóxíð fór yfir heilsuvernarmörk í Reykjavík í gær og er nú á uppleið eftir morgunumferðina. Þá fara gildi brennisteinsvetnis einnig hækkandi en það kemur frá jarðhitavirkjunum í nágrenni Reykjavíkur. Íbúar borgarinnar munu því finna fyrir tvenns konar megnun í dag. Áfram mengun næstu daga Búast má við svipuðu ástandi næstu daga enda lítill vindur í kortum og mikið frost. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hvetur fólk til að draga úr umferð. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Þeir sem geta ættu að reyna að fækka bílferðum, nota vistvæna samgöngumáta. Þeir sem hafa tök á að vinna heima að nýta sér það til að fækka bílum í umferð.“ Hún hvetur fólk einnig til að forðast útivist nálægt stórum umferðargötum. „Því við áreynslu þá drögum við meira af lofti inn í lungun okkar og fáum meira af mengunarefnunum.“ Í reglugerð kemur fram að einungis megi fara yfir sólarhringsheilsuverndarmörk sjö sinnum á ári en engin viðurlög, ef svo má að orði komast, fylgja í kjölfarið. Þurfa aðkomu lögreglu Svava segir að í viðbragðsáætlun hjá borginni sé kveðið á um umferðastýringu. „En það vantar enn reglugerð byggða á umferðarlögunum sem tilgreinir hvernig eigi að standa að slíkri stýringu og meðan við höfum hana ekki þá eigum við erfitt með að beita slíkum aðgerðum því við þurfum lögregluna til að aðstoða með það og það vantar þessa leiðbeiningu.“ Hún segir að betri árangur gæfist ef heilbrigðiseftirlitið hefði róttækari tól í höndunum. Í Lundúnum sé til dæmis ákveðið svæði sem óheimilt er að keyra inn á mengandi bifreið nema gegn greiðslu. Í Osló sé díselbílum óheimilt að aka á ákveðnum dögum. „Til að minka umferðina þá hefur það verið gert á sumum stöðum að þá mega kannski bara bílar með oddatölu í enda bílnúmers keyra þann dag. Hinir verða að hvíla bílinn.“ Loftslagsmál Reykjavík Umferð Loftgæði Tengdar fréttir Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Köfnunarefnisdíóxíð fór yfir heilsuvernarmörk í Reykjavík í gær og er nú á uppleið eftir morgunumferðina. Þá fara gildi brennisteinsvetnis einnig hækkandi en það kemur frá jarðhitavirkjunum í nágrenni Reykjavíkur. Íbúar borgarinnar munu því finna fyrir tvenns konar megnun í dag. Áfram mengun næstu daga Búast má við svipuðu ástandi næstu daga enda lítill vindur í kortum og mikið frost. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hvetur fólk til að draga úr umferð. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Þeir sem geta ættu að reyna að fækka bílferðum, nota vistvæna samgöngumáta. Þeir sem hafa tök á að vinna heima að nýta sér það til að fækka bílum í umferð.“ Hún hvetur fólk einnig til að forðast útivist nálægt stórum umferðargötum. „Því við áreynslu þá drögum við meira af lofti inn í lungun okkar og fáum meira af mengunarefnunum.“ Í reglugerð kemur fram að einungis megi fara yfir sólarhringsheilsuverndarmörk sjö sinnum á ári en engin viðurlög, ef svo má að orði komast, fylgja í kjölfarið. Þurfa aðkomu lögreglu Svava segir að í viðbragðsáætlun hjá borginni sé kveðið á um umferðastýringu. „En það vantar enn reglugerð byggða á umferðarlögunum sem tilgreinir hvernig eigi að standa að slíkri stýringu og meðan við höfum hana ekki þá eigum við erfitt með að beita slíkum aðgerðum því við þurfum lögregluna til að aðstoða með það og það vantar þessa leiðbeiningu.“ Hún segir að betri árangur gæfist ef heilbrigðiseftirlitið hefði róttækari tól í höndunum. Í Lundúnum sé til dæmis ákveðið svæði sem óheimilt er að keyra inn á mengandi bifreið nema gegn greiðslu. Í Osló sé díselbílum óheimilt að aka á ákveðnum dögum. „Til að minka umferðina þá hefur það verið gert á sumum stöðum að þá mega kannski bara bílar með oddatölu í enda bílnúmers keyra þann dag. Hinir verða að hvíla bílinn.“
Loftslagsmál Reykjavík Umferð Loftgæði Tengdar fréttir Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20