Rúnar Ingi: Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum Jakob Snævar Ólafsson skrifar 4. janúar 2023 23:40 Rúnar Ingi Erlingssson Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta var skiljanlega ósáttur með að hafa tapað með ellefu stigum, 78-67, fyrir Keflavík í leik liðanna fyrr í kvöld eftir að hans lið leiddi í hálfleik með tólf stigum 24-36. Rúnar Ingi vildi helst ljúka viðtali við blaðamann Vísis sem fyrst svo hann kæmist inn í búningsklefa til að ræða við sína leikmenn. Þegar hann var spurður hvernig viðsnúningurinn í seinni hálfleik og hálfgert hrun í leik hans liðs, eftir góða frammistöðu í fyrri hálfleik, horfði við honum svaraði hann því fyrst til að hans lið hefði sýnt fínan leik í fyrri hálfleik en ekki beinlínis frábæran. „Við héldum Keflavík í skefjum en Keflavík voru líka bara lélegar. En um leið og þær fara í einn tveir einn svæðisvörn og auka læti sem við vitum að þær gera þá förum við bara að taka röð lélegra ákvarðana. Við erum bara að velja vitlausar sendingar aftur og aftur.“ „Þessi svæðisvörn það er mikill hamagangur, þetta er mjög villt. En þú getur leikandi spilað í gegnum hana ef þú ert yfirvegaður. Við tökum þrjú leikhlé til að reyna að sýna leikmönnum þær lausnir sem eru í boði, á hvaða staði við viljum leita.“ Rúnari fannst skorta á kjark, þor, hugrekki og ákvarðanatöku hjá sínum leikmönnum í seinni hálfleik. Hann sagði að mögulegt hefði verið að bregðast við vörn Keflvíkinga með einföldum sendingum, sjá þannig hvernig vörn þeirra hreyfði sig og finna með þeim hætti betur opin skot. Honum fannst sitt lið ekki hafa náð að fylgja þessari leið í síðari hálfleik. Eftir þetta tap er Njarðvík enn í fjórða sæti deildarinnar og nú átta stigum á eftir Val sem er í þriðja sæti. Möguleikarnir til að komast ofar í deildinni virðast því litlir og um leið að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Rúnari finnst það ekkert stórmál þótt honum þætti betra að eiga þessa möguleika en var ekki sammála blaðamanni um að þeir væru fyrir bí. Njarðvíkurliðið ætlaði sér að halda áfram að keppast um að ná því. „Það eru þrettán leikir eftir. En þetta skiptir ekki öllu máli. Þetta eru ekki löng ferðalög í úrslitakeppninni. Við sýndum það í fyrra. Við enduðum í fjórða sæti og urðum Íslandsmeistarar. Það er kannski ekki stærsta atriðið þó okkur líði alveg vel heima.“ „Það er mun stærra atriði að við finnum einhvern karakter þegar á móti blæs. Það er mun stærra atriði að við förum að taka betri ákvarðanir og lærum af mistökunum okkar og höldum haus. Það er bara miklu stærra atriði en einhver heimavöllur, þriðja sæti eða fjórða. Mér er bara eiginlega alveg sama. Við þurfum að vera betri í körfubolta. Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum. Við erum eitt lið. Við þurfum bara öll að vera betri og höldum því áfram.“ Rúnar er mjög sáttur við að næsti leikur Njarðvíkinga sé eftir tvær vikur. „Það er bara frábært. Ég er mjög spenntur og ánægður að það séu tvær vikur. Núna getum við farið að hamast inn í sal og farið að spila vörn á æfingum eins og Keflavík gerði á okkur í kvöld. Þá kannski venjumst við því og mætum tilbúnari í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Rúnar Ingi vildi helst ljúka viðtali við blaðamann Vísis sem fyrst svo hann kæmist inn í búningsklefa til að ræða við sína leikmenn. Þegar hann var spurður hvernig viðsnúningurinn í seinni hálfleik og hálfgert hrun í leik hans liðs, eftir góða frammistöðu í fyrri hálfleik, horfði við honum svaraði hann því fyrst til að hans lið hefði sýnt fínan leik í fyrri hálfleik en ekki beinlínis frábæran. „Við héldum Keflavík í skefjum en Keflavík voru líka bara lélegar. En um leið og þær fara í einn tveir einn svæðisvörn og auka læti sem við vitum að þær gera þá förum við bara að taka röð lélegra ákvarðana. Við erum bara að velja vitlausar sendingar aftur og aftur.“ „Þessi svæðisvörn það er mikill hamagangur, þetta er mjög villt. En þú getur leikandi spilað í gegnum hana ef þú ert yfirvegaður. Við tökum þrjú leikhlé til að reyna að sýna leikmönnum þær lausnir sem eru í boði, á hvaða staði við viljum leita.“ Rúnari fannst skorta á kjark, þor, hugrekki og ákvarðanatöku hjá sínum leikmönnum í seinni hálfleik. Hann sagði að mögulegt hefði verið að bregðast við vörn Keflvíkinga með einföldum sendingum, sjá þannig hvernig vörn þeirra hreyfði sig og finna með þeim hætti betur opin skot. Honum fannst sitt lið ekki hafa náð að fylgja þessari leið í síðari hálfleik. Eftir þetta tap er Njarðvík enn í fjórða sæti deildarinnar og nú átta stigum á eftir Val sem er í þriðja sæti. Möguleikarnir til að komast ofar í deildinni virðast því litlir og um leið að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Rúnari finnst það ekkert stórmál þótt honum þætti betra að eiga þessa möguleika en var ekki sammála blaðamanni um að þeir væru fyrir bí. Njarðvíkurliðið ætlaði sér að halda áfram að keppast um að ná því. „Það eru þrettán leikir eftir. En þetta skiptir ekki öllu máli. Þetta eru ekki löng ferðalög í úrslitakeppninni. Við sýndum það í fyrra. Við enduðum í fjórða sæti og urðum Íslandsmeistarar. Það er kannski ekki stærsta atriðið þó okkur líði alveg vel heima.“ „Það er mun stærra atriði að við finnum einhvern karakter þegar á móti blæs. Það er mun stærra atriði að við förum að taka betri ákvarðanir og lærum af mistökunum okkar og höldum haus. Það er bara miklu stærra atriði en einhver heimavöllur, þriðja sæti eða fjórða. Mér er bara eiginlega alveg sama. Við þurfum að vera betri í körfubolta. Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum. Við erum eitt lið. Við þurfum bara öll að vera betri og höldum því áfram.“ Rúnar er mjög sáttur við að næsti leikur Njarðvíkinga sé eftir tvær vikur. „Það er bara frábært. Ég er mjög spenntur og ánægður að það séu tvær vikur. Núna getum við farið að hamast inn í sal og farið að spila vörn á æfingum eins og Keflavík gerði á okkur í kvöld. Þá kannski venjumst við því og mætum tilbúnari í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins