Ýmsar leiðir til að takmarka tjón áður en hlýna fer um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. janúar 2023 20:31 Sigrún Þorsteinsdóttir er forvarnarfulltrúi VÍS. sigurjón ólason Fjölmargar tjónatilkynningar hafa borist tryggingafélaginu VÍS vegna snjóþyngsla og óttast forvarnarfulltrúi félagsins holskeflu tilkynninga þegar hlýna fer um helgina. Hún fór yfir það hvernig takmarka má tjón. Svona líta mörg húsþök út eftir síðustu daga, en tilkynningarnar sem borist hafa VÍS snúa flestar að vatnstjóni. Grýlukertin geta einnig verið hættuleg fyrir gangandi vegfarendur.vísir „Í raun og veru eru lagnir að gefa sig og allskonar lagnagrindur og fleira sem hafa verið að gefa sig og vatnstjón sums staðar mjög alvarleg komið í kjölfarið,“ sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Um síðustu helgi fór hitastig yfir frostmark með þeim afleiðingum að snjór bráðnaði á þökum og upp við húsveggi. „Og þá fórum við að fá mikið af tilkynningum um leka frá þökum, frá gluggum og svölum. Þetta eru í flestum tilvikum tjón sem eru ekki bótaskyld.“ Tjónin er ekki bótaskyld þar sem vatnið sem flæðir inn í hús kemur að utan. „Og mjög mikilvægt að fólk geri það sem það getur til að fyrirbyggja að slíkt tjón verði og við höfum alveg áhyggjur af næstu helgi því þá fer hitastig aftur yfir núll gráðurnar.“ Gott að búa til vatnsrásir Sjálf er Sigrún búin að gera ráðstafanir en hún hefur mokað snjó frá húsveggjum. „Það þarf ekki stórt bil. Þetta er svona snjóskóflubreidd sem maður þarf og þarna gerir maður það að verkum að vatnið á greiða leið til að renna og eins líka er það að taka af niðurföllum og búa til vatnsrásir í kringum niðurföllin.“ Einnig sé mikilvægt að moka af svölum og frá gluggum. „Og eins ef það er hægt að moka frá þakrennum en auðvitað aldrei með því að setja sig í hættu.“ Hitaþræðir sniðugir fyrir næstu kuldatíð Þá hvetur hún fólk til að skoða þann möguleika að setja upp hitaþræði í þakrennur. „Og kveikja síðan á þeim á veturna það er eitthvað sem skiptir ótrúlega miklu máli því þeir gera það að verkum að vatnið á alltaf greiða leið af þakinu.“ Í sjónvarpsfréttinni má sjá snjóklumpa og grýlukerti á þaki. Á lóðinni við hliðina á er búið að hreinsa af þakrennunum og er það gert með því að berja létt á rennuna og þá ættu grýlukerti og snjóklumpar að falla. Veður Tryggingar VÍS Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Svona líta mörg húsþök út eftir síðustu daga, en tilkynningarnar sem borist hafa VÍS snúa flestar að vatnstjóni. Grýlukertin geta einnig verið hættuleg fyrir gangandi vegfarendur.vísir „Í raun og veru eru lagnir að gefa sig og allskonar lagnagrindur og fleira sem hafa verið að gefa sig og vatnstjón sums staðar mjög alvarleg komið í kjölfarið,“ sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Um síðustu helgi fór hitastig yfir frostmark með þeim afleiðingum að snjór bráðnaði á þökum og upp við húsveggi. „Og þá fórum við að fá mikið af tilkynningum um leka frá þökum, frá gluggum og svölum. Þetta eru í flestum tilvikum tjón sem eru ekki bótaskyld.“ Tjónin er ekki bótaskyld þar sem vatnið sem flæðir inn í hús kemur að utan. „Og mjög mikilvægt að fólk geri það sem það getur til að fyrirbyggja að slíkt tjón verði og við höfum alveg áhyggjur af næstu helgi því þá fer hitastig aftur yfir núll gráðurnar.“ Gott að búa til vatnsrásir Sjálf er Sigrún búin að gera ráðstafanir en hún hefur mokað snjó frá húsveggjum. „Það þarf ekki stórt bil. Þetta er svona snjóskóflubreidd sem maður þarf og þarna gerir maður það að verkum að vatnið á greiða leið til að renna og eins líka er það að taka af niðurföllum og búa til vatnsrásir í kringum niðurföllin.“ Einnig sé mikilvægt að moka af svölum og frá gluggum. „Og eins ef það er hægt að moka frá þakrennum en auðvitað aldrei með því að setja sig í hættu.“ Hitaþræðir sniðugir fyrir næstu kuldatíð Þá hvetur hún fólk til að skoða þann möguleika að setja upp hitaþræði í þakrennur. „Og kveikja síðan á þeim á veturna það er eitthvað sem skiptir ótrúlega miklu máli því þeir gera það að verkum að vatnið á alltaf greiða leið af þakinu.“ Í sjónvarpsfréttinni má sjá snjóklumpa og grýlukerti á þaki. Á lóðinni við hliðina á er búið að hreinsa af þakrennunum og er það gert með því að berja létt á rennuna og þá ættu grýlukerti og snjóklumpar að falla.
Veður Tryggingar VÍS Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent