Óttast holskeflu tjónatilkynninga þegar hlýna fer um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. janúar 2023 12:30 Sigrún A Þorsteinsdóttir forvarnarfulltrúi VÍS Töluverður fjöldi tjónatilkynninga hefur borist tryggingafélaginu VÍS síðan um jólin vegna kuldatíðar. Sérfræðingur í forvörnum óttast holskeflu tilkynninga um helgina þegar hlýna fer í veðri og hvetur fólk til að gera ráðstafanir. Síðdegis í gær kviknaði eldur í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri. Ragnar Johansen eigandi staðarins sagði í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir nokkuð um að lagnir frjósi í kuldatíð eins og þeirri sem gengið hefur yfir landið. Nokkrar leiðir séu til að þíða frosnar lagnir. „Ef heita- og kaldavatnslögn liggja hjá hvor annarri þá getur dugað að láta heitavatnið renna í dágóðan tíma, þá getur klakinn í kaldavatnslögninni sjatnað. Síðan er það einnig eins og var gert þarna að hita upp svæðið sem er í kring. Sumir hafa getað gert það með því að láta heitt vatn renna ef lögnin er utandyra, sem maður gerir náttúrulega ekki auðveldlega innandyra. Sama hvaða leið maður er að fara þá þarf bara að fylgjast með því hvernig það gengur og hvort það sé í lagi með þá leið sem maður er að fara.“ Töluvert um tilkynningar Lagnir geta gefið sig ef vatn frýs í þeim með þeim afleiðingum að leka fer inn í hús. Þá segir Sigrún að undanfarið hafi töluvert borist af tjónatilkynningum til tryggingafélagsins vegna kuldans. „Í raun og veru alveg frá því um jólin, þá byrjaði að koma töluvert af alls konar lekavandamálum út frá lögnum og síðan þegar hitastigið fór aðeins yfir núll gráður þá komu inn margar tilkynningar um óbótaskyld tjón, þar sem leki kemur út frá þaki, svölum og gluggum. Því miður erum við ansi hrædd um að um helgina komi önnur svoleiðis holskefla þannig það er mikilvægt að fólk geri það sem það geti til að fyrirbyggja þessi tjón.“ Mikilvægt sé að fólk moki snjó frá húsveggjum og passi að snjór liggi ekki á svölum. Þá ráðleggur Sigrún fólki að moka frá niðurföllum og tryggja aðgengi að þeim. Tryggingar VÍS Veður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Síðdegis í gær kviknaði eldur í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri. Ragnar Johansen eigandi staðarins sagði í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir nokkuð um að lagnir frjósi í kuldatíð eins og þeirri sem gengið hefur yfir landið. Nokkrar leiðir séu til að þíða frosnar lagnir. „Ef heita- og kaldavatnslögn liggja hjá hvor annarri þá getur dugað að láta heitavatnið renna í dágóðan tíma, þá getur klakinn í kaldavatnslögninni sjatnað. Síðan er það einnig eins og var gert þarna að hita upp svæðið sem er í kring. Sumir hafa getað gert það með því að láta heitt vatn renna ef lögnin er utandyra, sem maður gerir náttúrulega ekki auðveldlega innandyra. Sama hvaða leið maður er að fara þá þarf bara að fylgjast með því hvernig það gengur og hvort það sé í lagi með þá leið sem maður er að fara.“ Töluvert um tilkynningar Lagnir geta gefið sig ef vatn frýs í þeim með þeim afleiðingum að leka fer inn í hús. Þá segir Sigrún að undanfarið hafi töluvert borist af tjónatilkynningum til tryggingafélagsins vegna kuldans. „Í raun og veru alveg frá því um jólin, þá byrjaði að koma töluvert af alls konar lekavandamálum út frá lögnum og síðan þegar hitastigið fór aðeins yfir núll gráður þá komu inn margar tilkynningar um óbótaskyld tjón, þar sem leki kemur út frá þaki, svölum og gluggum. Því miður erum við ansi hrædd um að um helgina komi önnur svoleiðis holskefla þannig það er mikilvægt að fólk geri það sem það geti til að fyrirbyggja þessi tjón.“ Mikilvægt sé að fólk moki snjó frá húsveggjum og passi að snjór liggi ekki á svölum. Þá ráðleggur Sigrún fólki að moka frá niðurföllum og tryggja aðgengi að þeim.
Tryggingar VÍS Veður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira