Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 09:10 Hess rukkaði aðstandendur látinna fyrir að brenna lík en seldi svo líkamshluta eins og handleggi, fótleggi, búk og höfuð á laun. Vísir/Getty Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. Bæði Megan Hess, 46 ára gamall eigandi útfararstofunnar, og Shirley Koch, 69 ára gömul móðir hennar, játuðu sig sekar um að hafa blekkt aðstandendur þeirra látnu. Þær voru sakaðar um að kryfja 560 lík og selja líkamshluta. Hess rak bæði útfararstofu og líffærasölu í sömu byggingu í bænum Montrose. Hún laug því að líkin hefðu verið brennd og rukkaði aðstandendur fyrir. Saksóknarinn í málinu var harðorður í garð mæðgnanna. Þær hefðu í raun stolið líkamshlutum með því að falsa eyðublöð um líffæragjafir. Gjörðir þeirra hafi valdið fjölskyldum þeirra látnu miklum þjáningum. Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði húsleit á útfararstofunni skömmu eftir að Reuters-fréttastofan fjallaði um sölu á líkamshlutum í Bandaríkjunum og hvernig nær engar reglur giltu um þann iðnað. Dómurinn sem Hess hlaut var sá þyngsti sem hún gat fengið samkvæmt lögum. Móðir hennar hlaut fimmtán ára dóm fyrir sinn þátt í svikunum. Lögmaður Hess hélt því fram að hún væri ekki sú „norn“ eða „skrímsli“ sem hún hefði verið kölluð vegna málsins. Framferði hennar mætti rekja til heilaáverka sem hún hlaut þegar hún var átján ára gömul. Fyrir henni hafi vakað að liðka fyrir læknisfræðirannsóknum. Ólöglegt er að selja líffæri eins og hjörtu, nýru og sinar í Bandaríkjunum. Engin alríkislög gilda aftur á móti um sölu á líkamshlutum eins og höfðum, handleggjum, mænum til rannsókna eða fræðslu líkt og Hess gerði. Líkamshlutana seldi hún meðal annars til fyrirtækja sem þjálfa skurðlækna. Þau eru sögð hafa verið grunlaus um að líkamshlutarnir væru illa fengnir. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Bæði Megan Hess, 46 ára gamall eigandi útfararstofunnar, og Shirley Koch, 69 ára gömul móðir hennar, játuðu sig sekar um að hafa blekkt aðstandendur þeirra látnu. Þær voru sakaðar um að kryfja 560 lík og selja líkamshluta. Hess rak bæði útfararstofu og líffærasölu í sömu byggingu í bænum Montrose. Hún laug því að líkin hefðu verið brennd og rukkaði aðstandendur fyrir. Saksóknarinn í málinu var harðorður í garð mæðgnanna. Þær hefðu í raun stolið líkamshlutum með því að falsa eyðublöð um líffæragjafir. Gjörðir þeirra hafi valdið fjölskyldum þeirra látnu miklum þjáningum. Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði húsleit á útfararstofunni skömmu eftir að Reuters-fréttastofan fjallaði um sölu á líkamshlutum í Bandaríkjunum og hvernig nær engar reglur giltu um þann iðnað. Dómurinn sem Hess hlaut var sá þyngsti sem hún gat fengið samkvæmt lögum. Móðir hennar hlaut fimmtán ára dóm fyrir sinn þátt í svikunum. Lögmaður Hess hélt því fram að hún væri ekki sú „norn“ eða „skrímsli“ sem hún hefði verið kölluð vegna málsins. Framferði hennar mætti rekja til heilaáverka sem hún hlaut þegar hún var átján ára gömul. Fyrir henni hafi vakað að liðka fyrir læknisfræðirannsóknum. Ólöglegt er að selja líffæri eins og hjörtu, nýru og sinar í Bandaríkjunum. Engin alríkislög gilda aftur á móti um sölu á líkamshlutum eins og höfðum, handleggjum, mænum til rannsókna eða fræðslu líkt og Hess gerði. Líkamshlutana seldi hún meðal annars til fyrirtækja sem þjálfa skurðlækna. Þau eru sögð hafa verið grunlaus um að líkamshlutarnir væru illa fengnir.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira