„Eina áramótaheitið sem ég hef staðið við“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. janúar 2023 11:43 Valgerður Árnadóttir, formaður félags grænkera. Sístækkandi átakið Veganúar hefst formlega í kvöld með upphafsfundi í Bíó Paradís. Formaður félags grænkera telur alla geta sneitt hjá dýraafurðum í einn mánuð og segir átakið oft leiða til betri neysluvenja til frambúðar Blásið verður formlega til Veganúar átaksins í sjöunda sinn með upphafsfundi í Bíó Paradís klukkan átta í kvöld þar sem sérfræðingar munu fara yfir hugmyndafræði veganisma og mögulegan ávinning þess að taka upp grænkeralífstíl. Íslenski viðburðurinn er hluti af átaki á heimsvísu og sífellt fleiri um allan heim hafa verið að skrá sig til leiks, að sögn Valgerðar Árnadóttur formanns félags grænkera. „Samkvæmt alþjóðatölum frá Veganuary-samtökunum eru þetta alltaf fleiri og fleiri. Ég held að það hafi verið um 630 þúsund sem tóku þátt nú síðast.“ Líkt og margt annað hefur átakið verðið heldur lágstemmt síðustu tvö ár vegna faraldursins en Valgerður segir að um tvö hundruð hafi þó skráð sig hér á landi í fyrra og sótt ýmsa rafræna viðburði. Nú horfir til betri tíðar og allan mánuðinn verða ýmsir viðburðir sem hægt er að kynna sér á heimasíðu Veganúar. Valgerður segir ótal kosti við að sneiða hjá dýraafurðum. Það sé gott fyrir umhverfið vegna kolefnisspors kjötframleiðslu og heilsuna. Hún hvetur alla til að prófa. „Þetta er til dæmis eina áramótaheitið sem ég hef staðið við frá því að ég prófaði. Ég hef verið vegan frá 1. janúar 2016 þegar ég tók þátt í Veganúar og það eru mjög margir sem annað hvort halda áfram og eru vegan eftir að þeir prófa mánuð, eða breyta neysluvenjum til hins betra og minnka neyslu á dýraafurðum,“ segir Valgerður. „Það ættu allir að geta prófað að borða ekki dýr í einn mánuð og kannski sjá hvort þeir verði einhvers vísari.“ Vegan Umhverfismál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Blásið verður formlega til Veganúar átaksins í sjöunda sinn með upphafsfundi í Bíó Paradís klukkan átta í kvöld þar sem sérfræðingar munu fara yfir hugmyndafræði veganisma og mögulegan ávinning þess að taka upp grænkeralífstíl. Íslenski viðburðurinn er hluti af átaki á heimsvísu og sífellt fleiri um allan heim hafa verið að skrá sig til leiks, að sögn Valgerðar Árnadóttur formanns félags grænkera. „Samkvæmt alþjóðatölum frá Veganuary-samtökunum eru þetta alltaf fleiri og fleiri. Ég held að það hafi verið um 630 þúsund sem tóku þátt nú síðast.“ Líkt og margt annað hefur átakið verðið heldur lágstemmt síðustu tvö ár vegna faraldursins en Valgerður segir að um tvö hundruð hafi þó skráð sig hér á landi í fyrra og sótt ýmsa rafræna viðburði. Nú horfir til betri tíðar og allan mánuðinn verða ýmsir viðburðir sem hægt er að kynna sér á heimasíðu Veganúar. Valgerður segir ótal kosti við að sneiða hjá dýraafurðum. Það sé gott fyrir umhverfið vegna kolefnisspors kjötframleiðslu og heilsuna. Hún hvetur alla til að prófa. „Þetta er til dæmis eina áramótaheitið sem ég hef staðið við frá því að ég prófaði. Ég hef verið vegan frá 1. janúar 2016 þegar ég tók þátt í Veganúar og það eru mjög margir sem annað hvort halda áfram og eru vegan eftir að þeir prófa mánuð, eða breyta neysluvenjum til hins betra og minnka neyslu á dýraafurðum,“ segir Valgerður. „Það ættu allir að geta prófað að borða ekki dýr í einn mánuð og kannski sjá hvort þeir verði einhvers vísari.“
Vegan Umhverfismál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira