Jeremy Renner á gjörgæslu eftir aðgerð Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2023 07:38 Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. EPA Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada. Renner hlaut alvarlega áverka á bringu og fótlegg og missti mikið magn af blóði í slysinu. Gríðarlegt fannfergi hefur verið víða í Bandaríkjunum síðustu daga og er Renner sagður hafa notast við eigin snjóbíl til að gera fjölskyldunni kleift að komast út af heimilinu í kjölfar mikils hríðarbyls. „Fjölskylda Jeremy myndi vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra mögnuðu lækna og hjúkrunarfræðinga sem annast hann,“ segir Samantha Mast, talsmaður Renner, í yfirlýsingu. Renner-fjölskyldan þakkar sömuleiðis lögreglu og slökkviliði á staðnum og fyrir þá hlýju og ást sem fjölskyldan hafi orðið áskynja í skilaboðum frá aðdáendum leikarans. Hinn 51 árs leikari kom einn við sögu í slysinu að sögn talsmanns lögreglunnar í Washoe-sýslu í Navada. Málið sé til rannsóknar. Umræddur snjóbíll er sagður vera búinn sérstökum öryggisbúnaði sem á að gera slys nær ómöguleg. Nágrannar Renner voru fljótir á vettvang og komu leikaranum til aðstoðar. Einn þeirra er læknir og á að hafa komið í veg fyrir að ekki hafi farið verr, en Renner var svo fluttur á brott með þyrlu á sjúkrahús í Reno. Heimili leikarans er staðsett nærri skíðafjallinu Rose-fjalli í Tahoe sem er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Reno í Nevada. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012. Um miðjan desember tísti leikarinn um fannfergið við heimilið við Tahoe-vatnog sagði það algeran „brandara“. Lake Tahoe snowfall is no joke #WinterWonderland pic.twitter.com/6LBG9DsLAU— Jeremy Renner (@JeremyRenner) December 12, 2022 Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51 Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Renner hlaut alvarlega áverka á bringu og fótlegg og missti mikið magn af blóði í slysinu. Gríðarlegt fannfergi hefur verið víða í Bandaríkjunum síðustu daga og er Renner sagður hafa notast við eigin snjóbíl til að gera fjölskyldunni kleift að komast út af heimilinu í kjölfar mikils hríðarbyls. „Fjölskylda Jeremy myndi vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra mögnuðu lækna og hjúkrunarfræðinga sem annast hann,“ segir Samantha Mast, talsmaður Renner, í yfirlýsingu. Renner-fjölskyldan þakkar sömuleiðis lögreglu og slökkviliði á staðnum og fyrir þá hlýju og ást sem fjölskyldan hafi orðið áskynja í skilaboðum frá aðdáendum leikarans. Hinn 51 árs leikari kom einn við sögu í slysinu að sögn talsmanns lögreglunnar í Washoe-sýslu í Navada. Málið sé til rannsóknar. Umræddur snjóbíll er sagður vera búinn sérstökum öryggisbúnaði sem á að gera slys nær ómöguleg. Nágrannar Renner voru fljótir á vettvang og komu leikaranum til aðstoðar. Einn þeirra er læknir og á að hafa komið í veg fyrir að ekki hafi farið verr, en Renner var svo fluttur á brott með þyrlu á sjúkrahús í Reno. Heimili leikarans er staðsett nærri skíðafjallinu Rose-fjalli í Tahoe sem er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Reno í Nevada. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012. Um miðjan desember tísti leikarinn um fannfergið við heimilið við Tahoe-vatnog sagði það algeran „brandara“. Lake Tahoe snowfall is no joke #WinterWonderland pic.twitter.com/6LBG9DsLAU— Jeremy Renner (@JeremyRenner) December 12, 2022
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51 Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51
Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34