Lukaku segir alla vita hvað hann vill Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. janúar 2023 18:16 Lukaku í leik með Inter Milan. Carlo Hermann/Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku segir allan heiminn vita hvað hann vill, að Inter Milan kaupi sig til baka frá Chelsea en leikmaðurinn er sem stendur á láni hjá Inter frá Chelsea. Þá telur Lukaku að framherjinn fyrrverandi Thierry Henry sé rétti maðurinn til að stýra belgíska landsliðinu. Hinn 29 ára gamli Lukaku gekk aftur í raðir Chelsea fyrir 97,5 milljónir punda, tæplega 17 milljarða íslenskra króna, haustið 2021. Lukaku var leikmaður Chelsea frá 2011 til 2014 og taldi sig eiga ókláruð verkefni í Lundúnum. Hann var þó ekki lengi að fá leið og Englandi og vildi komast aftur til Mílanó þar sem hann hafði blómstrað með Inter. Hann fór aftur til Inter á láni í upphafi yfirstandandi tímabils en hefur verið mikið meiddur. Lukaku sneri til baka skömmu áður en HM í Katar hófst en þar gat Belgía lítið sem ekki neitt og féll úr leik í riðlakeppninni. „Allir vita hvað ég vill,“ sagði leikmaðurinn í viðtali nýverið. Everyone knows what I want Romelu Lukaku wants to put his recent troubles behind him and secure a permanent move to Internazionale from Chelsea https://t.co/NuHewEiAJT— Guardian sport (@guardian_sport) January 2, 2023 „Sem stendur verð ég að gera allt sem ég get til að hjálpa Inter að vinna, að því loknu geta þeir talað við Chelsea. Ég er að nálgast þrítugt, sonur minn er í skóla hér og spilar með akademíu Inter. Mér líður vel, Inter hefur metnað til að stækka enn frekar,“ sagði Lukaku en bætti við að hann hygðist spila með uppeldisfélagi sínu Anderlecht áður en skórnir færu á hilluna. Það eru þó nokkur ár í það. „Ég vil vera hér áfram og gera hlutina almennilega. Ég vonast til að spila vel með Inter næstu sex mánuðina og svo geta Inter og Chelsea vonandi komist að samkomulagi.“ „Fyrir mér er Henry næsti þjálfari Belgíu, án alls vafa. Leikmennirnir virða hann, hann hefur unnið allt og kann að þjálfa. Hann vill vinna og ég held að sambandið fari ekki að ná í þjálfara sem þarf að breyta öllu og byrja frá byrjun,“ sagði Lukaku að endingu. Thierry Henry og samlandi hans Kylian Mbappé. Henry er í dag aðstoðarþjálfari Belgíu og hefur verið frá árinu 2021. Hann sinnti sama starfi frá 2016 til 2018.Catherine Ivill/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Lukaku gekk aftur í raðir Chelsea fyrir 97,5 milljónir punda, tæplega 17 milljarða íslenskra króna, haustið 2021. Lukaku var leikmaður Chelsea frá 2011 til 2014 og taldi sig eiga ókláruð verkefni í Lundúnum. Hann var þó ekki lengi að fá leið og Englandi og vildi komast aftur til Mílanó þar sem hann hafði blómstrað með Inter. Hann fór aftur til Inter á láni í upphafi yfirstandandi tímabils en hefur verið mikið meiddur. Lukaku sneri til baka skömmu áður en HM í Katar hófst en þar gat Belgía lítið sem ekki neitt og féll úr leik í riðlakeppninni. „Allir vita hvað ég vill,“ sagði leikmaðurinn í viðtali nýverið. Everyone knows what I want Romelu Lukaku wants to put his recent troubles behind him and secure a permanent move to Internazionale from Chelsea https://t.co/NuHewEiAJT— Guardian sport (@guardian_sport) January 2, 2023 „Sem stendur verð ég að gera allt sem ég get til að hjálpa Inter að vinna, að því loknu geta þeir talað við Chelsea. Ég er að nálgast þrítugt, sonur minn er í skóla hér og spilar með akademíu Inter. Mér líður vel, Inter hefur metnað til að stækka enn frekar,“ sagði Lukaku en bætti við að hann hygðist spila með uppeldisfélagi sínu Anderlecht áður en skórnir færu á hilluna. Það eru þó nokkur ár í það. „Ég vil vera hér áfram og gera hlutina almennilega. Ég vonast til að spila vel með Inter næstu sex mánuðina og svo geta Inter og Chelsea vonandi komist að samkomulagi.“ „Fyrir mér er Henry næsti þjálfari Belgíu, án alls vafa. Leikmennirnir virða hann, hann hefur unnið allt og kann að þjálfa. Hann vill vinna og ég held að sambandið fari ekki að ná í þjálfara sem þarf að breyta öllu og byrja frá byrjun,“ sagði Lukaku að endingu. Thierry Henry og samlandi hans Kylian Mbappé. Henry er í dag aðstoðarþjálfari Belgíu og hefur verið frá árinu 2021. Hann sinnti sama starfi frá 2016 til 2018.Catherine Ivill/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira