Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2023 11:55 Flugstjórinn Róbert Evensen frá Blönduósi og kærastan Michala Hansen kyssast um borð í Dash 8-vél Air Greenland eftir að hann hafði borið fram bónorðið. Skjáskot/Air Greenland Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð. Flugstjórinn og Húnvetningurinn Róbert Lee Evensen og kærasta hans, sem er frá Nuuk, höfðu ákveðið að eyða jólunum saman í höfuðstað Grænlands og vissi hún ekki betur en að hann ætlaði að taka á móti henni á flugvellinum, samkvæmt frásögn grænlenska miðilsins KNR. Kvöldið áður fékk kærastinn hins vegar aðra og stærri hugmynd, eins og sjá má á myndbandi sem Air Greenland birti á facebook-síðu sinni. Dash 8-flugvél Air Greenland á flugvellinum í Nuuk, samskonar og kemur við sögu í fréttinni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Strax um morguninn hóf Róbert að kanna hvort unnt væri að koma þessu í kring og þurfti til þess aðstoð fjölda samtarfsmanna. Síðast en ekki síst þurfti hann að skipta á vakt við félaga sinn svo hann gæti annast flugið. Flugið gekk þó tíðindalaust þar til eftir lendingu í Nuuk þegar verið var að stöðva hreyflana við flugstöðina. Þá heyrðist rödd í hátalarakerfinu: Róbert kominn í hátalarakerfið með jólasveinahúfu á höfði. Kærastan vinstra megin steinhissa að sjá hann um borðSkjáskot/Air Greenland „Þetta er flugstjórinn sem talar. Við erum ekki alveg búin ennþá. Vinsamlegast sitjið aðeins lengur í sætunum.“ Takið svo eftir viðbrögðum konunnar í annarri sætaröð vinstra megin þegar flugstjórinn andartaki síðar kemur út úr klefanum með jólasveinahúfu á höfði og fer í hátalarakerfið: „Kæru gestir. Velkomnir til Nuuk. Ég er með mikilvæga tilkynningu. Það er nefnilega þannig að við erum með mjög sérstakan farþega með okkur. Það er Michala Hansen sem situr í sæti 2B. Við höfum eitt vandamál. Það er þannig að hún er „bara“ kærastan mín, svo við verðum að gera eitthvað í því. Og því vil ég gjarnan spyrja þig, Michala,“ segir hann um leið og hann teygir segir eftir hringnum í vasanum. „Viltu kannski giftast mér?“ „Já, já, það vil ég,“ heyrist hún svara klökk og fagnaðarandvarp fer um farþegarýmið en viðbrögð hennar og annarra flugfarþega má sjá í myndbandinu: Þess má geta að Róbert Evensen er fæddur árið 1981 á Blönduósi þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans eru Þorvaldur Evensen og Charlotta Evensen, sem er færeysk, en þau búa núna í Garðabæ. Róbert tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri og hóf störf hjá Air Greenland eftir atvinnuflugmannspróf. Hann starfaði um tveggja ára skeið hjá Wow Air en þegar það lagði upp laupana færði hann sig aftur yfir til Air Greenland þar sem hann hefur verið flugstjóri síðustu tvö ár. Róbert er búsettur í Kaupmannahöfn, ásamt kærustu sinni, en flýgur reglulega til Grænlands þar sem hann tekur þriggja vikna vinnutarnir, að sögn Þorvaldar föður hans. Fréttir af flugi Brúðkaup Grænland Ástin og lífið WOW Air Húnabyggð Tengdar fréttir Hún sagði „já, já“ við óvæntu bónorði íslenska flugstjórans Íslenskur flugstjóri í innanlandsflugi á Grænlandi kom farþegum sínum sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum og bað einn flugfarþegann um að giftast sér. 2. janúar 2023 21:42 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. 28. ágúst 2021 13:13 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Flugstjórinn og Húnvetningurinn Róbert Lee Evensen og kærasta hans, sem er frá Nuuk, höfðu ákveðið að eyða jólunum saman í höfuðstað Grænlands og vissi hún ekki betur en að hann ætlaði að taka á móti henni á flugvellinum, samkvæmt frásögn grænlenska miðilsins KNR. Kvöldið áður fékk kærastinn hins vegar aðra og stærri hugmynd, eins og sjá má á myndbandi sem Air Greenland birti á facebook-síðu sinni. Dash 8-flugvél Air Greenland á flugvellinum í Nuuk, samskonar og kemur við sögu í fréttinni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Strax um morguninn hóf Róbert að kanna hvort unnt væri að koma þessu í kring og þurfti til þess aðstoð fjölda samtarfsmanna. Síðast en ekki síst þurfti hann að skipta á vakt við félaga sinn svo hann gæti annast flugið. Flugið gekk þó tíðindalaust þar til eftir lendingu í Nuuk þegar verið var að stöðva hreyflana við flugstöðina. Þá heyrðist rödd í hátalarakerfinu: Róbert kominn í hátalarakerfið með jólasveinahúfu á höfði. Kærastan vinstra megin steinhissa að sjá hann um borðSkjáskot/Air Greenland „Þetta er flugstjórinn sem talar. Við erum ekki alveg búin ennþá. Vinsamlegast sitjið aðeins lengur í sætunum.“ Takið svo eftir viðbrögðum konunnar í annarri sætaröð vinstra megin þegar flugstjórinn andartaki síðar kemur út úr klefanum með jólasveinahúfu á höfði og fer í hátalarakerfið: „Kæru gestir. Velkomnir til Nuuk. Ég er með mikilvæga tilkynningu. Það er nefnilega þannig að við erum með mjög sérstakan farþega með okkur. Það er Michala Hansen sem situr í sæti 2B. Við höfum eitt vandamál. Það er þannig að hún er „bara“ kærastan mín, svo við verðum að gera eitthvað í því. Og því vil ég gjarnan spyrja þig, Michala,“ segir hann um leið og hann teygir segir eftir hringnum í vasanum. „Viltu kannski giftast mér?“ „Já, já, það vil ég,“ heyrist hún svara klökk og fagnaðarandvarp fer um farþegarýmið en viðbrögð hennar og annarra flugfarþega má sjá í myndbandinu: Þess má geta að Róbert Evensen er fæddur árið 1981 á Blönduósi þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans eru Þorvaldur Evensen og Charlotta Evensen, sem er færeysk, en þau búa núna í Garðabæ. Róbert tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri og hóf störf hjá Air Greenland eftir atvinnuflugmannspróf. Hann starfaði um tveggja ára skeið hjá Wow Air en þegar það lagði upp laupana færði hann sig aftur yfir til Air Greenland þar sem hann hefur verið flugstjóri síðustu tvö ár. Róbert er búsettur í Kaupmannahöfn, ásamt kærustu sinni, en flýgur reglulega til Grænlands þar sem hann tekur þriggja vikna vinnutarnir, að sögn Þorvaldar föður hans.
Fréttir af flugi Brúðkaup Grænland Ástin og lífið WOW Air Húnabyggð Tengdar fréttir Hún sagði „já, já“ við óvæntu bónorði íslenska flugstjórans Íslenskur flugstjóri í innanlandsflugi á Grænlandi kom farþegum sínum sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum og bað einn flugfarþegann um að giftast sér. 2. janúar 2023 21:42 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. 28. ágúst 2021 13:13 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Hún sagði „já, já“ við óvæntu bónorði íslenska flugstjórans Íslenskur flugstjóri í innanlandsflugi á Grænlandi kom farþegum sínum sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum og bað einn flugfarþegann um að giftast sér. 2. janúar 2023 21:42
Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50
Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10
Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. 28. ágúst 2021 13:13