„Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 18:52 Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, telur að flugeldasalan nú hafi verið svipuð og fyrir ári síðan. Vísir/Vilhelm/Landsbjörg Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. Otti Rafn Sigmarsson, formaður félagsins, segir að endanlegar tölur um flugeldasölu dagana fyrir áramót liggi enn ekki fyrir. Veðurspáin hefur sitt að segja Otti Rafn segir að það sé þó hans tilfinning að salan nú hafi verið svipuð og fyrir ári síðan. „Við eigum eftir að taka þetta almennilega saman, en við erum nokkuð ánægð með söluna. Auðvitað var fremur vont veður í kortunum, misjafnlega vont. Við höfðum áhyggjur af því að salan yrði minni en raunin varð.“ Hann segir að flugeldasala verði einnig opin fyrir þrettándann þegar margir leggja í vana sinn að skjóta upp flugeldum. Mikið var sprengt í Reykjavík og víðar þegar nýtt ár gekk í garð.Vísir/Egill Óheppilega staðið að átaki Umhverfisstofnunar Dagana fyrir áramót réðst Umhverfisstofnun í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Otti Rafn telur að þetta átak Umhverfisstofnunar hafi haft áhrif á flugeldasöluna. „Ég hugsa það. Þetta var óheppilega að þessu staðið hjá þeim finnst mér. Við áttum samtal við Umhverfisstofnun í desember og þá var ekkert minnst á að til stæði að fara í svona átak gegn flugeldum. Flugeldar eru ekki bannaðir og það er engin stefna hjá stjórnvöldum að banna flugelda. Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur. Það er skrýtið að verið sé að hvetja fólk til að sniðganga kaup á þessum varningi,“ segir Otti Rafn. Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Umhverfismál Tengdar fréttir Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Otti Rafn Sigmarsson, formaður félagsins, segir að endanlegar tölur um flugeldasölu dagana fyrir áramót liggi enn ekki fyrir. Veðurspáin hefur sitt að segja Otti Rafn segir að það sé þó hans tilfinning að salan nú hafi verið svipuð og fyrir ári síðan. „Við eigum eftir að taka þetta almennilega saman, en við erum nokkuð ánægð með söluna. Auðvitað var fremur vont veður í kortunum, misjafnlega vont. Við höfðum áhyggjur af því að salan yrði minni en raunin varð.“ Hann segir að flugeldasala verði einnig opin fyrir þrettándann þegar margir leggja í vana sinn að skjóta upp flugeldum. Mikið var sprengt í Reykjavík og víðar þegar nýtt ár gekk í garð.Vísir/Egill Óheppilega staðið að átaki Umhverfisstofnunar Dagana fyrir áramót réðst Umhverfisstofnun í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Otti Rafn telur að þetta átak Umhverfisstofnunar hafi haft áhrif á flugeldasöluna. „Ég hugsa það. Þetta var óheppilega að þessu staðið hjá þeim finnst mér. Við áttum samtal við Umhverfisstofnun í desember og þá var ekkert minnst á að til stæði að fara í svona átak gegn flugeldum. Flugeldar eru ekki bannaðir og það er engin stefna hjá stjórnvöldum að banna flugelda. Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur. Það er skrýtið að verið sé að hvetja fólk til að sniðganga kaup á þessum varningi,“ segir Otti Rafn.
Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Umhverfismál Tengdar fréttir Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54
Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43