Ísak Bergmann þurfti að fara í aðgerð: „Átti erfitt með að anda með nefinu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. janúar 2023 07:00 Ísak Bergmann í leik gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Dave Howarth/Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, gekkst undir aðgerð á nefi nú á dögunum. Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl eins og fram hefur komið á Vísi en hann greindi einnig frá því að hann hefði nýtt fríið hér á landi til að lagfæra nefið á sér. Ekki var þó um hefðbundna lýtaaðgerð að ræða og er Ísak Bergmann að öllum líkindum mjög ánægður með hvernig nefið á sér lítur út. Hann þurfti hins vegar að láta laga það þar sem það var farið að hafa áhrif á atvinnu hans, að spila fótbolta. „Ég er allur að koma til,“ segir Ísak Bergmann er hann var spurður út í aðgerðina sem hann var í. „Þetta var sem sagt nefaðgerð þar sem ég hef átt í erfiðleikum með að anda með nefinu. Var að sofa illa, er líklegast með kæfisvefn líka. Endurheimtan var ekki nægilega góð hjá mér og mikilvægt að klára þetta,“ bætti þessi 19 ára gamli fótboltamaður við. Ísak Bergmann er á sínu öðru ári hjá FCK eftir að hafa verið keyptur frá Norrköping í Svíþjóð á dágóða summu. Liðið er ríkjandi meistari og er að koma til eftir slæma byrjun. Ísak segir ekkert annað koma til greina en að verja titilinn. Hann hefur æfingar með liðinu skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira
Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl eins og fram hefur komið á Vísi en hann greindi einnig frá því að hann hefði nýtt fríið hér á landi til að lagfæra nefið á sér. Ekki var þó um hefðbundna lýtaaðgerð að ræða og er Ísak Bergmann að öllum líkindum mjög ánægður með hvernig nefið á sér lítur út. Hann þurfti hins vegar að láta laga það þar sem það var farið að hafa áhrif á atvinnu hans, að spila fótbolta. „Ég er allur að koma til,“ segir Ísak Bergmann er hann var spurður út í aðgerðina sem hann var í. „Þetta var sem sagt nefaðgerð þar sem ég hef átt í erfiðleikum með að anda með nefinu. Var að sofa illa, er líklegast með kæfisvefn líka. Endurheimtan var ekki nægilega góð hjá mér og mikilvægt að klára þetta,“ bætti þessi 19 ára gamli fótboltamaður við. Ísak Bergmann er á sínu öðru ári hjá FCK eftir að hafa verið keyptur frá Norrköping í Svíþjóð á dágóða summu. Liðið er ríkjandi meistari og er að koma til eftir slæma byrjun. Ísak segir ekkert annað koma til greina en að verja titilinn. Hann hefur æfingar með liðinu skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira