Ísak Bergmann um eigið hugarfar: „Ég hugsa hraðar en ég hleyp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 10:01 Ísak Bergmann Jóhannesson í baráttunni við Alex Telles, vinstri bakvörð Sevilla. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, segist til í að gera allt til að vinna. Þá telur hann sig spila betur gegn góðum liðum en á slökum völlum „upp í sveit í Danmörku.“ Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl og ræddi meðal annars hugarfar sitt inn á vellinum. Hann var að ræða hugarfar leikmanna sem hann hefði spilað við og barst talið að jafnaldra hans, Jude Bellingham. Sá leikur með enska landsliðsins og Borussia Dortmund en þeir skiptust á treyjum eftir leik FCK og Dortmund í Meistaradeild Evrópu. „Bellingham, að horfa á hann með enska landsliðinu. Finnst hann með rosalega gott hugarfar og held að hann verði fyrirliði Englands einn daginn. Hann virðist mjög einbeittur á að vera góður fótboltamaður og virðist ekki spá mikið í að vera í merkjafötum og pósta einhverju á Instagram, bara einbeittur. Mér líkar mjög vel við hann.“ „Inn á vellinum vil ég bara vinna og geri allt til þess að reyna að vinna. Finnst ég aðlagast vel þegar ég spila á hærra getustigi; á góðum grasvelli og það er hátt tempó,“ sagði Ísak Bergmann þegar hann var spurður út í eigið hugarfar inn á vellinum. Hann hélt svo áfram: „Finnst erfiðara þegar það eru minni leikir, bikarleikur upp í sveit í Danmörku til dæmis. Þá finnst mér ég eiga að vera betri en þessir leikmenn en það hægist oft á leiknum. Er þannig leikmaður að ég hugsa hraðar en ég hleyp. Það hentar mér að fara á hærra getustig og það gerist allt miklu hraðar.“ Ísak Bergmann hefur æfingar með FCK skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast Sjá meira
Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl og ræddi meðal annars hugarfar sitt inn á vellinum. Hann var að ræða hugarfar leikmanna sem hann hefði spilað við og barst talið að jafnaldra hans, Jude Bellingham. Sá leikur með enska landsliðsins og Borussia Dortmund en þeir skiptust á treyjum eftir leik FCK og Dortmund í Meistaradeild Evrópu. „Bellingham, að horfa á hann með enska landsliðinu. Finnst hann með rosalega gott hugarfar og held að hann verði fyrirliði Englands einn daginn. Hann virðist mjög einbeittur á að vera góður fótboltamaður og virðist ekki spá mikið í að vera í merkjafötum og pósta einhverju á Instagram, bara einbeittur. Mér líkar mjög vel við hann.“ „Inn á vellinum vil ég bara vinna og geri allt til þess að reyna að vinna. Finnst ég aðlagast vel þegar ég spila á hærra getustigi; á góðum grasvelli og það er hátt tempó,“ sagði Ísak Bergmann þegar hann var spurður út í eigið hugarfar inn á vellinum. Hann hélt svo áfram: „Finnst erfiðara þegar það eru minni leikir, bikarleikur upp í sveit í Danmörku til dæmis. Þá finnst mér ég eiga að vera betri en þessir leikmenn en það hægist oft á leiknum. Er þannig leikmaður að ég hugsa hraðar en ég hleyp. Það hentar mér að fara á hærra getustig og það gerist allt miklu hraðar.“ Ísak Bergmann hefur æfingar með FCK skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast Sjá meira