Fyrrum Eyjastelpan Lacasse eftirsótt af stærstu liðum Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2022 19:00 Cloé Lacasse fagnar einu af mörkum sínum í Meistaradeild Evrópu. Twitter@DAZNFootball Cloé Lacasse lék með ÍBV í efstu deild kvenna í fótbolta frá 2015 til 2019. Hún spilar nú með Benfica í Portúgal en það stefnir í að hún færi sig um set á nýju ári. Hún er orðuð við nokkur af stærstu liðum álfunnar. Lacasse, sem verður þrítug næsta sumar, kemur frá Kanada en gekk í raðir ÍBV fyrir tímabilið 2015 eftir farsælan feril í bandaríska háskólaboltanum. Hún gjörsamlega raðaði inn mörkum hér á landi og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild. Alls skoraði hún 73 mörk í 113 KSÍ leikjum fyrir ÍBV. Eftir góð ár í Vestmannaeyjum fór Cloé til Benfica í Portúgal og þar hefur hún haldið áfram að blómstra. Hún hefur raðað inn mörkum ásamt því að vinna alla titlana sem í boði eru þar í landi. Þá hefur hún staðið sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Skoraði hún fimm mörk í sex leikjum en Benfica var í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Svíþjóðarmeisturum Rosengård. ' What a goal from @Cloe_Lacasse #UWCL // @SLBenfica pic.twitter.com/Fo4nMMiLYa— UEFA Women s Champions League (@UWCL) December 4, 2022 Árangur Lacasse með Benfica hefur vakið athygli stórliða Evrópu. Amanda Zaza, íþróttablaðamaður fyrir sænska miðilinn Fotballskanalen, segir að Lacasse sé á á óskalista Arsenal en hollenska markadrottningin Vivianne Miedema sleit krossbönd nýverið. Þá bendir Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi hjá Viaplay, á að bæði Bayern og París Saint-Germain séu bæði að íhuga að fá hana í sínar raðir. Cloe Lacasse is also on Bayern Munich and PSG radar for this window.— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) December 29, 2022 Berglind Björg Þorvaldsdóttir gekk í raðir PSG fyrr á þessu ári en hefur lítið fengið að spila síðan þá. Spurning er hvaða áhrif koma Lacasse gæti haft fyrir stöðu hennar hjá liðinu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Portúgalski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Lacasse, sem verður þrítug næsta sumar, kemur frá Kanada en gekk í raðir ÍBV fyrir tímabilið 2015 eftir farsælan feril í bandaríska háskólaboltanum. Hún gjörsamlega raðaði inn mörkum hér á landi og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild. Alls skoraði hún 73 mörk í 113 KSÍ leikjum fyrir ÍBV. Eftir góð ár í Vestmannaeyjum fór Cloé til Benfica í Portúgal og þar hefur hún haldið áfram að blómstra. Hún hefur raðað inn mörkum ásamt því að vinna alla titlana sem í boði eru þar í landi. Þá hefur hún staðið sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Skoraði hún fimm mörk í sex leikjum en Benfica var í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Svíþjóðarmeisturum Rosengård. ' What a goal from @Cloe_Lacasse #UWCL // @SLBenfica pic.twitter.com/Fo4nMMiLYa— UEFA Women s Champions League (@UWCL) December 4, 2022 Árangur Lacasse með Benfica hefur vakið athygli stórliða Evrópu. Amanda Zaza, íþróttablaðamaður fyrir sænska miðilinn Fotballskanalen, segir að Lacasse sé á á óskalista Arsenal en hollenska markadrottningin Vivianne Miedema sleit krossbönd nýverið. Þá bendir Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi hjá Viaplay, á að bæði Bayern og París Saint-Germain séu bæði að íhuga að fá hana í sínar raðir. Cloe Lacasse is also on Bayern Munich and PSG radar for this window.— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) December 29, 2022 Berglind Björg Þorvaldsdóttir gekk í raðir PSG fyrr á þessu ári en hefur lítið fengið að spila síðan þá. Spurning er hvaða áhrif koma Lacasse gæti haft fyrir stöðu hennar hjá liðinu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Portúgalski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira