Leggja 190 milljarða króna í gasvinnsluna í Hammerfest Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2022 15:20 Frá Melkøya-gasvinnslustöðinni við Hammerfest. Ole Jørgen Bratland/Equinor Norska ríkisolíufélagið Equinor og samstarfsaðilar þess á Snøhvit-gasvinnslusvæðinu í Barentshafi hafa ákveðið að leggja 13,2 milljarða norskra króna, andvirði 190 milljarða íslenskra, í uppfærslu gasvinnslustöðvarinnar á Melkøya við bæinn Hammerfest í Norður-Noregi. Áætlaður líftími stöðvarinnar framlengist með þessu um áratug, til ársins 2050, auk þess sem rafvæðing hennar mun draga verulega úr losun koltvísýrings. Tilkynnt var um verkefnið við athöfn í Hammerfest rétt fyrir jól að viðstöddum Terje Aasland, olíu- og orkumálaráðherra Noregs. Í fréttatilkynningu Equinor segir að uppbyggingin muni hafa mikil keðjuverkandi áhrif í atvinnumálum Norður-Noregs og skapa 1.680 ný störf á svæðinu meðan á framkvæmdum stendur. Teikning af Melkøya-gasvinnslustöðinni, eins og hún verður eftir uppfærslu.Equinor Endurnýjun stöðvarinnar felur meðal annars í sér að hún verður rafvædd og skipt út núverandi gastúrbínum fyrir rafmagn úr landi. Equinor segir að þannig verði dregið úr árlegri losun CO2 um 850.000 tonn. „Þetta er ein stærsta einstaka aðgerð til að draga úr kolefnislosun olíu- og gasframleiðslu í Noregi. Verkefnið er lykilframlag til orkuskiptanna,“ er haft eftir Grete B. Haaland, aðstoðarforstjóra hjá Equinor. Þetta muni draga úr losun sem jafngildir 13 prósentum af heildar 55 prósenta samdrætti norska olíu- og gasiðnaðarins fyrir árið 2030. Þetta samsvari tveimur prósentum af árlegri losun Noregs. Horft frá Hammerfest til Melkøya-stöðvarinnar.Ole Jørgen Bratland/Equinor Uppbygging gasvinnslustöðvarinnar, sem hófst árið 2002, var langstærsta fjárfesting í sögu Norður-Noregs og reyndist mikilvæg til að treysta byggðina. Á sama tíma kallaði hún fram hörð mótmæli umhverfisverndarsinna. Um 500 manns starfa við stöðina og er hún hornsteinn atvinnulífs á svæðinu. Íbúar Hammerfest eru núna liðlega 11.000 talsins en þetta er nyrsti bær Noregs með yfir tíu þúsund íbúa. Snøhvit, eða Mjallhvítarsvæðið, var það fyrsta sem tekið var til vinnslu í Barentshafi, en framleiðslan hófst árið 2007. Auk gass er þar einnig að finna olíu en í minna mæli. Síðan hafa tvö önnur gassvæði verið tengd Melkøya-stöðinni, Albatross og Askeladd. Stöðin á Melkøya var byggð upp á árunum 2002 til 2007 til að vinna gas úr Barentshafi. Eldsvoði í stöðinni árið 2020 varð til þess að framleiðslan lá niðri í á annað ár.Helge Hansen/Equinor Stöðin á Melkøya framleiðir að jafnaði um 18,4 milljónir rúmmetra af fljótandi jarðgasi, LNG, á degi hverjum eða 65 milljarða rúmmetra á ári. Það jafngildir orkuþörf um 6,5 milljóna evrópskra heimila eða 5% af öllum norskum gasútflutningi. Sérstök gasflutningaskip flytja gasið á markað. Áður fór megnið til annarra heimsálfa en eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur nær öll framleiðslan farið til Evrópuríkja. Sérstök gasflutningaskip flytja gasið frá stöðinni í Hammerfest.Harald Pettersen/Equinor Árið 2011 fundust gríðarmiklar olíulindir um eitthundrað kílómetra norðan við Mjallhvítarsvæðið, á svæði sem kallast Johan Castberg, og er núna stefnt að því að olíuvinnsla þar hefjist árið 2024. Fjallað var um áhrif þess olíufundar á Norður Noreg í frétt Stöðvar 2 árið 2011. Þá var einnig rætt við oddvitann í Hammerfest um áhrif gasvinnslustöðvarinnar á bæjarfélagið: Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Tengdar fréttir Jólagjöf Norðmanna sögð stór gaslind í Barentshafi Norska olíufélagið Vår Energi, sem er að meirihluta í eigu hins ítalska Eni, tilkynnti á Þorláksmessu um stóran gasfund á svokölluðu Lupa-svæði nærri Golíat-olíusvæðinu í Barentshafi. Frumathugun bendir til að stærð gaslindarinnar jafngildi 57 til 132 milljónum tunna af vinnanlegri olíu. 27. desember 2022 15:56 Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15 Spá mörgþúsund milljarða uppbyggingu í Norður-Noregi Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. 18. apríl 2011 19:30 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tilkynnt var um verkefnið við athöfn í Hammerfest rétt fyrir jól að viðstöddum Terje Aasland, olíu- og orkumálaráðherra Noregs. Í fréttatilkynningu Equinor segir að uppbyggingin muni hafa mikil keðjuverkandi áhrif í atvinnumálum Norður-Noregs og skapa 1.680 ný störf á svæðinu meðan á framkvæmdum stendur. Teikning af Melkøya-gasvinnslustöðinni, eins og hún verður eftir uppfærslu.Equinor Endurnýjun stöðvarinnar felur meðal annars í sér að hún verður rafvædd og skipt út núverandi gastúrbínum fyrir rafmagn úr landi. Equinor segir að þannig verði dregið úr árlegri losun CO2 um 850.000 tonn. „Þetta er ein stærsta einstaka aðgerð til að draga úr kolefnislosun olíu- og gasframleiðslu í Noregi. Verkefnið er lykilframlag til orkuskiptanna,“ er haft eftir Grete B. Haaland, aðstoðarforstjóra hjá Equinor. Þetta muni draga úr losun sem jafngildir 13 prósentum af heildar 55 prósenta samdrætti norska olíu- og gasiðnaðarins fyrir árið 2030. Þetta samsvari tveimur prósentum af árlegri losun Noregs. Horft frá Hammerfest til Melkøya-stöðvarinnar.Ole Jørgen Bratland/Equinor Uppbygging gasvinnslustöðvarinnar, sem hófst árið 2002, var langstærsta fjárfesting í sögu Norður-Noregs og reyndist mikilvæg til að treysta byggðina. Á sama tíma kallaði hún fram hörð mótmæli umhverfisverndarsinna. Um 500 manns starfa við stöðina og er hún hornsteinn atvinnulífs á svæðinu. Íbúar Hammerfest eru núna liðlega 11.000 talsins en þetta er nyrsti bær Noregs með yfir tíu þúsund íbúa. Snøhvit, eða Mjallhvítarsvæðið, var það fyrsta sem tekið var til vinnslu í Barentshafi, en framleiðslan hófst árið 2007. Auk gass er þar einnig að finna olíu en í minna mæli. Síðan hafa tvö önnur gassvæði verið tengd Melkøya-stöðinni, Albatross og Askeladd. Stöðin á Melkøya var byggð upp á árunum 2002 til 2007 til að vinna gas úr Barentshafi. Eldsvoði í stöðinni árið 2020 varð til þess að framleiðslan lá niðri í á annað ár.Helge Hansen/Equinor Stöðin á Melkøya framleiðir að jafnaði um 18,4 milljónir rúmmetra af fljótandi jarðgasi, LNG, á degi hverjum eða 65 milljarða rúmmetra á ári. Það jafngildir orkuþörf um 6,5 milljóna evrópskra heimila eða 5% af öllum norskum gasútflutningi. Sérstök gasflutningaskip flytja gasið á markað. Áður fór megnið til annarra heimsálfa en eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur nær öll framleiðslan farið til Evrópuríkja. Sérstök gasflutningaskip flytja gasið frá stöðinni í Hammerfest.Harald Pettersen/Equinor Árið 2011 fundust gríðarmiklar olíulindir um eitthundrað kílómetra norðan við Mjallhvítarsvæðið, á svæði sem kallast Johan Castberg, og er núna stefnt að því að olíuvinnsla þar hefjist árið 2024. Fjallað var um áhrif þess olíufundar á Norður Noreg í frétt Stöðvar 2 árið 2011. Þá var einnig rætt við oddvitann í Hammerfest um áhrif gasvinnslustöðvarinnar á bæjarfélagið:
Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Tengdar fréttir Jólagjöf Norðmanna sögð stór gaslind í Barentshafi Norska olíufélagið Vår Energi, sem er að meirihluta í eigu hins ítalska Eni, tilkynnti á Þorláksmessu um stóran gasfund á svokölluðu Lupa-svæði nærri Golíat-olíusvæðinu í Barentshafi. Frumathugun bendir til að stærð gaslindarinnar jafngildi 57 til 132 milljónum tunna af vinnanlegri olíu. 27. desember 2022 15:56 Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15 Spá mörgþúsund milljarða uppbyggingu í Norður-Noregi Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. 18. apríl 2011 19:30 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Jólagjöf Norðmanna sögð stór gaslind í Barentshafi Norska olíufélagið Vår Energi, sem er að meirihluta í eigu hins ítalska Eni, tilkynnti á Þorláksmessu um stóran gasfund á svokölluðu Lupa-svæði nærri Golíat-olíusvæðinu í Barentshafi. Frumathugun bendir til að stærð gaslindarinnar jafngildi 57 til 132 milljónum tunna af vinnanlegri olíu. 27. desember 2022 15:56
Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12
Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15
Spá mörgþúsund milljarða uppbyggingu í Norður-Noregi Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. 18. apríl 2011 19:30
Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15