Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Haukar 106-108 | Haukar unnu síðasta leik ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2022 22:40 Darwin Davis fagnar sigurkörfu sinni. vísir/hulda margrét Haukar gerðu góða ferð í Smárann og unnu Breiðablik, 106-108, í lokaleik ársins í Subway-deild karla. Með sigrinum jöfnuðu Hauka Blika og Njarðvíkinga að stigum í 3. sæti deildarinnar. Nýliðarnir geta því afar vel við unað eftir fyrri hluta tímabilsins. Eftir afar sveiflukenndan leik réðust úrslitin á lokaandartökum leiksins. Darwin Davis tryggði Haukum sigur með ævintýralegri þriggja stiga körfu þegar ellefu sekúndur voru eftir. Norbertas Giga var besti maður vallarins en hann skoraði þrjátíu stig og tók fimmtán fráköst í liði Hauka. Davis skoraði tuttugu stig og gaf sex stoðsendingar og Hilmar Smári Henningsson gerði sextán stig. Daniel Mortensen skilaði svo fimmtán stigum, tíu fráköstum og fimm stoðsendingum. Norbertas Giga átti frábæran leik.vísir/hulda margrét Julio Calver skoraði 24 stig og tók átta fráköst hjá Blikum. Everage Richardson var með nítján stig, tíu fráköst og átta stoðsendingar og Clayton Riggs skoraði sömuleiðis nítján stig. Blikar byrjuðu leikinn miklu betur og voru skarpir í öllum sínum aðgerðum á meðan Haukar voru varla með púls. Breiðablik náði strax ágætis forskoti en eftir leikhlé hjá Maté Dalmay, þjálfara Hauka, kom góður kafli hjá gestunum sem minnkuðu muninn í eitt stig, 22-21. Þá kom frábær kafli hjá heimamönnum sem skoruðu fjórtán stig í röð og þeir voru tólf stigum yfir eftir 1. leikhlutann, 36-24. Þar hittu Blikar úr sjötíu prósent þriggja stiga skota sinna. Julio Calver var sjóðheitur í upphafi leiks.vísir/hulda margrét Breiðablik skoraði fyrstu stig 2. leikhluta og eftir hana, og aðeins 32 sekúnda leik, tók Maté leikhlé og orgaði af reiði á sína menn. Eins og í 1. leikhluta svöruðu þeir fyrir sig eftir leikhléið og héngu alltaf í pilsfaldi Blika. Þeir voru snöggir að auka forystuna en líka snöggir að missa hana. Haukar voru öflugri inni í teig og í fyrri hálfleik tóku þeir ellefu fleiri fráköst og skoruðu þrettán stig eftir sóknarfráköst gegn aðeins þremur hjá Breiðabliki. Heimamenn hittu aftur á móti úr helmingi þriggja stiga skota sinna og töpuðu boltanum einungis tvisvar í fyrri hálfleik. Þeir grænu voru fimm stigum yfir í hálfleik, 62-57. Giga var sérstaklega öflugur undir lok fyrri hálfleiks og skoraði tíu stig í röð á einum tímapunkti. Alls voru stigin hans sextán í fyrri hálfleik. Hart var barist í Smáranum í kvöld.vísir/hulda margrét Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og Mortensen jafnaði leikinn, 69-69, í fyrsta sinn frá því í stöðunni 0-0. Giga kom Haukum svo yfir í fyrsta sinn, 74-76. Haukar voru sjóðheitir fyrir utan á meðan skotnýting Blika þaðan hríðlækkaði. Vörn gestanna lokaði svo vel á Everage sem var stigalaus í 3. leikhluta. Þeir voru stigi yfir að honum loknum, 83-84. Haukar héldu svo siglingunni áfram í byrjun 4. leikhluta og kláruðu þá leikinn. Giga var áfram gríðarlega öflugur og vörn Hauka sterk. Þá sagði fjarvera Daneros Thomas til sín en honum var vikið út úr húsi í 2. leikhluta. Blikar virkuðu lúnir en Haukar ferskir, öfugt við byrjun leiksins. Hilmar Smári Henningsson átti fína spretti í liði Hauka.vísir/hulda margrét Heimamönnum virtust allar bjargir bannaðar en allt í einu hrukku þeir í gang. Þeir skoruðu níu stig í röð og náðu forystunni, 98-97, þegar Julio tróð boltanum ofan í. Lokamínúturnar voru svo gríðarlega spennandi. Giga kom Haukum yfir, 104-105, og Hilmar Smári stal svo boltanum. Skot Gigas klikkaði og Julio grýtti boltanum svo fram á Everage sem kom Breiðabliki yfir, 106-105. Davis kom Haukum svo aftur yfir með ævintýralegri þriggja stiga körfu, 106-108. Everage fékk boltann í lokasókn Blika en skot hans geigaði og Haukar kláruðu árið með stæl og sigri, 106-108. Pétur: Máttum alls ekki við því að missa Danero út Pétur Ingvarsson er ánægður með uppskeru tímabilsins hingað til.vísir/hulda margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var yfirvegaður eftir tap liðsins fyrir Haukum í kvöld. „Þeir hittu úr einhverju töfraskoti í lokin á meðan við klikkuðum hinum megin. Svona er þetta bara stundum,“ sagði Pétur sem kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðuna í kvöld. „Menn lögðu sig fram og gerðu það sem þeir gátu. Þetta var svolítil brekka.“ Danero Thomas var vísað út úr húsi í fyrri hálfleik og Pétur segir að Blikar hafi saknað hans verulega. „Klárlega. Við erum ekki með mikla breidd og máttum alls ekki við því að missa hann út. Hann er leiðtoginn í liðinu. En hann þarf að vera klárari að fá ekki tvær ódýrar tæknivillur,“ sagði Pétur. Blikar hafa tapað tveimur leikjum í röð en eru samt í 3. sæti Subway-deildarinnar, eitthvað sem Pétur er sáttur með. „Við erum með sjö sigra og fjögur töp og ég hefði tekið það fyrir tímabilið. Þetta lið er rekið með litlum kostnaði. Fyrir tímabilið bættum við við okkur tveimur 1. deildar leikmönnum og útlendingi sem var látinn fara úr liði sem féll úr efstu deild. Þannig mér finnst við hafa spilað miklu betur en ég þorði að vona fyrir tímabilið,“ sagði Pétur að endingu. Maté: Gengur ekkert að dútla með þessu Breiðabliksliði Maté Dalmay spilaði allan tilfinningaskalann í kvöld. Hérna er hann samt óvenju rólegur.vísir/hulda margrét Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur eftir að hans menn unnu lokaleik ársins í Subway-deild karla. „Þetta var rosalegt, rosalegur leikur. Þetta var leikur áhlaupa. Ef einhver ætlar að útskýra orðatiltækið að körfubolti sé leikur áhlaupa er fínt að sýna þennan leik. Það voru endalausar fimmtán stiga sveiflur,“ sagði Maté eftir leik. Haukar byrjuðu leikinn illa og Maté tók meðal annars leikhlé eftir aðeins 32 sekúndur í 2. leikhluta og messaði yfir sínum mönnum. „Upp á síðkastið höfum við mætt í leiki og verið að dútla með hinu liðinu. Það gengur ekkert að dútla með þessu Breiðabliksliði því þá skora þeir fjörutíu stig í andlitið á þér. Þess vegna tók ég þetta leikhlé, til að öskra mennina mína í gang sem vita kannski ekki alveg hvernig þetta Breiðabliks-apparat virkar. Þeir rifu sig í gang og þá aðallega tveir erlendir leikmenn,“ sagði Maté. Honum fannst sínir menn komast oftar í vörn og ná að stilla henni upp í seinni hálfleik. „Við kláruðum sóknirnir okkar betur þannig þeir gátu ekki keyrt endalaust á okkur. Mistökin í sókninni í fyrri hálfleik voru það mörg að þeir hlaupu endalaust á okkur,“ sagði Maté. Haukar eru í 5. sæti deildarinnar með ellefu sigra og fjögur töp líkt og Breiðablik og Njarðvík. Maté segir að nýliðarnir geti verið mátulega ánægðir með stöðuna en hann segir þá geta gert enn betur. „Við getum verið sáttir eftir þennan leik en við erum ekkert það sáttir heilt yfir. Við höfum ekkert verið frábærir og en það er gott að vera með sjö sigra og fjögur töp og hvorki ég né leikmenn eru sáttir,“ sagði Maté að lokum. Subway-deild karla Breiðablik Haukar
Haukar gerðu góða ferð í Smárann og unnu Breiðablik, 106-108, í lokaleik ársins í Subway-deild karla. Með sigrinum jöfnuðu Hauka Blika og Njarðvíkinga að stigum í 3. sæti deildarinnar. Nýliðarnir geta því afar vel við unað eftir fyrri hluta tímabilsins. Eftir afar sveiflukenndan leik réðust úrslitin á lokaandartökum leiksins. Darwin Davis tryggði Haukum sigur með ævintýralegri þriggja stiga körfu þegar ellefu sekúndur voru eftir. Norbertas Giga var besti maður vallarins en hann skoraði þrjátíu stig og tók fimmtán fráköst í liði Hauka. Davis skoraði tuttugu stig og gaf sex stoðsendingar og Hilmar Smári Henningsson gerði sextán stig. Daniel Mortensen skilaði svo fimmtán stigum, tíu fráköstum og fimm stoðsendingum. Norbertas Giga átti frábæran leik.vísir/hulda margrét Julio Calver skoraði 24 stig og tók átta fráköst hjá Blikum. Everage Richardson var með nítján stig, tíu fráköst og átta stoðsendingar og Clayton Riggs skoraði sömuleiðis nítján stig. Blikar byrjuðu leikinn miklu betur og voru skarpir í öllum sínum aðgerðum á meðan Haukar voru varla með púls. Breiðablik náði strax ágætis forskoti en eftir leikhlé hjá Maté Dalmay, þjálfara Hauka, kom góður kafli hjá gestunum sem minnkuðu muninn í eitt stig, 22-21. Þá kom frábær kafli hjá heimamönnum sem skoruðu fjórtán stig í röð og þeir voru tólf stigum yfir eftir 1. leikhlutann, 36-24. Þar hittu Blikar úr sjötíu prósent þriggja stiga skota sinna. Julio Calver var sjóðheitur í upphafi leiks.vísir/hulda margrét Breiðablik skoraði fyrstu stig 2. leikhluta og eftir hana, og aðeins 32 sekúnda leik, tók Maté leikhlé og orgaði af reiði á sína menn. Eins og í 1. leikhluta svöruðu þeir fyrir sig eftir leikhléið og héngu alltaf í pilsfaldi Blika. Þeir voru snöggir að auka forystuna en líka snöggir að missa hana. Haukar voru öflugri inni í teig og í fyrri hálfleik tóku þeir ellefu fleiri fráköst og skoruðu þrettán stig eftir sóknarfráköst gegn aðeins þremur hjá Breiðabliki. Heimamenn hittu aftur á móti úr helmingi þriggja stiga skota sinna og töpuðu boltanum einungis tvisvar í fyrri hálfleik. Þeir grænu voru fimm stigum yfir í hálfleik, 62-57. Giga var sérstaklega öflugur undir lok fyrri hálfleiks og skoraði tíu stig í röð á einum tímapunkti. Alls voru stigin hans sextán í fyrri hálfleik. Hart var barist í Smáranum í kvöld.vísir/hulda margrét Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og Mortensen jafnaði leikinn, 69-69, í fyrsta sinn frá því í stöðunni 0-0. Giga kom Haukum svo yfir í fyrsta sinn, 74-76. Haukar voru sjóðheitir fyrir utan á meðan skotnýting Blika þaðan hríðlækkaði. Vörn gestanna lokaði svo vel á Everage sem var stigalaus í 3. leikhluta. Þeir voru stigi yfir að honum loknum, 83-84. Haukar héldu svo siglingunni áfram í byrjun 4. leikhluta og kláruðu þá leikinn. Giga var áfram gríðarlega öflugur og vörn Hauka sterk. Þá sagði fjarvera Daneros Thomas til sín en honum var vikið út úr húsi í 2. leikhluta. Blikar virkuðu lúnir en Haukar ferskir, öfugt við byrjun leiksins. Hilmar Smári Henningsson átti fína spretti í liði Hauka.vísir/hulda margrét Heimamönnum virtust allar bjargir bannaðar en allt í einu hrukku þeir í gang. Þeir skoruðu níu stig í röð og náðu forystunni, 98-97, þegar Julio tróð boltanum ofan í. Lokamínúturnar voru svo gríðarlega spennandi. Giga kom Haukum yfir, 104-105, og Hilmar Smári stal svo boltanum. Skot Gigas klikkaði og Julio grýtti boltanum svo fram á Everage sem kom Breiðabliki yfir, 106-105. Davis kom Haukum svo aftur yfir með ævintýralegri þriggja stiga körfu, 106-108. Everage fékk boltann í lokasókn Blika en skot hans geigaði og Haukar kláruðu árið með stæl og sigri, 106-108. Pétur: Máttum alls ekki við því að missa Danero út Pétur Ingvarsson er ánægður með uppskeru tímabilsins hingað til.vísir/hulda margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var yfirvegaður eftir tap liðsins fyrir Haukum í kvöld. „Þeir hittu úr einhverju töfraskoti í lokin á meðan við klikkuðum hinum megin. Svona er þetta bara stundum,“ sagði Pétur sem kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðuna í kvöld. „Menn lögðu sig fram og gerðu það sem þeir gátu. Þetta var svolítil brekka.“ Danero Thomas var vísað út úr húsi í fyrri hálfleik og Pétur segir að Blikar hafi saknað hans verulega. „Klárlega. Við erum ekki með mikla breidd og máttum alls ekki við því að missa hann út. Hann er leiðtoginn í liðinu. En hann þarf að vera klárari að fá ekki tvær ódýrar tæknivillur,“ sagði Pétur. Blikar hafa tapað tveimur leikjum í röð en eru samt í 3. sæti Subway-deildarinnar, eitthvað sem Pétur er sáttur með. „Við erum með sjö sigra og fjögur töp og ég hefði tekið það fyrir tímabilið. Þetta lið er rekið með litlum kostnaði. Fyrir tímabilið bættum við við okkur tveimur 1. deildar leikmönnum og útlendingi sem var látinn fara úr liði sem féll úr efstu deild. Þannig mér finnst við hafa spilað miklu betur en ég þorði að vona fyrir tímabilið,“ sagði Pétur að endingu. Maté: Gengur ekkert að dútla með þessu Breiðabliksliði Maté Dalmay spilaði allan tilfinningaskalann í kvöld. Hérna er hann samt óvenju rólegur.vísir/hulda margrét Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur eftir að hans menn unnu lokaleik ársins í Subway-deild karla. „Þetta var rosalegt, rosalegur leikur. Þetta var leikur áhlaupa. Ef einhver ætlar að útskýra orðatiltækið að körfubolti sé leikur áhlaupa er fínt að sýna þennan leik. Það voru endalausar fimmtán stiga sveiflur,“ sagði Maté eftir leik. Haukar byrjuðu leikinn illa og Maté tók meðal annars leikhlé eftir aðeins 32 sekúndur í 2. leikhluta og messaði yfir sínum mönnum. „Upp á síðkastið höfum við mætt í leiki og verið að dútla með hinu liðinu. Það gengur ekkert að dútla með þessu Breiðabliksliði því þá skora þeir fjörutíu stig í andlitið á þér. Þess vegna tók ég þetta leikhlé, til að öskra mennina mína í gang sem vita kannski ekki alveg hvernig þetta Breiðabliks-apparat virkar. Þeir rifu sig í gang og þá aðallega tveir erlendir leikmenn,“ sagði Maté. Honum fannst sínir menn komast oftar í vörn og ná að stilla henni upp í seinni hálfleik. „Við kláruðum sóknirnir okkar betur þannig þeir gátu ekki keyrt endalaust á okkur. Mistökin í sókninni í fyrri hálfleik voru það mörg að þeir hlaupu endalaust á okkur,“ sagði Maté. Haukar eru í 5. sæti deildarinnar með ellefu sigra og fjögur töp líkt og Breiðablik og Njarðvík. Maté segir að nýliðarnir geti verið mátulega ánægðir með stöðuna en hann segir þá geta gert enn betur. „Við getum verið sáttir eftir þennan leik en við erum ekkert það sáttir heilt yfir. Við höfum ekkert verið frábærir og en það er gott að vera með sjö sigra og fjögur töp og hvorki ég né leikmenn eru sáttir,“ sagði Maté að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum