Lífið

Ingó hyggur á stór­tón­leika í Há­skóla­bíó í mars

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Ingó Veðurguð mun halda stórtónleika í Háskólabíó þann 10. mars. 
Ingó Veðurguð mun halda stórtónleika í Háskólabíó þann 10. mars. 

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá.

Ingó hefur látið lítið fyrir sér fara í tæp tvö ár eftir margvíslegar ásakanir um kynferðisofbeldi og áreitni voru settar fram á hendur honum. Í viðtali við Vísi fyrr á þessu ári sagðist Ingó ekki hafa neinu að tapa. Hann vísaði ásökunum á bug og sagði þær hafa haft gríðarleg miklar og neikvæðar afleiðingar á líf sitt. 

Í viðtalinu kom fram að hann hafi í kjölfarið hætt störfum hjá fyrirtæki sínu, afbókanir hefðu verið gríðarmiklar og engar bókanir fram í tímann hafi borist. Hann hefði þó ekki í hyggju að gefast upp og væri tilbúinn að koma fram á ný. Væntanlegir tónleikar staðfesta að hann sé klár í slaginn.

Nafnið Loksins Gigg vísar að öllum líkindum í nafnið á þættinum Í kvöld er gigg sem voru í um­sjá Ingós og sýndir voru á Stöð 2. Þættirnir voru teknir af dagskrá þegar ásakanirnar á hendur honum komu fram.

Ekki náðist í Ingó við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu.


Tengdar fréttir

Sekur á sam­fé­lags­miðlum

Undanfarna mánuði hef ég verið borinn þungum sökum sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum og setið undir ósannindum af ýmsu tagi. Ég hef til að mynda verið kallaður ofbeldismaður, nauðgari og barnaníðingur þó það gæti ekki verið fjær sannleikanum.

Af­­bókaður víðast hvar og tekju­tapið er veru­­legt

Búið er að af­bóka Ingólf Þórarins­son, eða Ingó veður­guð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafn­lausar sögur kvenna sem lýsa kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að af­lýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekju­tapi síðustu vikurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×