Áramótin gætu „horfið í dimmt él“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2022 12:09 Frá ófærðinni sem skapaðist í óveðrinu fyrr í mánuðinum. Vísir/vilhelm Áramótin á höfuðborgarsvæðinu gætu horfið í dimmt él, að sögn veðurfræðings, en gular hríðarviðvaranir taka gildi á suður- og vesturhluta landsins á morgun - og Vegagerðin varar við vegalokunum. Þá ríkir enn óvissa um hvort gamlársbrennur, þær fyrstu frá upphafi faraldurs, verði tendraðar á höfuðborgarsvæðinu. Varað var við því í gær að færð gæti spillst verulega á suðvesturhorninu og víðar að morgni gamlársdags. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þó að spáin líti heldur skár út fyrir höfuðborgarsvæðið en hún gerði í gær. Það versta ætti að vera yfirstaðið um klukkan átta í fyrramálið - í bili. „Það er svona umferðin eftir Reykjanesbrautinni og í tengslum við flugið sem gæti orðið vandamál með og eins yfir Hellisheiði og Þrengsli, þar sem hvessir og snjóar. Það kemur til með að snjóa mikið á Suðurstrandarvegi, Grindavík og austur við Eyrarbakka og áfram austar, eins og verið hefur.“ Raunar sé ágætisveður í kortunum yfir daginn á morgun. „Horfurnar eru núna verri fyrir síðari hluta gamlárskvölds og nýársnótt, í kjölsogi lægðarinnar kemur vestan- og norðvestanstrengur, með vindi allt að stormi og þá verður nú heldur betur skafrenningur. Og þá fylgja líka með él.“ Þannig að - áramótin sjálf eru undir. „Þau gætu horfið í dimmt él,“ segir Einar. Óvissa með brennurnar Þá eru fyrirhugaðar áramótabrennur annað kvöld, í fyrsta sinn frá því að kórónuveirufaraldurinn brast á. En brennur verða ekki tendraðar ef vindhraði fer yfir 10 m/s. Ákvörðun verður tekin á fundi lögreglu, slökkviliðs, veðurfræðinga og fleiri í fyrramálið, að morgni gamlársdags. Einar bendir á í þessu samhengi að versta veðrið skelli ekki á fyrr en seint annað kvöldið. Og áfram af veðri en 25,1 stigs frost mældist í Víðidal klukkan ellefu í morgun. Ekki hefur mælst meira frost í Reykjavík síðan 1971, þegar 25,7 stiga frost mældist ofan við Elliðavatn. Kuldapollar eru algengir í Víðidal, sem oft sker sig úr í hitamælingum á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega ellefu stiga frost mældist annars í Reykjavík klukkan ellefu í morgun. Veður Samgöngur Áramót Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Varað var við því í gær að færð gæti spillst verulega á suðvesturhorninu og víðar að morgni gamlársdags. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þó að spáin líti heldur skár út fyrir höfuðborgarsvæðið en hún gerði í gær. Það versta ætti að vera yfirstaðið um klukkan átta í fyrramálið - í bili. „Það er svona umferðin eftir Reykjanesbrautinni og í tengslum við flugið sem gæti orðið vandamál með og eins yfir Hellisheiði og Þrengsli, þar sem hvessir og snjóar. Það kemur til með að snjóa mikið á Suðurstrandarvegi, Grindavík og austur við Eyrarbakka og áfram austar, eins og verið hefur.“ Raunar sé ágætisveður í kortunum yfir daginn á morgun. „Horfurnar eru núna verri fyrir síðari hluta gamlárskvölds og nýársnótt, í kjölsogi lægðarinnar kemur vestan- og norðvestanstrengur, með vindi allt að stormi og þá verður nú heldur betur skafrenningur. Og þá fylgja líka með él.“ Þannig að - áramótin sjálf eru undir. „Þau gætu horfið í dimmt él,“ segir Einar. Óvissa með brennurnar Þá eru fyrirhugaðar áramótabrennur annað kvöld, í fyrsta sinn frá því að kórónuveirufaraldurinn brast á. En brennur verða ekki tendraðar ef vindhraði fer yfir 10 m/s. Ákvörðun verður tekin á fundi lögreglu, slökkviliðs, veðurfræðinga og fleiri í fyrramálið, að morgni gamlársdags. Einar bendir á í þessu samhengi að versta veðrið skelli ekki á fyrr en seint annað kvöldið. Og áfram af veðri en 25,1 stigs frost mældist í Víðidal klukkan ellefu í morgun. Ekki hefur mælst meira frost í Reykjavík síðan 1971, þegar 25,7 stiga frost mældist ofan við Elliðavatn. Kuldapollar eru algengir í Víðidal, sem oft sker sig úr í hitamælingum á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega ellefu stiga frost mældist annars í Reykjavík klukkan ellefu í morgun.
Veður Samgöngur Áramót Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira