Ótrúlegar senur á HM: Carlsen mætti á hlaupum, átti þrjátíu sekúndur eftir en vann samt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2022 15:21 Carlsen á sprettinum á leið í fyrstu skákina. Chess of India Norðmaðurinn Magnus Carlsen hóf heimsmeistaramótið í hraðskák með óvenjulegum hætti í dag. Hann mætti í fyrstu skák sína þegar aðeins þrjátíu sekúndur voru eftir af klukkunni hans, var með svart en landaði samt sigri. Carlsen er staddur í Almaty í Kasakstan þar sem heimsmeistaramótið í at- og hraðskák fer fram. Keppni í atskák hófst á jóladag og tryggði Carlsen sér sigur í gær. Í dag hófst svo keppni í hraðskák þar sem Carlsen er sem fyrr líklegur til sigurs. Allt benti þó til þess að uppskeran yrði rýr í fyrstu skákinni gegn stórmeistaranum Valdislav Kovaljov frá Hvíta-Rússlandi. Skipuleggjendur sýndu Carlsen nokkurn skilning og hófst keppni ekki á slaginu þrjú eins og til stóð. Eftir nokkra bið ákvað dómari að setja skák Carlsen og Kovaljov í gang þótt Carlsen væri ekki mættur. Kovaljov var með hvítt, lék peði fram og smellti á klukkuna. Í hraðskákinni byrjar hvor keppandi með þrjár mínútur á klukkunni. Tíminn byrjaði því að hlaupa frá Carlsen sem eftir tvær mínútur kom á harðahlaupum inn í keppnissalinn klæddur í íþróttaföt; joggingbuxur og hettupeysu. Þrjátíu sekúndur voru eftir á klukkunni þegar Carlsen tók í höndina á andstæðing sínum og lék sinn fyrsta leik. Carlsen með landa sínum Benjamin Haldorsen í brekkunum í morgun.@magnus_carlsen Nokkrum mínútur síðar hafði Carlsen landað sigri og gat andað léttar. Ástæðan fyrir töfinni var sú að Carlsen hafði farið í skipulagða skíðaferð en Almaty er þekkt fyrir fallegar skíðabrekkur sínar. Töf varð á heimferð sem olli því að Carlsen skilaði sér seint á keppnisstað. Sagði hann töluverðar tafir hafa orðið í umferð. „Þetta er auðvitað mitt klúður, við festumst í umferð. Það tók endalausan tíma og var frekar pirrandi en reddaðist á endanum,“ sagði Carlsen við norska ríkisútvarpið. Carlsen braut reglur skipuleggjenda með klæðaburði sínum en skipti um föt fyrir næstu skák. Hann vann fyrstu fimm skákir sínar en virtist þreytast þegar á leið. Síðustu fimm skákunum lauk öllum með jafntefli. Hann lauk keppnisdeginum með níu vinninga og verður hálfum vinningi hið minnsta á eftir efsta manni í lok fyrri keppnisdags af tveimur. Keppendur tefla níu skákir á morgun. Skák Kasakstan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Sjá meira
Carlsen er staddur í Almaty í Kasakstan þar sem heimsmeistaramótið í at- og hraðskák fer fram. Keppni í atskák hófst á jóladag og tryggði Carlsen sér sigur í gær. Í dag hófst svo keppni í hraðskák þar sem Carlsen er sem fyrr líklegur til sigurs. Allt benti þó til þess að uppskeran yrði rýr í fyrstu skákinni gegn stórmeistaranum Valdislav Kovaljov frá Hvíta-Rússlandi. Skipuleggjendur sýndu Carlsen nokkurn skilning og hófst keppni ekki á slaginu þrjú eins og til stóð. Eftir nokkra bið ákvað dómari að setja skák Carlsen og Kovaljov í gang þótt Carlsen væri ekki mættur. Kovaljov var með hvítt, lék peði fram og smellti á klukkuna. Í hraðskákinni byrjar hvor keppandi með þrjár mínútur á klukkunni. Tíminn byrjaði því að hlaupa frá Carlsen sem eftir tvær mínútur kom á harðahlaupum inn í keppnissalinn klæddur í íþróttaföt; joggingbuxur og hettupeysu. Þrjátíu sekúndur voru eftir á klukkunni þegar Carlsen tók í höndina á andstæðing sínum og lék sinn fyrsta leik. Carlsen með landa sínum Benjamin Haldorsen í brekkunum í morgun.@magnus_carlsen Nokkrum mínútur síðar hafði Carlsen landað sigri og gat andað léttar. Ástæðan fyrir töfinni var sú að Carlsen hafði farið í skipulagða skíðaferð en Almaty er þekkt fyrir fallegar skíðabrekkur sínar. Töf varð á heimferð sem olli því að Carlsen skilaði sér seint á keppnisstað. Sagði hann töluverðar tafir hafa orðið í umferð. „Þetta er auðvitað mitt klúður, við festumst í umferð. Það tók endalausan tíma og var frekar pirrandi en reddaðist á endanum,“ sagði Carlsen við norska ríkisútvarpið. Carlsen braut reglur skipuleggjenda með klæðaburði sínum en skipti um föt fyrir næstu skák. Hann vann fyrstu fimm skákir sínar en virtist þreytast þegar á leið. Síðustu fimm skákunum lauk öllum með jafntefli. Hann lauk keppnisdeginum með níu vinninga og verður hálfum vinningi hið minnsta á eftir efsta manni í lok fyrri keppnisdags af tveimur. Keppendur tefla níu skákir á morgun.
Skák Kasakstan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Sjá meira