Prísar sig sæla að hafa ekki fundið ástina í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2022 12:21 Vigdís Finnbogadóttir vildi lítið ræða ástina í viðtalinu við Heimi Má Pétursson. Vísir/Ívar Fannar Vigdís Finnbogadóttir forseti segir að þrátt fyrir ánægjulega dvöl í Frakklandi á háskólaárunum hafi hún aldrei orðið skotin í frönskum karlmanni. Vigdís fór um víðan völl í ítarlegu viðtali við Heimi Má Pétursson á annan dag jóla. Þar voru rifjuð upp árin hennar í Frakklandi. Hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum þar í landi. Fyrst við háskólann í Grenoble og síðar Sorbonne. Hún segir það hafa reynst vel að byrja í minni háskóla á meðan hún var að öðlast hugrekki til að tala tungumálið sem hún var að læra. París er oft nefnd borg ástarinnar. Vigdís segir ástina ekki hafa komið við sögu í París. „Almáttugur nei,“ segir Vigdís og skellir upp úr. „Ég var svo heppin að ég varð aldrei skotin í Fransmanni.“ Hún útskýrir nánar af hverju Frakkarnir hafi ekki heillað hana. „Þeir voru svo macho Frakkar, eða voru þá. Miklu meira þá en núna kannski. Þeir voru svo óskaplega mikið franskir, miklir karlar. Karlar voru svo miklir karlar í Frakklandi. Það voru miklu færri konur í háskólunum til dæmis. Núna eru þetta allt aðrir tímar.“ Vigdís varð fyrst kvenna lýðræðislega kjörin forseti í heiminum. Hún hefur alla tíð haldið einkalífi sínu nokkuð út af fyrir sig. Hún giftist Ragnari Arinbjarnar árið 1954 en þau skildu sjö árum síðar. Árið 1972 ættleiddi hún svo dóttur sína Ástríði og var að því er næst verður komist fyrst einhleypra kvenna til að ættleiða barn hér á landi. Annars hefur lítið frést af ástum og örlögum forsetans sem varð 92 ára fyrr á árinu. „Hvað er þetta, heldurðu að ég fari að segja þér það,“ svaraði Vigdís aðspurð um ástina. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri tilfinningu en ég ber hana ekki á torg.“ Ástin og lífið Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26. desember 2022 22:44 Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. 26. desember 2022 10:04 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
Vigdís fór um víðan völl í ítarlegu viðtali við Heimi Má Pétursson á annan dag jóla. Þar voru rifjuð upp árin hennar í Frakklandi. Hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum þar í landi. Fyrst við háskólann í Grenoble og síðar Sorbonne. Hún segir það hafa reynst vel að byrja í minni háskóla á meðan hún var að öðlast hugrekki til að tala tungumálið sem hún var að læra. París er oft nefnd borg ástarinnar. Vigdís segir ástina ekki hafa komið við sögu í París. „Almáttugur nei,“ segir Vigdís og skellir upp úr. „Ég var svo heppin að ég varð aldrei skotin í Fransmanni.“ Hún útskýrir nánar af hverju Frakkarnir hafi ekki heillað hana. „Þeir voru svo macho Frakkar, eða voru þá. Miklu meira þá en núna kannski. Þeir voru svo óskaplega mikið franskir, miklir karlar. Karlar voru svo miklir karlar í Frakklandi. Það voru miklu færri konur í háskólunum til dæmis. Núna eru þetta allt aðrir tímar.“ Vigdís varð fyrst kvenna lýðræðislega kjörin forseti í heiminum. Hún hefur alla tíð haldið einkalífi sínu nokkuð út af fyrir sig. Hún giftist Ragnari Arinbjarnar árið 1954 en þau skildu sjö árum síðar. Árið 1972 ættleiddi hún svo dóttur sína Ástríði og var að því er næst verður komist fyrst einhleypra kvenna til að ættleiða barn hér á landi. Annars hefur lítið frést af ástum og örlögum forsetans sem varð 92 ára fyrr á árinu. „Hvað er þetta, heldurðu að ég fari að segja þér það,“ svaraði Vigdís aðspurð um ástina. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri tilfinningu en ég ber hana ekki á torg.“
Ástin og lífið Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26. desember 2022 22:44 Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. 26. desember 2022 10:04 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26. desember 2022 22:44
Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. 26. desember 2022 10:04