„Þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 28. desember 2022 21:31 Kristjana Eir var ekki sátt að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét Það voru skýr skilaboð sem Kristjana Jónsdóttir hafði fyrir sínar konur eftir tap í kvöld gegn Keflavík 107-78. Þær þurfa einfaldlega að drullast til að fara að spila vörn. Sóknarleikur Fjölnis var nefnilega alls ekki galinn á köflum þrátt fyrir stífa pressu Keflvíkinga allan leikinn. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Keflavíkingar séu ekki sáttar við að fá á sig 78 stig, en að sama skapi er ég ekki sátt við að fá á mig 107 stig. Mér fannst við gera ágætlega sóknarlega þegar við gerðum það sem við lögðum upp með til að brjóta pressuna. Þá vorum við að fá „lay up“ en við bara erum ekki að ná stoppunum og það er að há okkur akkúrat núna.“ Það hlýtur að vera lýjandi að spila gegn jafn ákafri vörn og Keflvíkingar bera á borð en það sást á köflum að Fjölniskonur voru búnar að undirbúa sig vel gegn pressunni og leystu hana vel með þolinmæði. Svo var eins og þolinmæðin kláraðist og leikmenn fóru að reyna að leysa pressuna uppá eigin spýtur, sem endaði oftar en ekki með töpuðum bolta, en alls þvinguðu Keflvíkingar fram 25 tapaða bolta í kvöld, en voru þó aðeins með 15 stolna. „Ég hef svolítið mikið talað um að ef við vitum hvað virkar, þá þurfum við ekki að finna út hvað virkar ekki. Ég hefði verið rosa til í, fyrst við vissum hvað var að virka að við hefðum bara haldið því áfram þó það þýddi að sami leikmaðurinn væri að skora öll stigin okkar. Luka Dončić skoraði 60 stig í nótt, það má alveg einhver leikmaður taka yfir.“ Kristjana er þarna sennilega að vísa í að Urté Slavickaite hefði mátt fá boltann oftar í hendurnar en hún var stigahæst Fjölniskvenna með 24 stig, úr aðeins 12 skotum utan af velli með 58% nýtingu. En þrátt fyrir drjúgt framlag frá Urté, þá munaði klárlega um fjarveru Taylor Jones í kvöld þegar á reyndi. „Taylor er náttúrulega rosalega góð bæði í að splitta tvídekkunum og hindrunum og öllu þessu og það hefði munað um það að hafa hana til að sprengja upp aðeins inn á milli þegar við vorum ekki að láta boltann ganga. Þannig að já, það vantaði klárlega sprengjuna okkar í sókninni.“ Kristjana sagði að hún væri orðin ansi leið á að mæta í viðtöl til að tala um tapleiki, en hvað þurfa Fjölniskonur að gera til að breyta því svo að þessi viðtöl verði loks á léttari nótunum? „Við þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn. Við þurfum að hætta að fá á okkur 20 og eitthvað stig í hverjum leikhluta og þá held ég að við förum að ná í góð úrslit, því við erum alveg að skora slatta í hverjum leik.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Öruggt hjá toppliðinu Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. 28. desember 2022 20:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
„Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Keflavíkingar séu ekki sáttar við að fá á sig 78 stig, en að sama skapi er ég ekki sátt við að fá á mig 107 stig. Mér fannst við gera ágætlega sóknarlega þegar við gerðum það sem við lögðum upp með til að brjóta pressuna. Þá vorum við að fá „lay up“ en við bara erum ekki að ná stoppunum og það er að há okkur akkúrat núna.“ Það hlýtur að vera lýjandi að spila gegn jafn ákafri vörn og Keflvíkingar bera á borð en það sást á köflum að Fjölniskonur voru búnar að undirbúa sig vel gegn pressunni og leystu hana vel með þolinmæði. Svo var eins og þolinmæðin kláraðist og leikmenn fóru að reyna að leysa pressuna uppá eigin spýtur, sem endaði oftar en ekki með töpuðum bolta, en alls þvinguðu Keflvíkingar fram 25 tapaða bolta í kvöld, en voru þó aðeins með 15 stolna. „Ég hef svolítið mikið talað um að ef við vitum hvað virkar, þá þurfum við ekki að finna út hvað virkar ekki. Ég hefði verið rosa til í, fyrst við vissum hvað var að virka að við hefðum bara haldið því áfram þó það þýddi að sami leikmaðurinn væri að skora öll stigin okkar. Luka Dončić skoraði 60 stig í nótt, það má alveg einhver leikmaður taka yfir.“ Kristjana er þarna sennilega að vísa í að Urté Slavickaite hefði mátt fá boltann oftar í hendurnar en hún var stigahæst Fjölniskvenna með 24 stig, úr aðeins 12 skotum utan af velli með 58% nýtingu. En þrátt fyrir drjúgt framlag frá Urté, þá munaði klárlega um fjarveru Taylor Jones í kvöld þegar á reyndi. „Taylor er náttúrulega rosalega góð bæði í að splitta tvídekkunum og hindrunum og öllu þessu og það hefði munað um það að hafa hana til að sprengja upp aðeins inn á milli þegar við vorum ekki að láta boltann ganga. Þannig að já, það vantaði klárlega sprengjuna okkar í sókninni.“ Kristjana sagði að hún væri orðin ansi leið á að mæta í viðtöl til að tala um tapleiki, en hvað þurfa Fjölniskonur að gera til að breyta því svo að þessi viðtöl verði loks á léttari nótunum? „Við þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn. Við þurfum að hætta að fá á okkur 20 og eitthvað stig í hverjum leikhluta og þá held ég að við förum að ná í góð úrslit, því við erum alveg að skora slatta í hverjum leik.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Öruggt hjá toppliðinu Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. 28. desember 2022 20:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Öruggt hjá toppliðinu Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. 28. desember 2022 20:00