„Hefði ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2022 14:46 Páll Sævar Guðjónsson segir erfiðleika í einkalífinu setja strik í reikninginn hjá ríkjandi heimsmeistara. Samsett/Vísir/Getty Peter Wright, heimsmeistari í pílukasti, féll óvænt úr keppni á heimsmeistaramótinu í 32-manna úrslitum í Lundúnum í gær. Páll Sævar Guðjónsson segir veikindi eiginkonu hans hafa haft sitt að segja. „Þetta var hræðilegt að sjá til hans í gær. Það er náttúrulega búið að vera erfitt hjá honum í einkalífinu þar sem konan hans er búin að vera mjög lasin og þau hafa verið mikið á sjúkrahúsi,“ segir Páll Sævar í samtali við íþróttadeild. Páll er á meðal helstu pílukastssérfræðinga landsins og hefur lýst heimsmeistaramótinu síðustu ár. „Hann hefur náttúrulega verið að standa á bakvið hana, eðlilega, en þá fer auðvitað mikill tími í það og enginn tími til æfinga. Ég einhvern veginn hafði þetta á tilfinningunni fyrir viðureignina í gær,“ segir Páll Sævar enn fremur. Skellur fyrir mótið í heild Wright vann fyrsta sett gærkvöldsins en gekk að öðru leyti afar illa og tapaði nokkuð örugglega fyrir Belganum Kim Huybrechts. En á áralöng reynsla Wright ekki að nýtast við aðstæður sem þessar? „Reynslan á náttúrulega að skila sér þarna og hann er í raun og veru mjög heppinn að vinna fyrsta settið. En hann tapar svo viðureigninni 4-1 og það gekk í rauninni ekkert upp hjá honum. Hann hefði ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni,“ segir Páll Sævar, sem segir óeðlilegt að heimsmeistari falli svo snemma úr keppni. „Ríkjandi heimsmeistari á að komast í átta eða fjögurra manna úrslit og þetta er skellur fyrir mótið í heild sinni. En þá verður aðgangurinn greiðari fyrir Michael van Gerwen og Gerwyn Price,“ segir Páll Sævar. Pílukast Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Sjá meira
„Þetta var hræðilegt að sjá til hans í gær. Það er náttúrulega búið að vera erfitt hjá honum í einkalífinu þar sem konan hans er búin að vera mjög lasin og þau hafa verið mikið á sjúkrahúsi,“ segir Páll Sævar í samtali við íþróttadeild. Páll er á meðal helstu pílukastssérfræðinga landsins og hefur lýst heimsmeistaramótinu síðustu ár. „Hann hefur náttúrulega verið að standa á bakvið hana, eðlilega, en þá fer auðvitað mikill tími í það og enginn tími til æfinga. Ég einhvern veginn hafði þetta á tilfinningunni fyrir viðureignina í gær,“ segir Páll Sævar enn fremur. Skellur fyrir mótið í heild Wright vann fyrsta sett gærkvöldsins en gekk að öðru leyti afar illa og tapaði nokkuð örugglega fyrir Belganum Kim Huybrechts. En á áralöng reynsla Wright ekki að nýtast við aðstæður sem þessar? „Reynslan á náttúrulega að skila sér þarna og hann er í raun og veru mjög heppinn að vinna fyrsta settið. En hann tapar svo viðureigninni 4-1 og það gekk í rauninni ekkert upp hjá honum. Hann hefði ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni,“ segir Páll Sævar, sem segir óeðlilegt að heimsmeistari falli svo snemma úr keppni. „Ríkjandi heimsmeistari á að komast í átta eða fjögurra manna úrslit og þetta er skellur fyrir mótið í heild sinni. En þá verður aðgangurinn greiðari fyrir Michael van Gerwen og Gerwyn Price,“ segir Páll Sævar.
Pílukast Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Sjá meira