„Hefði ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2022 14:46 Páll Sævar Guðjónsson segir erfiðleika í einkalífinu setja strik í reikninginn hjá ríkjandi heimsmeistara. Samsett/Vísir/Getty Peter Wright, heimsmeistari í pílukasti, féll óvænt úr keppni á heimsmeistaramótinu í 32-manna úrslitum í Lundúnum í gær. Páll Sævar Guðjónsson segir veikindi eiginkonu hans hafa haft sitt að segja. „Þetta var hræðilegt að sjá til hans í gær. Það er náttúrulega búið að vera erfitt hjá honum í einkalífinu þar sem konan hans er búin að vera mjög lasin og þau hafa verið mikið á sjúkrahúsi,“ segir Páll Sævar í samtali við íþróttadeild. Páll er á meðal helstu pílukastssérfræðinga landsins og hefur lýst heimsmeistaramótinu síðustu ár. „Hann hefur náttúrulega verið að standa á bakvið hana, eðlilega, en þá fer auðvitað mikill tími í það og enginn tími til æfinga. Ég einhvern veginn hafði þetta á tilfinningunni fyrir viðureignina í gær,“ segir Páll Sævar enn fremur. Skellur fyrir mótið í heild Wright vann fyrsta sett gærkvöldsins en gekk að öðru leyti afar illa og tapaði nokkuð örugglega fyrir Belganum Kim Huybrechts. En á áralöng reynsla Wright ekki að nýtast við aðstæður sem þessar? „Reynslan á náttúrulega að skila sér þarna og hann er í raun og veru mjög heppinn að vinna fyrsta settið. En hann tapar svo viðureigninni 4-1 og það gekk í rauninni ekkert upp hjá honum. Hann hefði ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni,“ segir Páll Sævar, sem segir óeðlilegt að heimsmeistari falli svo snemma úr keppni. „Ríkjandi heimsmeistari á að komast í átta eða fjögurra manna úrslit og þetta er skellur fyrir mótið í heild sinni. En þá verður aðgangurinn greiðari fyrir Michael van Gerwen og Gerwyn Price,“ segir Páll Sævar. Pílukast Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur Sjá meira
„Þetta var hræðilegt að sjá til hans í gær. Það er náttúrulega búið að vera erfitt hjá honum í einkalífinu þar sem konan hans er búin að vera mjög lasin og þau hafa verið mikið á sjúkrahúsi,“ segir Páll Sævar í samtali við íþróttadeild. Páll er á meðal helstu pílukastssérfræðinga landsins og hefur lýst heimsmeistaramótinu síðustu ár. „Hann hefur náttúrulega verið að standa á bakvið hana, eðlilega, en þá fer auðvitað mikill tími í það og enginn tími til æfinga. Ég einhvern veginn hafði þetta á tilfinningunni fyrir viðureignina í gær,“ segir Páll Sævar enn fremur. Skellur fyrir mótið í heild Wright vann fyrsta sett gærkvöldsins en gekk að öðru leyti afar illa og tapaði nokkuð örugglega fyrir Belganum Kim Huybrechts. En á áralöng reynsla Wright ekki að nýtast við aðstæður sem þessar? „Reynslan á náttúrulega að skila sér þarna og hann er í raun og veru mjög heppinn að vinna fyrsta settið. En hann tapar svo viðureigninni 4-1 og það gekk í rauninni ekkert upp hjá honum. Hann hefði ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni,“ segir Páll Sævar, sem segir óeðlilegt að heimsmeistari falli svo snemma úr keppni. „Ríkjandi heimsmeistari á að komast í átta eða fjögurra manna úrslit og þetta er skellur fyrir mótið í heild sinni. En þá verður aðgangurinn greiðari fyrir Michael van Gerwen og Gerwyn Price,“ segir Páll Sævar.
Pílukast Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur Sjá meira