Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. desember 2022 12:01 Snjóruðningstæki byrjuðu að moka í nótt en búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára götur í borginni. Vísir/Villi Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að byrjað hafi verið að að ryðja stofnbrautir og strætóleiðir í nótt en miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir klukkan sjö að morgni og að hreinsun annarra megin umferðargatna sé lokið fyrir kl. átta. Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins.Vísir „Það voru allar vélar kallaðar út í nótt og við munum bara taka þetta eftir okkar forgangi og ferlum. Byrja á stofnanatengiliðum og vinna okkur svo í húsagöturnar,“ segir Hjalti. Hann segir að það taki nokkra daga að klára allar götur. „Við erum bara með þennan venjulega mannskap í verkefnið og tæki. Þá tekur þetta okkur svona fjóra fimm sex daga fer eftir hvað verður mikill snjór,“ segir hann. Hjalti segir að svipað ástand hafi komið upp á síðasta ári. „Í fyrravor var ástandið svipað það er nú ekki lengra síðan. Þannig að við höfum séð þetta áður og vinnum þetta bara eftir okkar ferlum og vonandi tekst okkur bara að gera þetta eins fljótt og mögulegt er ,“ segir hann. „Mig langar að óska eftir því að fólk sýni okkur örlitla þolinmæði í þessu verkefni.“ Íbúar beðnir um að moka frá sorptunnum Sorphirða Reykjavíkurborgar minnir á heimasíðu borgarinnar íbúa á að moka frá sorptunnum sínum og tryggja að gönguleiðir séu greiðar að þeim til að starfsfólk komist að til að tæma. Einnig sé mikilvægt að sjá til þess að bílar og annað hindri ekki aðgengi að sorpgerðum. Fram kemur að starfsfólk sorphirðunnar neyðist til þess að skilja tunnurnar eftir ef það kemst ekki að þeim til að losa. Sorphirðan er að störfum í dag í Vesturbæ og Miðbæ. Einnig er verið að losa endurvinnsluílát í Grafarvogi. Unnið verður lengur þessa vikuna og á Gamlársdag til þess að bregðast við erfiðri færð en búast má við einhverjum töfum. Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að byrjað hafi verið að að ryðja stofnbrautir og strætóleiðir í nótt en miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir klukkan sjö að morgni og að hreinsun annarra megin umferðargatna sé lokið fyrir kl. átta. Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins.Vísir „Það voru allar vélar kallaðar út í nótt og við munum bara taka þetta eftir okkar forgangi og ferlum. Byrja á stofnanatengiliðum og vinna okkur svo í húsagöturnar,“ segir Hjalti. Hann segir að það taki nokkra daga að klára allar götur. „Við erum bara með þennan venjulega mannskap í verkefnið og tæki. Þá tekur þetta okkur svona fjóra fimm sex daga fer eftir hvað verður mikill snjór,“ segir hann. Hjalti segir að svipað ástand hafi komið upp á síðasta ári. „Í fyrravor var ástandið svipað það er nú ekki lengra síðan. Þannig að við höfum séð þetta áður og vinnum þetta bara eftir okkar ferlum og vonandi tekst okkur bara að gera þetta eins fljótt og mögulegt er ,“ segir hann. „Mig langar að óska eftir því að fólk sýni okkur örlitla þolinmæði í þessu verkefni.“ Íbúar beðnir um að moka frá sorptunnum Sorphirða Reykjavíkurborgar minnir á heimasíðu borgarinnar íbúa á að moka frá sorptunnum sínum og tryggja að gönguleiðir séu greiðar að þeim til að starfsfólk komist að til að tæma. Einnig sé mikilvægt að sjá til þess að bílar og annað hindri ekki aðgengi að sorpgerðum. Fram kemur að starfsfólk sorphirðunnar neyðist til þess að skilja tunnurnar eftir ef það kemst ekki að þeim til að losa. Sorphirðan er að störfum í dag í Vesturbæ og Miðbæ. Einnig er verið að losa endurvinnsluílát í Grafarvogi. Unnið verður lengur þessa vikuna og á Gamlársdag til þess að bregðast við erfiðri færð en búast má við einhverjum töfum.
Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira