Flestir sem þurftu hjálp virtu vegalokanir að vettugi Ólafur Björn Sverrisson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. desember 2022 19:20 Frá aðgerðum í Mýrdal í gærkvöldi. Landsbjörg Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við allan sama mánuð í fyrra. Í dag voru þær kallaðar út í Skagafirði eftir snjóflóð en fimmtán hross urðu undir. Fundað hefur verið með Almannavörnum vegna ástandsins. „Yfir helgina og í gær var þetta fyrst og fremst í Mýrdalnum, sitt hvoru megin við Vík. Þar var talsvert mikið af fólki í vandræðum,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í kvöldfréttum Stöðvar 2, spurður út í hvar flest verkefnin væru. Að öllum líkindum höfðu flestir þeirra sem þurfti að sinna virt vegalokanir að vettugi, segir Jón Þór. „Vegurinn var lokaður en engu að síður var fullt af fólki þar sem þurfti að koma til aðstoðar. Jón Þór bendir einnig á að björgunarsveitarfólk hafi ekki vald til þess að meina fólki aðgangi að lokuðum vegum. „Lögreglan á Suðurlandi er eitthvað að skoða hvernig hægt væri að styrkja lokunarpóstana, því að framundan er ekkert sérstök spá og við þurfum að gera þetta almennilega svo að gestirnir okkar fari sér ekki að voða í aðstæðum sem þeir þekkja ekki.“ Landsbjörg fundaði í dag með almannavörnum til að fara yfir stöðuna. „Það er talsverð snjókoma í kortunum, það gæti orðið skafrenningur á Grindavíkurvegi, Reykjanesbraut og Suðurlandi þannig við vorum bara að fara yfir það sem gæti verið í kortunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg hafa björgunarsveitir um land allt sinnt 128 aðgerðum, samanborið við 40 í fyrra. Mest hefur mætt á sveitum á Suðurlandi, en nánast allar björgunarsveitir á landinu hafa komið að þessum verkefnum. Nærri 800 félagar björgunarsveita hafa verið við störf, langmest síðustu 10 daga, eða frá kvöldi 17. Desember. Svona var umhorfs skammt frá Vík í Mýrdal í gær og í nótt.Landsbjörg Leitað að fólki á lokuðum vegi.Landsbjörg Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Yfir helgina og í gær var þetta fyrst og fremst í Mýrdalnum, sitt hvoru megin við Vík. Þar var talsvert mikið af fólki í vandræðum,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í kvöldfréttum Stöðvar 2, spurður út í hvar flest verkefnin væru. Að öllum líkindum höfðu flestir þeirra sem þurfti að sinna virt vegalokanir að vettugi, segir Jón Þór. „Vegurinn var lokaður en engu að síður var fullt af fólki þar sem þurfti að koma til aðstoðar. Jón Þór bendir einnig á að björgunarsveitarfólk hafi ekki vald til þess að meina fólki aðgangi að lokuðum vegum. „Lögreglan á Suðurlandi er eitthvað að skoða hvernig hægt væri að styrkja lokunarpóstana, því að framundan er ekkert sérstök spá og við þurfum að gera þetta almennilega svo að gestirnir okkar fari sér ekki að voða í aðstæðum sem þeir þekkja ekki.“ Landsbjörg fundaði í dag með almannavörnum til að fara yfir stöðuna. „Það er talsverð snjókoma í kortunum, það gæti orðið skafrenningur á Grindavíkurvegi, Reykjanesbraut og Suðurlandi þannig við vorum bara að fara yfir það sem gæti verið í kortunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg hafa björgunarsveitir um land allt sinnt 128 aðgerðum, samanborið við 40 í fyrra. Mest hefur mætt á sveitum á Suðurlandi, en nánast allar björgunarsveitir á landinu hafa komið að þessum verkefnum. Nærri 800 félagar björgunarsveita hafa verið við störf, langmest síðustu 10 daga, eða frá kvöldi 17. Desember. Svona var umhorfs skammt frá Vík í Mýrdal í gær og í nótt.Landsbjörg Leitað að fólki á lokuðum vegi.Landsbjörg
Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira