Segir skotmark Arsenal aðeins vera á eftir Mbappé og Vinicíus í sinni stöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2022 13:45 Mykhaylo Mudryk [til vinstri] er eftirsóttur. Cathrin Mueller/Getty Images Darijo Srna, yfirmaður knattspyrnumála hjá Shakhtar Donetsk, telur Mykhailo Mudryk einn besta leikmann heims í sinni stöðu. Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, er á höttunum á eftir framherjanum Mykhailo Mudryk sem spilar með Shakhtar Donetsk í heimalandinu. Hinn 21 árs gamli Mudryk er í miklum metum hjá Roberto De Zerbi, núverandi þjálfara Brighton & Hove Albion og fyrrverandi þjálfara Shakhtar. Þá virðist Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vera gríðarlegur aðdáandi en það virðist sem Arsenal hafi náð samkomulagi við leikmanninn um að ganga í raðir þess. Arsenal á hins vegar eftir að ná samkomulagi við Shakhtar en úkraínska félagið metur leikmanninn opinberlega á rúmlega 100 milljónir evra. samsvarar það 15 milljörðum íslenskra króna. Það virðist þó sem félagið sé tilbúið að samþykkja tilboð upp á rúmlega 60 milljónir evra eða rúmlega 9 milljarða íslenskra króna. Shakhtar director of football Darijo Srna tells me any club wanting Mykhaylo Mudryk must spend "a lot, a lot, a lot of money." Shakhtar are saying publicly they want 100m. But, as previously reported, sources say privately they will entertain offers of 60m+. pic.twitter.com/cRAVU8NEgY— Ben Jacobs (@JacobsBen) December 12, 2022 Þó Mudryk sé í miklum metum hjá De Zerbi og Arteta er ljóst að Shakhtar hefur hvað mestar mætur á leikmanninum. Áðurnefndur Srna, sem var á sínum tíma leikmaður Shakhtar og landsliðsbakvörður Króatíu, telur Mudryk einfaldlega einn besti leikmaður heims í sinni stöðu. Segir Srna að einu leikmennirnir sem séu betri í þessari vinstri framherjastöðu í heiminum séu Kylian Mbappé, stórstjarna franska landsliðsins og París Saint-Germain, og hinn brasilíski Vinicíus Junior, leikmaður Real Madríd. Money available to Arteta Mudryk top choice to fill Jesus void... ...but club will not pay 100m fee Cedric could leave@gunnerblog reveals Arsenal's plans for the January transfer window.https://t.co/mXjkYUgCrR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 26, 2022 Mudryk hefur spilað vel það sem af er leiktíð. Í 12 deildarleikjum hefur hann skorað 7 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 3 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Hvort hann sé 100 milljón evra virði verður svo að koma í ljós, fari svo að Arsenal kaupi hann. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Sjá meira
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, er á höttunum á eftir framherjanum Mykhailo Mudryk sem spilar með Shakhtar Donetsk í heimalandinu. Hinn 21 árs gamli Mudryk er í miklum metum hjá Roberto De Zerbi, núverandi þjálfara Brighton & Hove Albion og fyrrverandi þjálfara Shakhtar. Þá virðist Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vera gríðarlegur aðdáandi en það virðist sem Arsenal hafi náð samkomulagi við leikmanninn um að ganga í raðir þess. Arsenal á hins vegar eftir að ná samkomulagi við Shakhtar en úkraínska félagið metur leikmanninn opinberlega á rúmlega 100 milljónir evra. samsvarar það 15 milljörðum íslenskra króna. Það virðist þó sem félagið sé tilbúið að samþykkja tilboð upp á rúmlega 60 milljónir evra eða rúmlega 9 milljarða íslenskra króna. Shakhtar director of football Darijo Srna tells me any club wanting Mykhaylo Mudryk must spend "a lot, a lot, a lot of money." Shakhtar are saying publicly they want 100m. But, as previously reported, sources say privately they will entertain offers of 60m+. pic.twitter.com/cRAVU8NEgY— Ben Jacobs (@JacobsBen) December 12, 2022 Þó Mudryk sé í miklum metum hjá De Zerbi og Arteta er ljóst að Shakhtar hefur hvað mestar mætur á leikmanninum. Áðurnefndur Srna, sem var á sínum tíma leikmaður Shakhtar og landsliðsbakvörður Króatíu, telur Mudryk einfaldlega einn besti leikmaður heims í sinni stöðu. Segir Srna að einu leikmennirnir sem séu betri í þessari vinstri framherjastöðu í heiminum séu Kylian Mbappé, stórstjarna franska landsliðsins og París Saint-Germain, og hinn brasilíski Vinicíus Junior, leikmaður Real Madríd. Money available to Arteta Mudryk top choice to fill Jesus void... ...but club will not pay 100m fee Cedric could leave@gunnerblog reveals Arsenal's plans for the January transfer window.https://t.co/mXjkYUgCrR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 26, 2022 Mudryk hefur spilað vel það sem af er leiktíð. Í 12 deildarleikjum hefur hann skorað 7 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 3 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Hvort hann sé 100 milljón evra virði verður svo að koma í ljós, fari svo að Arsenal kaupi hann.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti