Varði aðfangadagskvöldi með ókunnugum strandaglópum í Keflavík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. desember 2022 18:50 Alexa ásamt öðrum strandaglópum. Þau þekktust ekkert í fyrradag en vörðu aðfangadegi saman. aðsend „Þetta var ekki alveg aðfangadagurinn sem ég átti von á,“ segir Alexa, bandarísk kona sem ætlaði einungis að millilenda hér á landi í tvo klukkutíma í gær en endaði á því að verja jólunum í Keflavík þar sem flugi hennar til Bandaríkjanna var aflýst vegna veðurs. Fimbulkuldi er nú víða í Bandaríkjunum og nær óveðrið yfir mikið landsvæði, allt frá Great Lakes nærri Kanada til Rio Grande við landamæri Mexíkó. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja því jólunum fastir á flugvöllum í landinu. Tveir klukkutímar urðu sólarhringur Þá var nokkur fjöldi Bandaríkjamanna á heimleið til að verja jólunum þar í landi, en er þess í stað fastur víðs vegar um heim vegna veðursins. Ein þeirra er Alexa sem millilenti hér á landi í gær á leið frá Dublin til Seattle. Hún átti að dvelja á Keflavíkurflugvelli í tvo klukkutíma en þeir urðu nær tuttugu og fjórum. Ekki alveg aðfangadagurinn sem hún ímyndaði sér. „Ég ætlaði að dvelja með fjölskyldunni en ég hitti margt fólk svo þetta er allt í lagi,“ sagði Alexa Malick. Hún kynntist nefnilega öðrum strandaglópum sem festust hér á landi á leið þeirra til Bandaríkjanna. Þau ákváðu að verja jólunum saman. Í jólamatinn var vefja frá eina staðnum sem þau fundu sem var opinn í Keflavík í gær. Jólamatnum var bjargað í Keflavík.aðsend „Við fundum einn veitingastað sem var opinn í bænum þar sem flugstöðin er. Ég fékk mér vefju. Við fengum okkur svo bjór á hótelinu. Síðan fór ég í háttinn um miðnætti og óskaði fjölskyldu minni gleðilegra jóla frá Íslandi. Síðan leið ég út af eftir langan ferðadag.“ Jólakraftaverk? Þegar við spjölluðum við Alexu var hún komin aftur á flugvöllinn og við það að ganga um borð í vélina á leið heim. Og fyrir tilviljun lenti hún í sæti við hliðina á tveimur af þessum nýju vinum sem borðuðu með henni jólamatinn í gær. Jól Fréttir af flugi Veður Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Fimbulkuldi er nú víða í Bandaríkjunum og nær óveðrið yfir mikið landsvæði, allt frá Great Lakes nærri Kanada til Rio Grande við landamæri Mexíkó. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja því jólunum fastir á flugvöllum í landinu. Tveir klukkutímar urðu sólarhringur Þá var nokkur fjöldi Bandaríkjamanna á heimleið til að verja jólunum þar í landi, en er þess í stað fastur víðs vegar um heim vegna veðursins. Ein þeirra er Alexa sem millilenti hér á landi í gær á leið frá Dublin til Seattle. Hún átti að dvelja á Keflavíkurflugvelli í tvo klukkutíma en þeir urðu nær tuttugu og fjórum. Ekki alveg aðfangadagurinn sem hún ímyndaði sér. „Ég ætlaði að dvelja með fjölskyldunni en ég hitti margt fólk svo þetta er allt í lagi,“ sagði Alexa Malick. Hún kynntist nefnilega öðrum strandaglópum sem festust hér á landi á leið þeirra til Bandaríkjanna. Þau ákváðu að verja jólunum saman. Í jólamatinn var vefja frá eina staðnum sem þau fundu sem var opinn í Keflavík í gær. Jólamatnum var bjargað í Keflavík.aðsend „Við fundum einn veitingastað sem var opinn í bænum þar sem flugstöðin er. Ég fékk mér vefju. Við fengum okkur svo bjór á hótelinu. Síðan fór ég í háttinn um miðnætti og óskaði fjölskyldu minni gleðilegra jóla frá Íslandi. Síðan leið ég út af eftir langan ferðadag.“ Jólakraftaverk? Þegar við spjölluðum við Alexu var hún komin aftur á flugvöllinn og við það að ganga um borð í vélina á leið heim. Og fyrir tilviljun lenti hún í sæti við hliðina á tveimur af þessum nýju vinum sem borðuðu með henni jólamatinn í gær.
Jól Fréttir af flugi Veður Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira