„Lífið breyttist á skotstundu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 20:01 Mary Earps fagnaði Evrópumeistaratitlinum að hætti hússins. Sarah Stier/Getty Images „Ef ég á að vera hreinskilin þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. Hin 29 ára gamla Earps er að eiga sitt besta tímabil til þessa með Man United en hún var hreint út sagt frábær þegar England tryggði sér sigur á Evrópumótinu í fótbolta síðasta sumar. Hún var í 48. sæti á lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í heimi. "It's been an incredible 24 hours for sure!" Mary Earps on being named in the Top 50 Best Women's Players in the World pic.twitter.com/hGg5qCpdMZ— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) December 22, 2022 „Ég man mjög vel dagana þar sem mér leið ekki vel. Ég var ekki nægilega góð og var komin á endastöð. Þetta var bara ekki að ganga, ég var með húsnæðislán og skyldum sem ég var ekki að sinna.“ Earps hafði flakkað á milli liða á Englandi og spilaði lítið þegar hún gekk í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg árið 2018. Ári síðar var hún komin til Man United en þar sem sæti í enska landsliðshópnum virtist úr augsýn íhugaði Earps að kalla þetta gott. „Á endanum ákvað að ég að gefa þessu tvö ár í viðbót. Sarina [Wiegman, þjálfari enska landsliðsins] tók við í september og lífið breyttist á skotstundu,“ segir Earps og smellir fingrum. „Mér leið eins og hún skildi hvaðan ég væri að koma og skildi mig sem manneskju. Það var ekki eitthvað sem ég hafði upplifað oft í fótbolta í gegnum árin. Ég kann að meta hversu beinskeytt hún er, hversu hreinskilin og ég get í raun ekki komið í orð hvernig hún hefur breytt ferlinum mínum.“ „Allt þetta ár hefur breytt öllu,“ sagði Evrópumeistarinn Mary Earps að endingu. Fótbolti Enski boltinn EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Putellas best annað í röð að mati The Guardian Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims. 24. desember 2022 12:00 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. Hin 29 ára gamla Earps er að eiga sitt besta tímabil til þessa með Man United en hún var hreint út sagt frábær þegar England tryggði sér sigur á Evrópumótinu í fótbolta síðasta sumar. Hún var í 48. sæti á lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í heimi. "It's been an incredible 24 hours for sure!" Mary Earps on being named in the Top 50 Best Women's Players in the World pic.twitter.com/hGg5qCpdMZ— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) December 22, 2022 „Ég man mjög vel dagana þar sem mér leið ekki vel. Ég var ekki nægilega góð og var komin á endastöð. Þetta var bara ekki að ganga, ég var með húsnæðislán og skyldum sem ég var ekki að sinna.“ Earps hafði flakkað á milli liða á Englandi og spilaði lítið þegar hún gekk í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg árið 2018. Ári síðar var hún komin til Man United en þar sem sæti í enska landsliðshópnum virtist úr augsýn íhugaði Earps að kalla þetta gott. „Á endanum ákvað að ég að gefa þessu tvö ár í viðbót. Sarina [Wiegman, þjálfari enska landsliðsins] tók við í september og lífið breyttist á skotstundu,“ segir Earps og smellir fingrum. „Mér leið eins og hún skildi hvaðan ég væri að koma og skildi mig sem manneskju. Það var ekki eitthvað sem ég hafði upplifað oft í fótbolta í gegnum árin. Ég kann að meta hversu beinskeytt hún er, hversu hreinskilin og ég get í raun ekki komið í orð hvernig hún hefur breytt ferlinum mínum.“ „Allt þetta ár hefur breytt öllu,“ sagði Evrópumeistarinn Mary Earps að endingu.
Fótbolti Enski boltinn EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Putellas best annað í röð að mati The Guardian Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims. 24. desember 2022 12:00 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Putellas best annað í röð að mati The Guardian Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims. 24. desember 2022 12:00