Ekki bara jólaboð heldur félagsskapur fyrir hátíðarnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2022 21:00 Sigrún Lára Hauksdóttir, móttökustjóri hjá Hjálpræðishernum. Vísir/Einar Á fimmta hundrað sótti jólaboð Hjálpræðishersins sem fór fram í dag. Gestir sögðust þakklátir fyrir boðið, sem sé mikilvæg samvera fyrir marga sem finna fyrir einmanaleika yfir hátíðarnar. Hangikjötslyktina lagði frá nýja Herkastalanum á Suðurlandsbraut þegar fréttastofu bar þar að garði um klukkan eitt í dag. Jólaboð Hjálpræðishersins fór þar fram, í fyrsta sinn á Þorláksmessu. Tæplega fimm hundruð snæddu jólamat hjá Hjálpræðishernum í dag og annar eins fjöldi fékk þar jólagjöf og matarpakka fyrir helgina. Mikill meirihluti þeirra sem snæðir hjá Hjálpræðishernum er af erlendum uppruna, bæði flóttamenn frá Suður-Ameríku, Úkraínumenn og fólk frá Sýrlandi og Afganistan. „Það eru mörg ný andlit hér í dag. Þannig að fólk er greinilega nýkomið og veit ekki hvert það á að fara,“ segir Sigrún Lára Hauksdóttir, móttökustjóri hjá Hjálpræðishernum. Á fimmta hundrað mættu í jólaboð Hjálpræðishersins í dag.Vísir/Einar Gestum líkaði íslenski jólamaturinn. „Mér fannst maturinn frábær. Mjög góður,“ segir Isaias, sem er flóttamaður frá Venesúela og hefur verið hér á landi í tæpa sjö mánuði. Coralia, vinkona hans frá El Salvador tekur undir: „Já, mjög góður matur. “ Og þau voru fegin félagsskapnum. „Hann er mjög mikilvægur vegna þess að svona fáum við að kynnast nýjum menningarheimum og verja tíma með öðru fólki,“ segir Isaias, sem er einnig sjálfboðaliði hjá Hjálpræðishernum. Regina Melara tekur undir þetta en hún er ein þeirra flóttamanna sem nýttu sér þjónustu Hjálpræðishersins fyrstu mánuðina á landinu og hafa síðan fengið þar vinnu. „Þegar ég kom hingað í fyrsta sinn var það vegna þess að ég var að leita að einhverjum góðum og fallegum stað og vildi kynnast fleiri Íslendingum,“ segir Regina. Jól Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Hangikjötslyktina lagði frá nýja Herkastalanum á Suðurlandsbraut þegar fréttastofu bar þar að garði um klukkan eitt í dag. Jólaboð Hjálpræðishersins fór þar fram, í fyrsta sinn á Þorláksmessu. Tæplega fimm hundruð snæddu jólamat hjá Hjálpræðishernum í dag og annar eins fjöldi fékk þar jólagjöf og matarpakka fyrir helgina. Mikill meirihluti þeirra sem snæðir hjá Hjálpræðishernum er af erlendum uppruna, bæði flóttamenn frá Suður-Ameríku, Úkraínumenn og fólk frá Sýrlandi og Afganistan. „Það eru mörg ný andlit hér í dag. Þannig að fólk er greinilega nýkomið og veit ekki hvert það á að fara,“ segir Sigrún Lára Hauksdóttir, móttökustjóri hjá Hjálpræðishernum. Á fimmta hundrað mættu í jólaboð Hjálpræðishersins í dag.Vísir/Einar Gestum líkaði íslenski jólamaturinn. „Mér fannst maturinn frábær. Mjög góður,“ segir Isaias, sem er flóttamaður frá Venesúela og hefur verið hér á landi í tæpa sjö mánuði. Coralia, vinkona hans frá El Salvador tekur undir: „Já, mjög góður matur. “ Og þau voru fegin félagsskapnum. „Hann er mjög mikilvægur vegna þess að svona fáum við að kynnast nýjum menningarheimum og verja tíma með öðru fólki,“ segir Isaias, sem er einnig sjálfboðaliði hjá Hjálpræðishernum. Regina Melara tekur undir þetta en hún er ein þeirra flóttamanna sem nýttu sér þjónustu Hjálpræðishersins fyrstu mánuðina á landinu og hafa síðan fengið þar vinnu. „Þegar ég kom hingað í fyrsta sinn var það vegna þess að ég var að leita að einhverjum góðum og fallegum stað og vildi kynnast fleiri Íslendingum,“ segir Regina.
Jól Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent