Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2022 08:36 Ásgerður Jóna Flosadóttir er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. Í færslu Fjölskylduhjálparinnar á Reykjanesi í gær sagði að vonast yrði til þess að úthlutun færi fram í dag, ef veður leyfði. „Við munum þá byrja á Íslendingunum sem sóttu um jólaaðstoð. Og ef vel gengur þá í beinu framhaldi erlenda ríkisborgara með íslenskar kennitölur,“ segir í færslunni. Svona hljóðar færsla Fjölskylduhjálpar. Nokkur fjöldi fólks gagnrýnir í ummælum við færsluna að framkvæmdin, að taka Íslendinga fram fyrir annað fólk við úthlutun, sé rasismi. Meðal þeirra er þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson. „Ekki trúa mér, skoðið bara stjórnarskránna. Þetta er mismunun,“ segir Björn Leví og vísar til 65. greinar stjórnarskrárinnar. „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, __þjóðernisuppruna__, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálp Íslands er sökuð um mismunun. Fyrir tveimur árum lýsti fyrrverandi sjálfboðaliði og skjólstæðingur reynslu sinni af mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sögðust konur af erlendum uppruna hafa upplifað mismunun. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, svaraði ásökunum í yfirlýsingu á vef samtakanna. Þar sagði hún að 58 prósent skjólstæðinga væru með erlent ríkisfang og að gagnrýni byggði á staðreyndavillum. Uppfært klukkan 10:15 Fjölskylduhjálp á Reykjanesi birti nýja færslu og sagði að aldrei hefði verið meiningin að mismuna neinum. Allir væru jafnir. Úthlutanir ættu að fara fram á tveimur dögum því svo margir skjólstæðingar þyrftu túlka við úthlutun. Sú færsla var fjarlægð innan við klukkustund síðar. Þessi færsla var fjarlægð skömmu eftir birtingu. Alþingi Hjálparstarf Félagsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Fjölmenningarráð vill greinargerð frá Fjölskylduhjálp eftir að fleiri stíga fram og lýsa mismunun Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að Fjölskylduhjálp Íslands skili greinargerð um hvernig tryggt sé að þar sé unnið gegn mismunun við úthlutun til skjólstæðinga. Formaður ráðsins segir skjólstæðinga og sjálfboðaliða af erlendum uppruna hafa lýst mismunun í starfi samtakanna. 15. desember 2020 13:15 Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12. desember 2020 18:57 Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Í færslu Fjölskylduhjálparinnar á Reykjanesi í gær sagði að vonast yrði til þess að úthlutun færi fram í dag, ef veður leyfði. „Við munum þá byrja á Íslendingunum sem sóttu um jólaaðstoð. Og ef vel gengur þá í beinu framhaldi erlenda ríkisborgara með íslenskar kennitölur,“ segir í færslunni. Svona hljóðar færsla Fjölskylduhjálpar. Nokkur fjöldi fólks gagnrýnir í ummælum við færsluna að framkvæmdin, að taka Íslendinga fram fyrir annað fólk við úthlutun, sé rasismi. Meðal þeirra er þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson. „Ekki trúa mér, skoðið bara stjórnarskránna. Þetta er mismunun,“ segir Björn Leví og vísar til 65. greinar stjórnarskrárinnar. „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, __þjóðernisuppruna__, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálp Íslands er sökuð um mismunun. Fyrir tveimur árum lýsti fyrrverandi sjálfboðaliði og skjólstæðingur reynslu sinni af mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sögðust konur af erlendum uppruna hafa upplifað mismunun. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, svaraði ásökunum í yfirlýsingu á vef samtakanna. Þar sagði hún að 58 prósent skjólstæðinga væru með erlent ríkisfang og að gagnrýni byggði á staðreyndavillum. Uppfært klukkan 10:15 Fjölskylduhjálp á Reykjanesi birti nýja færslu og sagði að aldrei hefði verið meiningin að mismuna neinum. Allir væru jafnir. Úthlutanir ættu að fara fram á tveimur dögum því svo margir skjólstæðingar þyrftu túlka við úthlutun. Sú færsla var fjarlægð innan við klukkustund síðar. Þessi færsla var fjarlægð skömmu eftir birtingu.
Alþingi Hjálparstarf Félagsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Fjölmenningarráð vill greinargerð frá Fjölskylduhjálp eftir að fleiri stíga fram og lýsa mismunun Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að Fjölskylduhjálp Íslands skili greinargerð um hvernig tryggt sé að þar sé unnið gegn mismunun við úthlutun til skjólstæðinga. Formaður ráðsins segir skjólstæðinga og sjálfboðaliða af erlendum uppruna hafa lýst mismunun í starfi samtakanna. 15. desember 2020 13:15 Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12. desember 2020 18:57 Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Fjölmenningarráð vill greinargerð frá Fjölskylduhjálp eftir að fleiri stíga fram og lýsa mismunun Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að Fjölskylduhjálp Íslands skili greinargerð um hvernig tryggt sé að þar sé unnið gegn mismunun við úthlutun til skjólstæðinga. Formaður ráðsins segir skjólstæðinga og sjálfboðaliða af erlendum uppruna hafa lýst mismunun í starfi samtakanna. 15. desember 2020 13:15
Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12. desember 2020 18:57
Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37
Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37