Cruise stökk fram af fjalli á mótorhjóli Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2022 11:15 Leikarinn víðfrægi, Tom Cruise, hefur lengi verið þekktur fyrir að gera eigin áhættuatriði í kvikmyndum sínum og þá sérstaklega í Mission Impossible myndunum. Í þeim myndum hefur hann meðal annars klifrað utan á hæstu byggingu heims og sveiflað sér á milli háhýsa. Verið er að taka upp tvær næstu myndir Mission Impossible seríunnar og kallast þær Mission Impossible – Dead Reckoning part 1 og part 2. Paramount Pictures birti nýverið myndband þar sem fjallað er um áhættuatriði sem lýst er sem því „stærsta“ í kvikmyndasögunni. Í þessu atriði ekur Tom Cruise mótorhjóli fram af fjalli í Noregi og svífur til jarðar í fallhlíf. Myndbandið sýnir meðal annars þann mikla undirbúning sem áhættuatriði sem þetta þarfnast og þær miklu æfingar sem Cruise leggur á sig fyrir tökurnar. Á tökudeginum sjálfum stökk hann svo minnst sex sinnum fram af fjallinu. Paramount birtu einnig myndband þar sem Cruise þakkaði fólki fyrir móttökurnar sem Top Gun Maverick fékk í kvikmyndahúsum um heiminn allan. Í því myndbandi sendir Cruise fólki kveðju þar sem hann hangir fyrst utan á flugvél og svo fellur til jarðar í frjálsu falli. Bíó og sjónvarp Hollywood Noregur Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Verið er að taka upp tvær næstu myndir Mission Impossible seríunnar og kallast þær Mission Impossible – Dead Reckoning part 1 og part 2. Paramount Pictures birti nýverið myndband þar sem fjallað er um áhættuatriði sem lýst er sem því „stærsta“ í kvikmyndasögunni. Í þessu atriði ekur Tom Cruise mótorhjóli fram af fjalli í Noregi og svífur til jarðar í fallhlíf. Myndbandið sýnir meðal annars þann mikla undirbúning sem áhættuatriði sem þetta þarfnast og þær miklu æfingar sem Cruise leggur á sig fyrir tökurnar. Á tökudeginum sjálfum stökk hann svo minnst sex sinnum fram af fjallinu. Paramount birtu einnig myndband þar sem Cruise þakkaði fólki fyrir móttökurnar sem Top Gun Maverick fékk í kvikmyndahúsum um heiminn allan. Í því myndbandi sendir Cruise fólki kveðju þar sem hann hangir fyrst utan á flugvél og svo fellur til jarðar í frjálsu falli.
Bíó og sjónvarp Hollywood Noregur Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira