Blés snjó af einni gangstétt yfir á aðra Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2022 00:02 Snjórinn fór af einni gangstétt yfir á aðra. Íbúi í Grafarholti náði því á myndband þegar snjóblásari blés snjó af gangstétt stuttu frá húsi hennar. Snjórinn lenti hins vegar á annarri gangstétt, nær íbúð hennar, sem hún hafði handmokað sjálf tveimur dögum áður. Ólöf Ingibjörg, íbúi í Grafarholti, var heima hjá sér í dag þegar snjóblásari kom að moka gangstétt við umferðargötu sem er í steinsnar frá íbúð hennar. Hún segir bunu snjóblásarans hafa verið ansi tilkomumikla og því tók hún upp símann og tók myndband af honum. „Ég sé snjóblásarann koma, þetta var mjög tilkomumikið. Rosalega há buna. Svo nálgast hann lóðina hjá mér og þar eru tvö há grenitré sem eru svona fimm til sex metrar. Bunan stóð yfir trén og féll með miklum tilþrifum yfir trén og huldi þau snjó. Það var svo kostulegt að horfa á þetta,“ segir Ólöf í samtali við fréttastofu. Klippa: Snjómokstur í Grafarholti Það rataði eitthvað af snjónum inn á pallinn hjá henni en mikill meirihluti hans endaði á gangstétt fyrir framan pallinn. „Ég handmokaði hana í fyrradag. Þannig það sem snjóblásarinn gaf frá sér liggur núna á gangstéttinni hjá mér,“ segir Ólöf glettin. „Svo ók hann aðeins lengra og hélt áfram að ryðja á göngustígnum. Þá skóf hann upp túnið meðfram göngustígnum þannig að mold og graskögglar hrundu yfir lóðina hjá mér. Það var mjög tilkomulegt, brúnleitur snjóstrókur. Ef maður hefði náð meira myndbandi hefði þetta getað orðið „meme“.“ Myndbandið birti hún í Facebook-hópnum Ég er íbúi í Grafarholti. Hún segist ekki hafa birt það til að kvarta en hún vildi samt benda á að þetta væri ekki aðferð sem hentaði við íbúðalóðir í þéttbýli. „Faðir minn vann við snjómokstur árum saman þegar ég var krakki og ég veit hvað þetta er erfið vinna. Þannig ég er bara mjög þakklát fyrir að fá mokstur,“ segir Ólöf. Uppfært kl 09:06: Ökumaður snjóblásarans hafði samband við Ólöfu í dag og baðst afsökunar á þessu. Fráblástursstillingar blásarans reyndust bilaðar og var tækið tekið úr notkun. Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ólöf Ingibjörg, íbúi í Grafarholti, var heima hjá sér í dag þegar snjóblásari kom að moka gangstétt við umferðargötu sem er í steinsnar frá íbúð hennar. Hún segir bunu snjóblásarans hafa verið ansi tilkomumikla og því tók hún upp símann og tók myndband af honum. „Ég sé snjóblásarann koma, þetta var mjög tilkomumikið. Rosalega há buna. Svo nálgast hann lóðina hjá mér og þar eru tvö há grenitré sem eru svona fimm til sex metrar. Bunan stóð yfir trén og féll með miklum tilþrifum yfir trén og huldi þau snjó. Það var svo kostulegt að horfa á þetta,“ segir Ólöf í samtali við fréttastofu. Klippa: Snjómokstur í Grafarholti Það rataði eitthvað af snjónum inn á pallinn hjá henni en mikill meirihluti hans endaði á gangstétt fyrir framan pallinn. „Ég handmokaði hana í fyrradag. Þannig það sem snjóblásarinn gaf frá sér liggur núna á gangstéttinni hjá mér,“ segir Ólöf glettin. „Svo ók hann aðeins lengra og hélt áfram að ryðja á göngustígnum. Þá skóf hann upp túnið meðfram göngustígnum þannig að mold og graskögglar hrundu yfir lóðina hjá mér. Það var mjög tilkomulegt, brúnleitur snjóstrókur. Ef maður hefði náð meira myndbandi hefði þetta getað orðið „meme“.“ Myndbandið birti hún í Facebook-hópnum Ég er íbúi í Grafarholti. Hún segist ekki hafa birt það til að kvarta en hún vildi samt benda á að þetta væri ekki aðferð sem hentaði við íbúðalóðir í þéttbýli. „Faðir minn vann við snjómokstur árum saman þegar ég var krakki og ég veit hvað þetta er erfið vinna. Þannig ég er bara mjög þakklát fyrir að fá mokstur,“ segir Ólöf. Uppfært kl 09:06: Ökumaður snjóblásarans hafði samband við Ólöfu í dag og baðst afsökunar á þessu. Fráblástursstillingar blásarans reyndust bilaðar og var tækið tekið úr notkun.
Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira