Lífið

Hallbera og Lukas fögnuðu ástinni í írskum kastala

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Parið fallega prúðbúið í brúðkaupinu á Írlandi.
Parið fallega prúðbúið í brúðkaupinu á Írlandi. @hallberagisla

Hallbera Guðný Gísladóttir, knattspyrnukempa og starfsmaður hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri, mætti með ástinni sinni til að fagna ást vina þeirra í brúðkaupi í írskum kastala um helgina.

Hallbera deilir myndum af henni og Svíanum Lukas Arndt á Instagram. Arndt er leikgreinandi hjá sænska knattspyrnufélaginu AIK en Hallbera spilaði um tíma með kvennaliði félagsins.

Hallbera og Lukas byrjuðu saman fyrr á árinu og eru nú á leið til Íslands þar sem vænta má að haldið verði upp á jólin með pompi og prakt á Akranesi, heimabæ Hallberu.

Hallbera lagði skóna á hilluna í sumar að loknu Evrópumóti kvennalandsliða í Englandi. Hún fór með landsliðinu á þrjú Evrópumót en hún spilaði 131 landsleik og skoraði þrjú mörk. 

Þá varð Hallbera fimm sinnum Íslandsmeistari með Val og spilaði sem atvinnumaður í Svíþjóð og Ítalíu.


Tengdar fréttir

„Ég treysti þeim í allt“

Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld.

Hallbera og fyrstu meistararnir heiðruð

Fyrir leik og í hálfleik leiks Íslands og Hvíta-Rússlands á Laugardalsvelli í dag verða Hallbera Guðný Gísladóttir og fyrstu Íslandsmeistararnir í fótbolta kvenna, FH-konur, heiðraðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.