Sara Líf segir Sævald hafa snert leikmenn á óviðeigandi hátt Hjörvar Ólafsson skrifar 17. desember 2022 14:51 Sævaldur Bjarnason er margreyndur körfuboltaþjálfari. Vísir/Vilhelm Sara Líf Boama, leikmaður kvennaliðs Vals í körfubolta og landsliðskona í körfubolta, stígur fram á facebook-síðu sinni og segir körfuboltaþjálfarann Sævald Bjarnason hafa valdið sér öðrum leikmönnum U-18 ára landsliðs kvenna í körfubolta vanlíðan á meðan hann stýrði liðinu. Sævaldur, sem var ráðinn þjálfari U-18 ára liðs kvenna, stýrði liðinu ekki á Evrópumótinu í Grikklandi í sumar en körfuboltasamband Íslands, KKÍ, ákvað að hann myndi ekki stýra liðinu vegna kvartana sem borist höfðu til samskiptaráðgjafa íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Fram kemur í fundargerð stjórnar KKÍ að samskiptaráðgjafi ÍSÍ hafi skilað áliti sínu um málið þar sem segir eftirfarandi: „Álit samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vegna máls sem kom upp í sumar hjá U18 stúlknalandsliðinu rætt. Álitið er á þá leið að KKÍ fylgdi verkferlum rétt sem og að þjálfari viðhafði ekkert ólöglegt og getur því starfað sem þjálfari áfram hvort sem er hjá félagi eða í afreksstarfi KKÍ. Í kjölfarið setti Sævaldur færslu á facebook-síðu sína þar sem hann sagði sína hlið á málinu. Sara Líf fann sig knúna til þess að svara þessari færslu Sævalds þar sem hún segir frá upplifun sinni af Norðurlandamótinu sem haldið var í Finnlandi síðasta sumar. „Vegna færslu sem umræddur þjálfari setti fram nýlega langar mig að létta á mér. Mér finnst það glatað í fyrsta lagi að þú neitir því sem þú gerðir og lætur svo eins og þú sért fórnarlambið í stöðunni. Þú veittir okkur nánast öllum vanlíðan og kvíða í allt sumar. Það er án djóks glatað að þú fáir ennþá að spila fyrir Ísland. Þú snertir okkur á óviðeigandi hátt og varst almennt mjög óþægilegur. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú lést mér líða. Hvernig þú rasskelltir mig bæði með flötum lófanum og þjálfaraspjaldinu en mest af öllu mun ég aldrei gleyma því þegar þú kemur aftan að mér á stóra vellinum í Finnlandi, rasskelltir mig tvisvar og segir svo glottandi og hlæjandi „nei ég ætlaði nú ekki að fara í rassinn á þér.“ „Þú áttir ekki skilið að hafa sloppið svona auðveldlega. Staðan þín í samfélaginu er sú sama og áður fyrr. Þú hefðir átt skilið að þjást mikið lengur eins og við allar,“ segir Sara Líf í færslu sinni á facebook. „Eftir þennan póst sem þú settir á FB vitandi af þeim hlutum sem þú gerðir ! Ertu ekkert að grínast með þetta? Datt þér ekki í hug að senda frekar fyrirgefningarpóst eða eitthvað annað eða vera bara mannlegur og sjá að þú ollir okkur miklum sársauka. Það er ekki að ástæðulausu að þegar við sögðum frá að fólk hafi tekið strax til málanna. Þetta er sárt...Enn og aftur sleppur gerandinn!!! Í lokin langar mér að taka fram hvað ég er vonsvikin hvað ég er vonsvikin með ákveðna aðila sem brugðust við þessu umrædda innleggi, því ég hélt að þau væru betur upplýst og berðu hag barna og ungra kvenna fyrir brjósti sér,“ segir hún enn fremur í færslu sinni. Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta MeToo Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira
Sævaldur, sem var ráðinn þjálfari U-18 ára liðs kvenna, stýrði liðinu ekki á Evrópumótinu í Grikklandi í sumar en körfuboltasamband Íslands, KKÍ, ákvað að hann myndi ekki stýra liðinu vegna kvartana sem borist höfðu til samskiptaráðgjafa íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Fram kemur í fundargerð stjórnar KKÍ að samskiptaráðgjafi ÍSÍ hafi skilað áliti sínu um málið þar sem segir eftirfarandi: „Álit samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vegna máls sem kom upp í sumar hjá U18 stúlknalandsliðinu rætt. Álitið er á þá leið að KKÍ fylgdi verkferlum rétt sem og að þjálfari viðhafði ekkert ólöglegt og getur því starfað sem þjálfari áfram hvort sem er hjá félagi eða í afreksstarfi KKÍ. Í kjölfarið setti Sævaldur færslu á facebook-síðu sína þar sem hann sagði sína hlið á málinu. Sara Líf fann sig knúna til þess að svara þessari færslu Sævalds þar sem hún segir frá upplifun sinni af Norðurlandamótinu sem haldið var í Finnlandi síðasta sumar. „Vegna færslu sem umræddur þjálfari setti fram nýlega langar mig að létta á mér. Mér finnst það glatað í fyrsta lagi að þú neitir því sem þú gerðir og lætur svo eins og þú sért fórnarlambið í stöðunni. Þú veittir okkur nánast öllum vanlíðan og kvíða í allt sumar. Það er án djóks glatað að þú fáir ennþá að spila fyrir Ísland. Þú snertir okkur á óviðeigandi hátt og varst almennt mjög óþægilegur. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú lést mér líða. Hvernig þú rasskelltir mig bæði með flötum lófanum og þjálfaraspjaldinu en mest af öllu mun ég aldrei gleyma því þegar þú kemur aftan að mér á stóra vellinum í Finnlandi, rasskelltir mig tvisvar og segir svo glottandi og hlæjandi „nei ég ætlaði nú ekki að fara í rassinn á þér.“ „Þú áttir ekki skilið að hafa sloppið svona auðveldlega. Staðan þín í samfélaginu er sú sama og áður fyrr. Þú hefðir átt skilið að þjást mikið lengur eins og við allar,“ segir Sara Líf í færslu sinni á facebook. „Eftir þennan póst sem þú settir á FB vitandi af þeim hlutum sem þú gerðir ! Ertu ekkert að grínast með þetta? Datt þér ekki í hug að senda frekar fyrirgefningarpóst eða eitthvað annað eða vera bara mannlegur og sjá að þú ollir okkur miklum sársauka. Það er ekki að ástæðulausu að þegar við sögðum frá að fólk hafi tekið strax til málanna. Þetta er sárt...Enn og aftur sleppur gerandinn!!! Í lokin langar mér að taka fram hvað ég er vonsvikin hvað ég er vonsvikin með ákveðna aðila sem brugðust við þessu umrædda innleggi, því ég hélt að þau væru betur upplýst og berðu hag barna og ungra kvenna fyrir brjósti sér,“ segir hún enn fremur í færslu sinni.
Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta MeToo Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira