Messi kveður HM með því að lyfta loksins styttunni Hjörvar Ólafsson skrifar 18. desember 2022 17:56 Gonzalo Montiel tryggir hér Argentínu heimsmeistaratitilinn. Vísir/Getty Argentína er heimsmeistari í fótbolta karla eftir sigur gegn Frakklandi í stórkostlegum úrslitaleik á Lusail leikvangnum í Doha í Katar í dag. Úrslitin réðust eftir vítaspyrnukeppni en staðan var 3-3 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Argentínumenn voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og það dró svo til tíðina um miðbik fyrri hálfleiks. Ousmane Dembele braut þá á Ángel Di Maria innan vítateigs Frakka og vítaspyrna dæmd. Að sjálfsögðu var það Lionel Messi sem fór á vítapunktinn og hann skoraði af feykilegu öryggi. Ángel Di Maria tvölfaldaði svo forystu argentínska liðsins þegar hann rak smiðshöggið á afar vel útfærða skyndisókn. Alexis Mac Allister renndi boltanum fyrir á Ángel Di Maria sem batt endahnútinn á sóknina. Frakkar sáu ekki til solar í fyrri hálfleik og til þess að sýna í verki hversu ósáttur Didier Deschamps var við spilamennsku lærisveina sinna gerði hann tvöfalda skiptingu undir lok fyrri hálfleiks. Ousmane Dembele og Oliver Giroud var kippt af velli og Randal Kolo Muani og Marcus Thuram leystu þá af hólmi. Lionel Messi brýtur ísinn og setur sýninguna af stað. Vísir/Getty Það var í raun fátt sem benti til þess að franska liðið myndi ná að koma til baka í þessum leik. Kylian Mbabbé átti fyrsta skot í átt á marki Argentínu á 70. mínútu leiksins. Þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í seinni hálfleik fengu Frakkar vítaspyrnu þegar Nicolas Otamendi braut á Muani. Mbappé setti boltann rétta leið og einungis 97 sekúndum síðar var hann svo aftur á ferðinni. Skærasta stjarna Frakklands tók þá boltann á lofti og jafnaði metin. Við jöfnunarmarkið fengu Frakkar aukinn kraft og voru nær því að tryggja sér sigurinn það sem eftir lifði venjulegs leiktíma. Messi átti reyndar hörkuskot skömmu áður en uppbótartími venjulegs leiktíma lauk. Staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Í upphafi seinni hluta framlengingarinnar náði Messi forystunni fyrir Argentínu á nýjan leik. Messi var þarna að skora sitt sjöunda mark á mótinu, 13 markið alls í lokakeppni HM og þar með komst argentínski snillingurinn upp fyrir Pele og jafnaði Just Fontaine. Auk markanna 13 hefur Messi lagt upp önnur átta og er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til þess að koma að 21 marki. Messi skýtur þar af leiðandi Miroslav Klose og Ronaldo Nazario ref fyrir rass. Þar að auki varð Messi fyrsti leikmaðurinn til þess að skora í riðlakeppni, 16 liða úrslitum, átta liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitaleik. Lionel Messi skorar hér sitt annað mark og þriðja mark Argentínu í leiknum. Vísir/Getty Frakkar lögðu hins vegar ekki árar í bát og Mbabbé fullkomnaði þrenna sína úr vítaspyrnu. Mbabbé var þar með fyrsti leikmaðurinn til þess að skora þrennu í úrslitaleik síðan Sir Geoff Hurst gerði það þegar England varð heimsmeistari á enskri grundu árið 1966. Mbabbé varð markakóngur mótsins með átta mörk. Úrsltin réðust svo í vítaspyrnukeppni en Argentínumenn skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum þar. Vítabaninn Emiliano Martínez varð vítaspyrnu Kingsley Coman. Martínez hefur nú varið 10 af þeim 33 vítaspyrnum sem hann hefur fengið á sig. Martínez hafði áður bjargað liðsfélögum sínum þegar hann varði frábærlega þegar Kolo Muani slapp í gegnum vörn argentínska liðsins á síðustu sekúndum framlengingarinnar. Markvörður Aston Villa reyndist því sannarlega betri en enginn í þessari viðureign. Aurélien Tchouaméni renndi svo boltanum framhjá og Argentína með pálmann í höndunum. Það var svo Gonzalo Montiel sem tryggði argentínska liðinu heimmeistaratitilinn. Rúsína á pylsuendanum á mögnuðum úrslitaleik. Kylian Mbappé sýndu stáltaugar á ögurstundu en það dugði ekki til. Vísir/Getty Þetta er í þriðja skipti sem Argentína verður heimsmeistari en Mario Kempes var lykilleikmaður liðsins þegar liðið vann á heimavelli árið 1978. Diego Armando Maradona leiddi argentínska liðið til sigurs í Mexíkó árið 1986 og nú kveður Lionel Messi þetta mótið með því að lyfta styttunni. Lionel Messi with his mum after the game pic.twitter.com/mvIKQRYfXt— SPORTbible (@sportbible) December 18, 2022 HM 2022 í Katar Argentína Katar
Argentína er heimsmeistari í fótbolta karla eftir sigur gegn Frakklandi í stórkostlegum úrslitaleik á Lusail leikvangnum í Doha í Katar í dag. Úrslitin réðust eftir vítaspyrnukeppni en staðan var 3-3 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Argentínumenn voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og það dró svo til tíðina um miðbik fyrri hálfleiks. Ousmane Dembele braut þá á Ángel Di Maria innan vítateigs Frakka og vítaspyrna dæmd. Að sjálfsögðu var það Lionel Messi sem fór á vítapunktinn og hann skoraði af feykilegu öryggi. Ángel Di Maria tvölfaldaði svo forystu argentínska liðsins þegar hann rak smiðshöggið á afar vel útfærða skyndisókn. Alexis Mac Allister renndi boltanum fyrir á Ángel Di Maria sem batt endahnútinn á sóknina. Frakkar sáu ekki til solar í fyrri hálfleik og til þess að sýna í verki hversu ósáttur Didier Deschamps var við spilamennsku lærisveina sinna gerði hann tvöfalda skiptingu undir lok fyrri hálfleiks. Ousmane Dembele og Oliver Giroud var kippt af velli og Randal Kolo Muani og Marcus Thuram leystu þá af hólmi. Lionel Messi brýtur ísinn og setur sýninguna af stað. Vísir/Getty Það var í raun fátt sem benti til þess að franska liðið myndi ná að koma til baka í þessum leik. Kylian Mbabbé átti fyrsta skot í átt á marki Argentínu á 70. mínútu leiksins. Þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í seinni hálfleik fengu Frakkar vítaspyrnu þegar Nicolas Otamendi braut á Muani. Mbappé setti boltann rétta leið og einungis 97 sekúndum síðar var hann svo aftur á ferðinni. Skærasta stjarna Frakklands tók þá boltann á lofti og jafnaði metin. Við jöfnunarmarkið fengu Frakkar aukinn kraft og voru nær því að tryggja sér sigurinn það sem eftir lifði venjulegs leiktíma. Messi átti reyndar hörkuskot skömmu áður en uppbótartími venjulegs leiktíma lauk. Staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Í upphafi seinni hluta framlengingarinnar náði Messi forystunni fyrir Argentínu á nýjan leik. Messi var þarna að skora sitt sjöunda mark á mótinu, 13 markið alls í lokakeppni HM og þar með komst argentínski snillingurinn upp fyrir Pele og jafnaði Just Fontaine. Auk markanna 13 hefur Messi lagt upp önnur átta og er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til þess að koma að 21 marki. Messi skýtur þar af leiðandi Miroslav Klose og Ronaldo Nazario ref fyrir rass. Þar að auki varð Messi fyrsti leikmaðurinn til þess að skora í riðlakeppni, 16 liða úrslitum, átta liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitaleik. Lionel Messi skorar hér sitt annað mark og þriðja mark Argentínu í leiknum. Vísir/Getty Frakkar lögðu hins vegar ekki árar í bát og Mbabbé fullkomnaði þrenna sína úr vítaspyrnu. Mbabbé var þar með fyrsti leikmaðurinn til þess að skora þrennu í úrslitaleik síðan Sir Geoff Hurst gerði það þegar England varð heimsmeistari á enskri grundu árið 1966. Mbabbé varð markakóngur mótsins með átta mörk. Úrsltin réðust svo í vítaspyrnukeppni en Argentínumenn skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum þar. Vítabaninn Emiliano Martínez varð vítaspyrnu Kingsley Coman. Martínez hefur nú varið 10 af þeim 33 vítaspyrnum sem hann hefur fengið á sig. Martínez hafði áður bjargað liðsfélögum sínum þegar hann varði frábærlega þegar Kolo Muani slapp í gegnum vörn argentínska liðsins á síðustu sekúndum framlengingarinnar. Markvörður Aston Villa reyndist því sannarlega betri en enginn í þessari viðureign. Aurélien Tchouaméni renndi svo boltanum framhjá og Argentína með pálmann í höndunum. Það var svo Gonzalo Montiel sem tryggði argentínska liðinu heimmeistaratitilinn. Rúsína á pylsuendanum á mögnuðum úrslitaleik. Kylian Mbappé sýndu stáltaugar á ögurstundu en það dugði ekki til. Vísir/Getty Þetta er í þriðja skipti sem Argentína verður heimsmeistari en Mario Kempes var lykilleikmaður liðsins þegar liðið vann á heimavelli árið 1978. Diego Armando Maradona leiddi argentínska liðið til sigurs í Mexíkó árið 1986 og nú kveður Lionel Messi þetta mótið með því að lyfta styttunni. Lionel Messi with his mum after the game pic.twitter.com/mvIKQRYfXt— SPORTbible (@sportbible) December 18, 2022
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti