„Erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír“ Atli Arason skrifar 14. desember 2022 23:00 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fjögurra stiga tap gegn Haukum á heimavelli í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 77-81. Rúnar telur að Íslandsmeistararnir eigi mikið inni. „Ég sagði við stelpurnar inn í klefa að við erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír bæði varnarlega og sóknarlega. Sérstaklega þegar við náum að tengja saman stoppin og keyra upp hraðan í leiknum. Það er okkar styrkleiki. Við eigum marga leikmenn sem eru rosalega góðir í því,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Við erum bara ekki alveg komnar á þennan stað og sérstaklega ekki með Laniero meidda, þá erum við ekki að ná að framkvæma nógu vel á hálfum velli í brakinu [e. crunch time]. Á þeim tíma vorum við svolítið að bíða eftir því Collier kláraði leikinn fyrir okkur.“ Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn í treyju Njarðvíkur í kvöld. Collier skoraði 40 stig ásamt því að rífa niður 21 frákast, gefa sjö stoðsendingar og stela sjö boltum. „Hún spilaði 47 mínútur á sunnudaginn en frammistaðan sem hún var að mæta með í kvöld, þrem dögum síðar, er bara til fyrirmyndar. Hún hleypur út um allan völl og er að berjast fyrir öllum boltum. Það er bara ekki hægt að biðja um mikið meira,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í frammistöðu Collier. Njarðvík sneri leiknum við í síðari hálfleik og leiddi nánast allan seinni hálfleikinn, þangað til að rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá tók við frábær lokakafli hjá Haukum sem skilaði því þá að gestirnir fóru heim með stigin tvö. „Þetta er virkilega svekkjandi, að ná ekki að klára leikinn eftir að við eigum mjög góðan leikkafla í seinni hálfleik og komum okkur í mjög þægilega stöðu, svona þannig lagað, þó svo að tíu stig er ekki mikill munur í körfubolta. Mér fannst við samt leyfa þeim að komast aðeins og auðveldlega aftur inn í leikinn.“ Framundan er tveggja vikna jólafrí áður en Njarðvík fer í heimsókn til Vals þann 28. desember. Fríið er kærkomið fyrir meiðslahrjáð lið Njarðvíkur að mati Rúnars. „Það verður ágætt að fá að nústilla eftir þessa meiðslatíð. Nú fáum við smá tíma til að stíga til baka og horfa á leikina aftur og aftur til þess að finna einhverjar nýjar og geggjaðar lausnir sem við mætum með í Origo á milli jóla og nýárs til að kveikja í höllinni þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deild kvenna í kvöld og unnu fjögurra stiga sigur í æsispennandi leik, lokatölur 77-81. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 22:15 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
„Ég sagði við stelpurnar inn í klefa að við erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír bæði varnarlega og sóknarlega. Sérstaklega þegar við náum að tengja saman stoppin og keyra upp hraðan í leiknum. Það er okkar styrkleiki. Við eigum marga leikmenn sem eru rosalega góðir í því,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Við erum bara ekki alveg komnar á þennan stað og sérstaklega ekki með Laniero meidda, þá erum við ekki að ná að framkvæma nógu vel á hálfum velli í brakinu [e. crunch time]. Á þeim tíma vorum við svolítið að bíða eftir því Collier kláraði leikinn fyrir okkur.“ Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn í treyju Njarðvíkur í kvöld. Collier skoraði 40 stig ásamt því að rífa niður 21 frákast, gefa sjö stoðsendingar og stela sjö boltum. „Hún spilaði 47 mínútur á sunnudaginn en frammistaðan sem hún var að mæta með í kvöld, þrem dögum síðar, er bara til fyrirmyndar. Hún hleypur út um allan völl og er að berjast fyrir öllum boltum. Það er bara ekki hægt að biðja um mikið meira,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í frammistöðu Collier. Njarðvík sneri leiknum við í síðari hálfleik og leiddi nánast allan seinni hálfleikinn, þangað til að rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá tók við frábær lokakafli hjá Haukum sem skilaði því þá að gestirnir fóru heim með stigin tvö. „Þetta er virkilega svekkjandi, að ná ekki að klára leikinn eftir að við eigum mjög góðan leikkafla í seinni hálfleik og komum okkur í mjög þægilega stöðu, svona þannig lagað, þó svo að tíu stig er ekki mikill munur í körfubolta. Mér fannst við samt leyfa þeim að komast aðeins og auðveldlega aftur inn í leikinn.“ Framundan er tveggja vikna jólafrí áður en Njarðvík fer í heimsókn til Vals þann 28. desember. Fríið er kærkomið fyrir meiðslahrjáð lið Njarðvíkur að mati Rúnars. „Það verður ágætt að fá að nústilla eftir þessa meiðslatíð. Nú fáum við smá tíma til að stíga til baka og horfa á leikina aftur og aftur til þess að finna einhverjar nýjar og geggjaðar lausnir sem við mætum með í Origo á milli jóla og nýárs til að kveikja í höllinni þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deild kvenna í kvöld og unnu fjögurra stiga sigur í æsispennandi leik, lokatölur 77-81. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 22:15 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deild kvenna í kvöld og unnu fjögurra stiga sigur í æsispennandi leik, lokatölur 77-81. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 22:15