Það voru nefnilega ekki aðeins Teneferðir sem náðu hæstu hæðum á hinu öfgafulla neytendaári sem nú er að líða. Verðbólga rauk upp, stýrivextir tóku stökk og bensínlítrinn aldrei dýrari. Við kvöddum Svalann og Stjörnutorg - úr öskunni reis reyndar „Kúmen“ - og unglingar stálu skyrlokum í Bónus. Skin og skúrir, semsagt.
Hér fyrir neðan er að finna ítarlega yfirferð yfir neytendamál ársins. Og það sem meira er, við þjörmuðum að viðskiptavinum Kringlunnar í aðventuösinni og spurðum þá hvort þeir hefðu farið til Tene á árinu. Seðlabankastjóri, líttu undan.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.