Fjárfestum í friðsömum lausnum René Biasone skrifar 14. desember 2022 17:30 Leiðarljós Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er að sérhver einstaklingur sé borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Yfirlýsingin var undirrituð 10. desember 1948 eftir að mannkynið hafði kynnst hungri og stríði sem endaði með fjöldamorðum af völdum kjarnorkuvopna, stríði sem grundvallaðist á mannhatri og grimmd, grillunni um að sumt fólk væri æðra öðru líkt og helförin sýndi. Á undanförnum árum hafa um það bil 40 átök verið háð í heiminum. Okkur birtist aðeins brot af þeim í fjölmiðlum en flest höfum við heyrt um þær hörmungar sem dunið hafa á fólki í Úkraínu, Palestínu og Jemen. Að baki stríðsátökum liggja misjafnar ástæður, barátta um yfirráð yfir náttúruauðlindum og landi, menningu, trúarbrögðum og fólki. Þá er heill iðnaður sem hefur hag af vopnuðum átökum, hagsmunir hergagnaiðnaðarins eru þeir að fólk berjist. Stríð og átök ganga á grundarvallarmannréttindi, á aðgengi fólks að mat, menntun og læknishjálp og ljóst að með markaðsvæðingu stríðs og útvistun hergagnaframleiðslu til einkaaðila er hið kapítalíska kerfi tilbúið að fórna réttindum og lífum einstaklinga til að viðhalda og auka auð fárra, það er hluti af arðráni samtímans. Stríð eyðileggur náttúruauðlindir sem hægt væri að nýta til að sigrast á hungri og fátækt. Í fyrra námu útgjöld til hernaðarmála á heimsvísu tveim trilljörðum Bandaríkjadala, en það er þúsund sinnum hærri upphæð en rennur til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Ef öllum þeim fjármunum sem varið er í stríðsrekstur væri varið til uppbyggingar í þágu fólks, sér í lagi þeim sem minna mega sín, væri leikur einn að byggja upp betra líf í þágu þeirra. Það myndi leiða til betri heims. Þá eru ótalin öll ótímabæru dauðsföllin og harmurinn sem fylgir stríðsrekstri. Gino Strada, hinn kunni ítalski baráttumaður fyrir friði, sagði að það að tryggja og byggja undir mannréttindi væri besta forvörnin gegn stríði. Mannréttindi eiga að vera ófrávíkjanleg réttindi allra og það er mín sannfæring að við eigum að treysta mannréttindi og fordæma stríðsrekstur sem veldur hungri og þjáningu. Okkur ber skylda til þess að stuðla að friðsamlegum lausnum í stað stríðs. Höfundur er varaþingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein René Biasone Vinstri græn Mannréttindi Hernaður Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Leiðarljós Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er að sérhver einstaklingur sé borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Yfirlýsingin var undirrituð 10. desember 1948 eftir að mannkynið hafði kynnst hungri og stríði sem endaði með fjöldamorðum af völdum kjarnorkuvopna, stríði sem grundvallaðist á mannhatri og grimmd, grillunni um að sumt fólk væri æðra öðru líkt og helförin sýndi. Á undanförnum árum hafa um það bil 40 átök verið háð í heiminum. Okkur birtist aðeins brot af þeim í fjölmiðlum en flest höfum við heyrt um þær hörmungar sem dunið hafa á fólki í Úkraínu, Palestínu og Jemen. Að baki stríðsátökum liggja misjafnar ástæður, barátta um yfirráð yfir náttúruauðlindum og landi, menningu, trúarbrögðum og fólki. Þá er heill iðnaður sem hefur hag af vopnuðum átökum, hagsmunir hergagnaiðnaðarins eru þeir að fólk berjist. Stríð og átök ganga á grundarvallarmannréttindi, á aðgengi fólks að mat, menntun og læknishjálp og ljóst að með markaðsvæðingu stríðs og útvistun hergagnaframleiðslu til einkaaðila er hið kapítalíska kerfi tilbúið að fórna réttindum og lífum einstaklinga til að viðhalda og auka auð fárra, það er hluti af arðráni samtímans. Stríð eyðileggur náttúruauðlindir sem hægt væri að nýta til að sigrast á hungri og fátækt. Í fyrra námu útgjöld til hernaðarmála á heimsvísu tveim trilljörðum Bandaríkjadala, en það er þúsund sinnum hærri upphæð en rennur til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Ef öllum þeim fjármunum sem varið er í stríðsrekstur væri varið til uppbyggingar í þágu fólks, sér í lagi þeim sem minna mega sín, væri leikur einn að byggja upp betra líf í þágu þeirra. Það myndi leiða til betri heims. Þá eru ótalin öll ótímabæru dauðsföllin og harmurinn sem fylgir stríðsrekstri. Gino Strada, hinn kunni ítalski baráttumaður fyrir friði, sagði að það að tryggja og byggja undir mannréttindi væri besta forvörnin gegn stríði. Mannréttindi eiga að vera ófrávíkjanleg réttindi allra og það er mín sannfæring að við eigum að treysta mannréttindi og fordæma stríðsrekstur sem veldur hungri og þjáningu. Okkur ber skylda til þess að stuðla að friðsamlegum lausnum í stað stríðs. Höfundur er varaþingmaður VG.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar