Stærsta rafmyntakauphöll heims stöðvaði úttektir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. desember 2022 14:02 Binance, stærsta rafmyntakauphöll heims, segir óþarft að hafa áhyggjur. Getty Binance, stærsta rafmyntakauphöll í heimi, stöðvaði tímabundið úttektir af reikningum viðskiptavina í gær. Fjárfestar hafa samanlagt tekið ígildi þriggja milljarða bandaríkjadala út af reikningum sínum síðustu daga. Eigendur rafmynta hafa verið áhyggjufullir eftir fall rafmyntafyrirtækisins FTX. Stofnandi fyrirtækisins, Sam Bankman-Fried, var handtekinn af bandarískum yfirvöldum í gær. Hann er sakaður um að hafa féflett viðskiptavini og fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi en hún var tekin til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Félagið lenti í alvarlegri lausafjárþurrð þegar viðskiptavinir gerðu áhlaup og drógu út milljarða dollara innistæður eftir fréttir af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Viðskiptavinir Binance virðast hafa áhyggjur af lausafjárstöðu kauphallarinnar í kjölfar frétta af falli FTX og hafa því tekið út fjármuni í miklum mæli. Binance tísti skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu Mazars nýlega þar sem fram kom að eign fyrirtækisins í Bitcoin væri töluvert meiri en því sem nemur úttektum viðskiptavina. Changpeng Zhao, forstjóri Binance, gefur lítið fyrir áhyggjur viðskiptamanna og segir stórar úttektir ekki nýjar af nálinni: „Við höfum séð þetta áður. Stundum eru úttektir meira áberandi og á móti koma dagar þar sem innlagnir eru töluvert umfangsmeiri.“ Talsmaður Binance tekur í sama streng og segir að lausafjárstaðan sé mjög fín. Fyrirtækið hafi nægt fjármagn til að mæta úttektum viðskiptavina. Things seem to have stabilized. Yesterday was not the highest withdrawals we processed, not even top 5. We processed more during LUNA or FTX crashes. Now deposits are coming back in. 🤷♂️💪 https://t.co/WLK2KyCym0— CZ 🔶 Binance (@cz_binance) December 14, 2022 Ástæðan fyrir tímabundna úttektabanninu er sögð vera bakvinnsla. Færa þurfi rafmyntir af „köldum“ veskjum, sem ekki eru beintengd internetinu, yfir á önnur veski, sem tekið gæti nokkurn tíma. Það eigi sérstaklega við þegar margar stórar úttektir eru gerðar samtímis. Zhao segir óþarft að hafa áhyggjur af fyrirtækinu: „Það, að þú lendir í slæmum viðskiptum við einhvern banka einhvern tímann þýðir það ekki að allir aðrir bankar séu það.“ Reuters og CNN greindu frá. The world's largest crypto exchange is blocking the ability to withdraw your funds after getting hit with almost $1 billion in withdrawals over 24 hours. https://t.co/YGzRhPC1cz— Max Burns (@themaxburns) December 13, 2022 Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39 Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2. desember 2022 11:08 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Eigendur rafmynta hafa verið áhyggjufullir eftir fall rafmyntafyrirtækisins FTX. Stofnandi fyrirtækisins, Sam Bankman-Fried, var handtekinn af bandarískum yfirvöldum í gær. Hann er sakaður um að hafa féflett viðskiptavini og fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi en hún var tekin til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Félagið lenti í alvarlegri lausafjárþurrð þegar viðskiptavinir gerðu áhlaup og drógu út milljarða dollara innistæður eftir fréttir af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Viðskiptavinir Binance virðast hafa áhyggjur af lausafjárstöðu kauphallarinnar í kjölfar frétta af falli FTX og hafa því tekið út fjármuni í miklum mæli. Binance tísti skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu Mazars nýlega þar sem fram kom að eign fyrirtækisins í Bitcoin væri töluvert meiri en því sem nemur úttektum viðskiptavina. Changpeng Zhao, forstjóri Binance, gefur lítið fyrir áhyggjur viðskiptamanna og segir stórar úttektir ekki nýjar af nálinni: „Við höfum séð þetta áður. Stundum eru úttektir meira áberandi og á móti koma dagar þar sem innlagnir eru töluvert umfangsmeiri.“ Talsmaður Binance tekur í sama streng og segir að lausafjárstaðan sé mjög fín. Fyrirtækið hafi nægt fjármagn til að mæta úttektum viðskiptavina. Things seem to have stabilized. Yesterday was not the highest withdrawals we processed, not even top 5. We processed more during LUNA or FTX crashes. Now deposits are coming back in. 🤷♂️💪 https://t.co/WLK2KyCym0— CZ 🔶 Binance (@cz_binance) December 14, 2022 Ástæðan fyrir tímabundna úttektabanninu er sögð vera bakvinnsla. Færa þurfi rafmyntir af „köldum“ veskjum, sem ekki eru beintengd internetinu, yfir á önnur veski, sem tekið gæti nokkurn tíma. Það eigi sérstaklega við þegar margar stórar úttektir eru gerðar samtímis. Zhao segir óþarft að hafa áhyggjur af fyrirtækinu: „Það, að þú lendir í slæmum viðskiptum við einhvern banka einhvern tímann þýðir það ekki að allir aðrir bankar séu það.“ Reuters og CNN greindu frá. The world's largest crypto exchange is blocking the ability to withdraw your funds after getting hit with almost $1 billion in withdrawals over 24 hours. https://t.co/YGzRhPC1cz— Max Burns (@themaxburns) December 13, 2022
Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39 Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2. desember 2022 11:08 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39
Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2. desember 2022 11:08