Stærsta rafmyntakauphöll heims stöðvaði úttektir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. desember 2022 14:02 Binance, stærsta rafmyntakauphöll heims, segir óþarft að hafa áhyggjur. Getty Binance, stærsta rafmyntakauphöll í heimi, stöðvaði tímabundið úttektir af reikningum viðskiptavina í gær. Fjárfestar hafa samanlagt tekið ígildi þriggja milljarða bandaríkjadala út af reikningum sínum síðustu daga. Eigendur rafmynta hafa verið áhyggjufullir eftir fall rafmyntafyrirtækisins FTX. Stofnandi fyrirtækisins, Sam Bankman-Fried, var handtekinn af bandarískum yfirvöldum í gær. Hann er sakaður um að hafa féflett viðskiptavini og fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi en hún var tekin til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Félagið lenti í alvarlegri lausafjárþurrð þegar viðskiptavinir gerðu áhlaup og drógu út milljarða dollara innistæður eftir fréttir af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Viðskiptavinir Binance virðast hafa áhyggjur af lausafjárstöðu kauphallarinnar í kjölfar frétta af falli FTX og hafa því tekið út fjármuni í miklum mæli. Binance tísti skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu Mazars nýlega þar sem fram kom að eign fyrirtækisins í Bitcoin væri töluvert meiri en því sem nemur úttektum viðskiptavina. Changpeng Zhao, forstjóri Binance, gefur lítið fyrir áhyggjur viðskiptamanna og segir stórar úttektir ekki nýjar af nálinni: „Við höfum séð þetta áður. Stundum eru úttektir meira áberandi og á móti koma dagar þar sem innlagnir eru töluvert umfangsmeiri.“ Talsmaður Binance tekur í sama streng og segir að lausafjárstaðan sé mjög fín. Fyrirtækið hafi nægt fjármagn til að mæta úttektum viðskiptavina. Things seem to have stabilized. Yesterday was not the highest withdrawals we processed, not even top 5. We processed more during LUNA or FTX crashes. Now deposits are coming back in. 🤷♂️💪 https://t.co/WLK2KyCym0— CZ 🔶 Binance (@cz_binance) December 14, 2022 Ástæðan fyrir tímabundna úttektabanninu er sögð vera bakvinnsla. Færa þurfi rafmyntir af „köldum“ veskjum, sem ekki eru beintengd internetinu, yfir á önnur veski, sem tekið gæti nokkurn tíma. Það eigi sérstaklega við þegar margar stórar úttektir eru gerðar samtímis. Zhao segir óþarft að hafa áhyggjur af fyrirtækinu: „Það, að þú lendir í slæmum viðskiptum við einhvern banka einhvern tímann þýðir það ekki að allir aðrir bankar séu það.“ Reuters og CNN greindu frá. The world's largest crypto exchange is blocking the ability to withdraw your funds after getting hit with almost $1 billion in withdrawals over 24 hours. https://t.co/YGzRhPC1cz— Max Burns (@themaxburns) December 13, 2022 Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39 Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2. desember 2022 11:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Eigendur rafmynta hafa verið áhyggjufullir eftir fall rafmyntafyrirtækisins FTX. Stofnandi fyrirtækisins, Sam Bankman-Fried, var handtekinn af bandarískum yfirvöldum í gær. Hann er sakaður um að hafa féflett viðskiptavini og fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi en hún var tekin til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Félagið lenti í alvarlegri lausafjárþurrð þegar viðskiptavinir gerðu áhlaup og drógu út milljarða dollara innistæður eftir fréttir af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Viðskiptavinir Binance virðast hafa áhyggjur af lausafjárstöðu kauphallarinnar í kjölfar frétta af falli FTX og hafa því tekið út fjármuni í miklum mæli. Binance tísti skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu Mazars nýlega þar sem fram kom að eign fyrirtækisins í Bitcoin væri töluvert meiri en því sem nemur úttektum viðskiptavina. Changpeng Zhao, forstjóri Binance, gefur lítið fyrir áhyggjur viðskiptamanna og segir stórar úttektir ekki nýjar af nálinni: „Við höfum séð þetta áður. Stundum eru úttektir meira áberandi og á móti koma dagar þar sem innlagnir eru töluvert umfangsmeiri.“ Talsmaður Binance tekur í sama streng og segir að lausafjárstaðan sé mjög fín. Fyrirtækið hafi nægt fjármagn til að mæta úttektum viðskiptavina. Things seem to have stabilized. Yesterday was not the highest withdrawals we processed, not even top 5. We processed more during LUNA or FTX crashes. Now deposits are coming back in. 🤷♂️💪 https://t.co/WLK2KyCym0— CZ 🔶 Binance (@cz_binance) December 14, 2022 Ástæðan fyrir tímabundna úttektabanninu er sögð vera bakvinnsla. Færa þurfi rafmyntir af „köldum“ veskjum, sem ekki eru beintengd internetinu, yfir á önnur veski, sem tekið gæti nokkurn tíma. Það eigi sérstaklega við þegar margar stórar úttektir eru gerðar samtímis. Zhao segir óþarft að hafa áhyggjur af fyrirtækinu: „Það, að þú lendir í slæmum viðskiptum við einhvern banka einhvern tímann þýðir það ekki að allir aðrir bankar séu það.“ Reuters og CNN greindu frá. The world's largest crypto exchange is blocking the ability to withdraw your funds after getting hit with almost $1 billion in withdrawals over 24 hours. https://t.co/YGzRhPC1cz— Max Burns (@themaxburns) December 13, 2022
Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39 Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2. desember 2022 11:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39
Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2. desember 2022 11:08