Kim Andersson: Erfitt að vera fertugur og mæta hraða Vals Andri Már Eggertsson skrifar 13. desember 2022 22:20 Kim Andersson og Christoffer Svensson standa vörnina gegn Aroni Degi Vísir/Hulda Margrét Ystad vann fjórða leikinn í röð í Evrópudeild karla í handbolta. Kim Andersson, leikmaður Ystad, var ánægður með sigurinn eftir leik. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við vorum búnir að sjá þá spila og við vissum að þeir myndu refsa okkur ef við myndum gera mistök. Ég er orðinn fertugur og það var erfitt fyrir mig að spila á móti þeim og þeir hlaupa svo mikið en auðvitað er ég ánægður með sigurinn hér á Íslandi,“ sagði Kim Andersson og hélt áfram. „Ég reyndi að hlaupa eins og ég gat í svona hröðum leik en ungu strákarnir þeir hlaupa eins og hestar en sem betur fer náðum við að skora okkar mörk og þeir gátu ekki refsað okkur í hvert einasta skipti.“ Kim Andersson var ánægður með byrjun Ystad í síðari hálfleik þar sem gestirnir frá Svíþjóð gerðu fimm mörk í röð. „Við byrjuðum leikinn stressaðir og vorum ekki að sækja á markið en í seinni hálfleik breyttist það og við náðum nokkrum mörkum í röð. Ég var ánægður með hvernig við héldum aga þegar Valur kom til baka og okkur tókst að vinna leikinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í Evrópudeildinni hefur Ystad snúið við blaðinu og unnið síðustu fjóra leiki. „Í fyrsta leik gegn Pauc vorum við stressaðir og vorum eins og lítil börn þar sem við vissum ekki hvað við vorum að fara út í en síðan var svekkjandi að tapa í Ungverjalandi.“ „Eftir tvo tapleiki unnum við Flensburg sem var óvænt en það gaf okkur sjálfstraust sem hefur fleytt okkur áfram.“ Þrátt fyrir að hafa unnið fjóra leiki í röð vildi Kim ekki vera með neinar yfirlýsingar um að Ystad gæti farið alla leið og unnið Evrópudeildina. „Ég veit ekki hvort við getum farið alla leið. Við tökum einn leik í einu og dagskráin okkar er erfið þar sem við eigum fimm leiki eftir þar til við förum í pásu í janúar og við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði Kim Andersson að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við vorum búnir að sjá þá spila og við vissum að þeir myndu refsa okkur ef við myndum gera mistök. Ég er orðinn fertugur og það var erfitt fyrir mig að spila á móti þeim og þeir hlaupa svo mikið en auðvitað er ég ánægður með sigurinn hér á Íslandi,“ sagði Kim Andersson og hélt áfram. „Ég reyndi að hlaupa eins og ég gat í svona hröðum leik en ungu strákarnir þeir hlaupa eins og hestar en sem betur fer náðum við að skora okkar mörk og þeir gátu ekki refsað okkur í hvert einasta skipti.“ Kim Andersson var ánægður með byrjun Ystad í síðari hálfleik þar sem gestirnir frá Svíþjóð gerðu fimm mörk í röð. „Við byrjuðum leikinn stressaðir og vorum ekki að sækja á markið en í seinni hálfleik breyttist það og við náðum nokkrum mörkum í röð. Ég var ánægður með hvernig við héldum aga þegar Valur kom til baka og okkur tókst að vinna leikinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í Evrópudeildinni hefur Ystad snúið við blaðinu og unnið síðustu fjóra leiki. „Í fyrsta leik gegn Pauc vorum við stressaðir og vorum eins og lítil börn þar sem við vissum ekki hvað við vorum að fara út í en síðan var svekkjandi að tapa í Ungverjalandi.“ „Eftir tvo tapleiki unnum við Flensburg sem var óvænt en það gaf okkur sjálfstraust sem hefur fleytt okkur áfram.“ Þrátt fyrir að hafa unnið fjóra leiki í röð vildi Kim ekki vera með neinar yfirlýsingar um að Ystad gæti farið alla leið og unnið Evrópudeildina. „Ég veit ekki hvort við getum farið alla leið. Við tökum einn leik í einu og dagskráin okkar er erfið þar sem við eigum fimm leiki eftir þar til við förum í pásu í janúar og við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði Kim Andersson að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira