Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. desember 2022 07:01 Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey, segir fjórar kynslóðir nú í fyrsta sinn starfa saman á vinnustöðum. Þessar kynslóðir eru: Baby boomers, X kynslóðin, aldamótakynslóðin og Z kynslóðin. Þessar kynslóðir séu svo ólíkir hópar starfsfólks að líkja megi því við að fjórar ólíkar hreyfingar séu starfandi á sömu vinnustöðum. Vísir/Vilhelm „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun verður fjallað um hvað þarf til að undirbúa kynslóðaskipti á vinnustöðum með það að leiðarljósi að yngri leiðtogar séu undirbúnir og þegar þjálfaðir. Hvaða kynslóðir starfa á þínum vinnustað? Meðal þess sem FranklinCovey býður upp á eru námskeið og vinnustofur sem beinast að því að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga þannig að vinnustaðurinn sé betur undir það búinn að mæta fjölda breytinga og áskoranna sem við blasa. Guðrún segir afar mikilvægt að vinnustaðir hugi að þessum málum snemma, en ekki aðeins þegar að því kemur að fólk er að hætta sökum aldurs. Alltaf sé gott að horfa fram í tímann. Það sem geri þetta verkefni hins vegar svo áhugavert í dag sé sú staðreynd að aldrei hafa verið jafn margar ólíkar kynslóðir starfandi saman eins og nú er. Kynslóðirnar fjórar sem verið er að tala um miðast við eftirfarandi fæðingatímabil: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946-1964. Kynslóð X er fólk fætt tímabilið 1965 til 1979. Aldamótakynslóðin er fædd 1980 til ársins 1994. Z kynslóðin er fólk fætt 1995 til 2012. Athugið: Ártöl voru uppfærð/leiðrétt í grein eftir birtingu. „Eins og gefur að skilja eru viðhorf og hegðun þessara kynslóða mjög ólík. Ákvarðanatakan er ólík, samskipti og endurgjöf er ólík, hollusta og tryggð er ólík og svo framvegis. Það hvernig þessar kynslóðir skilgreina ábyrgðarhlutverk sitt yfir í áherslur í stjórnun, allt getur þetta verið mjög ólíkt á milli kynslóða sem þó starfa á sama vinnustað.“ Guðrún segir að í raun megi líkja þessum fjórum kynslóðum saman við að innan sama fyrirtækis séu starfandi fjórar ólíkar hreyfingar. Að hennar mati hafi það þó tekist vel í íslensku atvinnulífi að skilja ólíkar þarfir og kröfur mismunandi kynslóða á vinnumarkaði. Guðrún segir þá vinnustaði sem skara fram úr hvað varðar undirbúning kynslóðaskipta eða þjálfunar á næstu kynslóð leiðtoga séu þau fyrirtæki sem huga mjög markvisst að uppbyggingu farsællar vinnustaðamenningar. Slík menning verði ekki til af sjálfri sér né sé verkefni sem hægt sé að úthýsa til markaðsdeilda.Vísir/Vilhelm Áskoranir og veruleikinn Guðrún segir algenga gryfju vera þá að stjórnendur átti sig ekki á því í hverju uppbygging á farsælli vinnustaðamenningu felst. Vinnustaðamenning er ekki eitthvað sem gerist óvart eða á leiðinni. Þetta er því ekki verkefni sem hægt er að úthýsa til markaðsdeilda og leysa með einhverjum slagorðum. Því það að byggja upp farsæla fyrirtækjamenningu gerist aðeins með ásetningi og stefnumarkandi ákvörðun. Þar sem við byrjum á því að spyrja: Hvernig vinnustað viljum við að þessi vinnustaður sé?“ Þá segir Guðrún algengan vanda hjá fyrirtækjum hreinlega vera þann að við séum öll svo önnum kafinn og því mikilvægt að gera lærdóm og vöxt hluta af daglegum forgangsverkefnum allra. Þess vegna sé gott að horfa á áskoranirnar út frá þeim veruleika sem við blasir. Þar nefnir hún fjögur atriði sérstaklega: Það er algengt að okkur skorti tíma og fjármagn Fólk hefur ólíkar fræðsluþarfir Fólk lærir með ólíkum hætti Sú þjálfunarleið sem farin er, þarf að skila árangri Þá sé gott að átta sig á því í hverju helsta uppbygging felst. Hvaða færni það sé, sem þurfi helst að þjálfa. Sem dæmi nefnir hún niðurstöður kannana sem sýna hvaða atriði það eru sem starfsfólk nefnir helst sjálft þegar það er spurt um hvaða færni það sé, sem fólk telur mikilvægustu færnina í starfi. „Svörin þar sýna að fólk og vinnustaðir kalla eftir vaxandi færni á sviði tilfinningagreindar, samskiptafærni, stafrænnar færni, greiningarfærni, félagsfærni og svo framvegis.“ Í janúar 2023 hefja göngu sína hlaðvarpsþættirnir Gott fólk með Guðrúnu Högna sem birtast munu og fjallað verður um í Atvinnulífinu á Vísi. Í þáttunum mun Guðrún ræða við þrautreynda stjórnendur um leiðtogahlutverkið, rekstur fyrirtækja og fleira. Góðu ráðin: Það sem hefur margsýnt sannað sig Þegar Guðrún er spurð að því hvað henni finnst einkenna þau fyrirtæki sem gengur vel að undirbúa sig undir kynslóðaskipti eða þjálfun næstu kynslóða leiðtoga, er hún ekki sein til svars: „Það sem ég hef tekið eftir er að þeir vinnustaðir sem skara fram úr og hafa náð mjög góðum árangri eru vinnustaðir sem hafa náð farsælum árangri í að rækta og viðhalda menningu árangurs. Þetta eru þá vinnustaðir sem eru uppteknir af því allar stundir að hugsa um það hvaða hegðun, gildi, samskipti, viðhorf og fleira skiptir sköpum innan vinnustaðarins til þess að móta þá menningu sem vinnustaðurinn vill byggja upp og hafa.“ Guðrún nefnir nokkur fyrirtæki úr viðskiptavinahópi FranklinCovey sem hún telur vera til fyrirmyndar. „Á þessum vinnustöðum eru allir nýir starfsmenn teknir í þjálfun þegar þeir hefja störf. Í þeirri þjálfun er lagður grunnur að þeirri menningu sem fyrirtækið vill standa að. Þjálfun og vinnustofur eru sérsniðnar á öflugum grunni og oft sjáum við um að þjálfa innri þjálfara og fylgja eftir með skemmtilegum og aðgengilegum stafrænum lotum, markþjálfun og öflugum takti eftirfylgni.“ Að mati Guðrúnar, er þessi uppbygging á menningu fyrirtækisins lykillinn að því að undirbúa vinnustaðinn undir kynslóðaskipti og þjálfun næstu kynslóðar leiðtoga. Því það er svo margt sem við lærum ekki í skóla en lærum kannski í svona þjálfun. Til dæmis frumkvæði, stafræn færni og svo framvegis. Þegar menning vinnustaðar er byggð upp með markvissum hætti og stöðugt hefur það margsinnis sannast að ávinningurinn skilar sér margfalt og það alla leið niður í rekstrarniðurstöðu og hagnað.“ Stjórnun Mannauðsmál Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 28. október 2022 07:00 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. 20. apríl 2022 07:01 Kanna orðspor umsækjenda í stjórnendastörf Í kjölfar frásagnar Vítalíu Lazareva fyrr í mánuðinum um að þjóðþekktir menn í atvinnulífinu hafi brotið á henni kynferðislega, hafa margir velt fyrir sér hvort það hafi í raun eitthvað breyst, frá því að #metoo bylgjan fór af stað haustið 2017. 18. janúar 2022 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í Atvinnulífinu í dag og á morgun verður fjallað um hvað þarf til að undirbúa kynslóðaskipti á vinnustöðum með það að leiðarljósi að yngri leiðtogar séu undirbúnir og þegar þjálfaðir. Hvaða kynslóðir starfa á þínum vinnustað? Meðal þess sem FranklinCovey býður upp á eru námskeið og vinnustofur sem beinast að því að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga þannig að vinnustaðurinn sé betur undir það búinn að mæta fjölda breytinga og áskoranna sem við blasa. Guðrún segir afar mikilvægt að vinnustaðir hugi að þessum málum snemma, en ekki aðeins þegar að því kemur að fólk er að hætta sökum aldurs. Alltaf sé gott að horfa fram í tímann. Það sem geri þetta verkefni hins vegar svo áhugavert í dag sé sú staðreynd að aldrei hafa verið jafn margar ólíkar kynslóðir starfandi saman eins og nú er. Kynslóðirnar fjórar sem verið er að tala um miðast við eftirfarandi fæðingatímabil: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946-1964. Kynslóð X er fólk fætt tímabilið 1965 til 1979. Aldamótakynslóðin er fædd 1980 til ársins 1994. Z kynslóðin er fólk fætt 1995 til 2012. Athugið: Ártöl voru uppfærð/leiðrétt í grein eftir birtingu. „Eins og gefur að skilja eru viðhorf og hegðun þessara kynslóða mjög ólík. Ákvarðanatakan er ólík, samskipti og endurgjöf er ólík, hollusta og tryggð er ólík og svo framvegis. Það hvernig þessar kynslóðir skilgreina ábyrgðarhlutverk sitt yfir í áherslur í stjórnun, allt getur þetta verið mjög ólíkt á milli kynslóða sem þó starfa á sama vinnustað.“ Guðrún segir að í raun megi líkja þessum fjórum kynslóðum saman við að innan sama fyrirtækis séu starfandi fjórar ólíkar hreyfingar. Að hennar mati hafi það þó tekist vel í íslensku atvinnulífi að skilja ólíkar þarfir og kröfur mismunandi kynslóða á vinnumarkaði. Guðrún segir þá vinnustaði sem skara fram úr hvað varðar undirbúning kynslóðaskipta eða þjálfunar á næstu kynslóð leiðtoga séu þau fyrirtæki sem huga mjög markvisst að uppbyggingu farsællar vinnustaðamenningar. Slík menning verði ekki til af sjálfri sér né sé verkefni sem hægt sé að úthýsa til markaðsdeilda.Vísir/Vilhelm Áskoranir og veruleikinn Guðrún segir algenga gryfju vera þá að stjórnendur átti sig ekki á því í hverju uppbygging á farsælli vinnustaðamenningu felst. Vinnustaðamenning er ekki eitthvað sem gerist óvart eða á leiðinni. Þetta er því ekki verkefni sem hægt er að úthýsa til markaðsdeilda og leysa með einhverjum slagorðum. Því það að byggja upp farsæla fyrirtækjamenningu gerist aðeins með ásetningi og stefnumarkandi ákvörðun. Þar sem við byrjum á því að spyrja: Hvernig vinnustað viljum við að þessi vinnustaður sé?“ Þá segir Guðrún algengan vanda hjá fyrirtækjum hreinlega vera þann að við séum öll svo önnum kafinn og því mikilvægt að gera lærdóm og vöxt hluta af daglegum forgangsverkefnum allra. Þess vegna sé gott að horfa á áskoranirnar út frá þeim veruleika sem við blasir. Þar nefnir hún fjögur atriði sérstaklega: Það er algengt að okkur skorti tíma og fjármagn Fólk hefur ólíkar fræðsluþarfir Fólk lærir með ólíkum hætti Sú þjálfunarleið sem farin er, þarf að skila árangri Þá sé gott að átta sig á því í hverju helsta uppbygging felst. Hvaða færni það sé, sem þurfi helst að þjálfa. Sem dæmi nefnir hún niðurstöður kannana sem sýna hvaða atriði það eru sem starfsfólk nefnir helst sjálft þegar það er spurt um hvaða færni það sé, sem fólk telur mikilvægustu færnina í starfi. „Svörin þar sýna að fólk og vinnustaðir kalla eftir vaxandi færni á sviði tilfinningagreindar, samskiptafærni, stafrænnar færni, greiningarfærni, félagsfærni og svo framvegis.“ Í janúar 2023 hefja göngu sína hlaðvarpsþættirnir Gott fólk með Guðrúnu Högna sem birtast munu og fjallað verður um í Atvinnulífinu á Vísi. Í þáttunum mun Guðrún ræða við þrautreynda stjórnendur um leiðtogahlutverkið, rekstur fyrirtækja og fleira. Góðu ráðin: Það sem hefur margsýnt sannað sig Þegar Guðrún er spurð að því hvað henni finnst einkenna þau fyrirtæki sem gengur vel að undirbúa sig undir kynslóðaskipti eða þjálfun næstu kynslóða leiðtoga, er hún ekki sein til svars: „Það sem ég hef tekið eftir er að þeir vinnustaðir sem skara fram úr og hafa náð mjög góðum árangri eru vinnustaðir sem hafa náð farsælum árangri í að rækta og viðhalda menningu árangurs. Þetta eru þá vinnustaðir sem eru uppteknir af því allar stundir að hugsa um það hvaða hegðun, gildi, samskipti, viðhorf og fleira skiptir sköpum innan vinnustaðarins til þess að móta þá menningu sem vinnustaðurinn vill byggja upp og hafa.“ Guðrún nefnir nokkur fyrirtæki úr viðskiptavinahópi FranklinCovey sem hún telur vera til fyrirmyndar. „Á þessum vinnustöðum eru allir nýir starfsmenn teknir í þjálfun þegar þeir hefja störf. Í þeirri þjálfun er lagður grunnur að þeirri menningu sem fyrirtækið vill standa að. Þjálfun og vinnustofur eru sérsniðnar á öflugum grunni og oft sjáum við um að þjálfa innri þjálfara og fylgja eftir með skemmtilegum og aðgengilegum stafrænum lotum, markþjálfun og öflugum takti eftirfylgni.“ Að mati Guðrúnar, er þessi uppbygging á menningu fyrirtækisins lykillinn að því að undirbúa vinnustaðinn undir kynslóðaskipti og þjálfun næstu kynslóðar leiðtoga. Því það er svo margt sem við lærum ekki í skóla en lærum kannski í svona þjálfun. Til dæmis frumkvæði, stafræn færni og svo framvegis. Þegar menning vinnustaðar er byggð upp með markvissum hætti og stöðugt hefur það margsinnis sannast að ávinningurinn skilar sér margfalt og það alla leið niður í rekstrarniðurstöðu og hagnað.“
Stjórnun Mannauðsmál Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 28. október 2022 07:00 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. 20. apríl 2022 07:01 Kanna orðspor umsækjenda í stjórnendastörf Í kjölfar frásagnar Vítalíu Lazareva fyrr í mánuðinum um að þjóðþekktir menn í atvinnulífinu hafi brotið á henni kynferðislega, hafa margir velt fyrir sér hvort það hafi í raun eitthvað breyst, frá því að #metoo bylgjan fór af stað haustið 2017. 18. janúar 2022 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 28. október 2022 07:00
„Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00
Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01
Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. 20. apríl 2022 07:01
Kanna orðspor umsækjenda í stjórnendastörf Í kjölfar frásagnar Vítalíu Lazareva fyrr í mánuðinum um að þjóðþekktir menn í atvinnulífinu hafi brotið á henni kynferðislega, hafa margir velt fyrir sér hvort það hafi í raun eitthvað breyst, frá því að #metoo bylgjan fór af stað haustið 2017. 18. janúar 2022 07:01