Ein besta knattspyrnukona Svía setur skóna upp á hillu og gerist lögreglukona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2022 17:00 Nilla Fischer var lengi fyrirliði sænska landsliðsins og hér heilsar hún Katrínu Jónsdóttur, þáverandi fyrirliða Íslands, fyrir leik þjóðanna. Getty/Vasco Celio Sænska knattspyrnukonan Nilla Fischer hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum en hún segir að skrokkurinn sinn þoli ekki meira. Eftir magnaðan fótboltaferil verður spennan örugglega ekkert minna á nýjum starfsvettvangi. Hún ætlar nefnilega að gerast lögreglukona. Sweden's Nilla Fischer has today announced her retirement from professional football! We wish you the best of luck in the future, Nilla @svenskfotboll | @fischer_nilla pic.twitter.com/WPDa3Ccqyv— UEFA Women's EURO (@WEURO) December 12, 2022 „Þetta er ógnvekjandi en um leið spennandi áskorun,“ sagði Nilla Fischer en Aftonbladet segir frá. Fischer spilaði alls 189 landsleiki fyrir Svía og skoraði í þeim 23 mörk en hún endaði landsliðsferil sinn fyrir ári síðan. Fischer spilaði oftast sem miðvörður eða afturliggjandi miðjumaður en var ávallt skeinuhætt í föstum leikatriðum. Stærstan hluta síns ferils þótti Fischer vera í hóp bestu varnarmanna heims og hún vann titla með sínum félagsliðum. Swedish national team player and Linköping FC defender Nilla Fischer retires. What a career she has had and what a player and character she is and has been on and off the pitch. https://t.co/GcNfsk98aK— Mia Eriksson (@mia_eriksson) December 12, 2022 Síðustu árin spilaði Fischer með Linköping en hún var lengi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýska stórliðinu VfL Wolfsburg. Þá spilaði hún einnig með Ásthildi og Þóru Björg Helgadætrum hjá LdB FC Malmö. „Það er kominn tími til að kveðja fyrstu ástina. Þetta hefur verið svo frábær lífsreynsla í svo mörg ár. Takk fyrir allt, skrifaði Nilla Fischer á samfélagsmiðla. Fram undan er nám við lögregluskólann hjá hinnu 38 ára gömlu Nillu. „Ég þekki það vel að vinna í hópi og ég er vön æfingum og líkamlega þættinum. Ég hef aftur á móti ekkert forskot í bóknáminu enda hef ég ekki lært neitt síðan ég var í gagnfræðisskóla. Vonandi læri ég,“ sagði Fischer. Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Eftir magnaðan fótboltaferil verður spennan örugglega ekkert minna á nýjum starfsvettvangi. Hún ætlar nefnilega að gerast lögreglukona. Sweden's Nilla Fischer has today announced her retirement from professional football! We wish you the best of luck in the future, Nilla @svenskfotboll | @fischer_nilla pic.twitter.com/WPDa3Ccqyv— UEFA Women's EURO (@WEURO) December 12, 2022 „Þetta er ógnvekjandi en um leið spennandi áskorun,“ sagði Nilla Fischer en Aftonbladet segir frá. Fischer spilaði alls 189 landsleiki fyrir Svía og skoraði í þeim 23 mörk en hún endaði landsliðsferil sinn fyrir ári síðan. Fischer spilaði oftast sem miðvörður eða afturliggjandi miðjumaður en var ávallt skeinuhætt í föstum leikatriðum. Stærstan hluta síns ferils þótti Fischer vera í hóp bestu varnarmanna heims og hún vann titla með sínum félagsliðum. Swedish national team player and Linköping FC defender Nilla Fischer retires. What a career she has had and what a player and character she is and has been on and off the pitch. https://t.co/GcNfsk98aK— Mia Eriksson (@mia_eriksson) December 12, 2022 Síðustu árin spilaði Fischer með Linköping en hún var lengi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýska stórliðinu VfL Wolfsburg. Þá spilaði hún einnig með Ásthildi og Þóru Björg Helgadætrum hjá LdB FC Malmö. „Það er kominn tími til að kveðja fyrstu ástina. Þetta hefur verið svo frábær lífsreynsla í svo mörg ár. Takk fyrir allt, skrifaði Nilla Fischer á samfélagsmiðla. Fram undan er nám við lögregluskólann hjá hinnu 38 ára gömlu Nillu. „Ég þekki það vel að vinna í hópi og ég er vön æfingum og líkamlega þættinum. Ég hef aftur á móti ekkert forskot í bóknáminu enda hef ég ekki lært neitt síðan ég var í gagnfræðisskóla. Vonandi læri ég,“ sagði Fischer.
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira