Vill rússneskan ríkisborgararétt til að forðast framsal vegna morðtilraunar Valur Páll Eiríksson skrifar 12. desember 2022 15:30 Quincy Promes var kærður fyrir tilraun til manndráps. James Williamson - AMA/Getty Images Hollendingurinn Quincy Promes hefur sótt um rússneskan ríkisborgararétt samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Promes er sakaður um að hafa reynt að myrða frænda sinn og gerir nú allt til að forðast framsal til Hollands. Promes var á meðal bestu leikmanna hollensku deildarinnar með Ajax þegar hann var tekinn fastur í desember 2020 grunaður um að hafa stungið frænda sinn nokkrum mánuðum áður. Hann losnaði úr varðhaldi og brást við með því að fá í gegn félagsskipti til Spartak Moskvu í Rússlandi í febrúar 2021. Hann hafði áður leikið með rússneska liðinu frá 2014 til 2018 og félagið fagnaði tækifærinu til að endurheimta Promes. Hann fær því eiginlegt hæli í Rússlandi á meðan kæran hangir enn yfir honum í heimalandinu. Promes hefur ávallt neitað sök en hefur ekki snúið aftur til heimalandsins frá því að kæra fyrir tilraun til manndráps var gefin út í nóvember í fyrra. Rússneskir fjölmiðlar greina nú frá því að hann hafi sótt um rússneskan ríkisborgararétt til að forðast framsal, en Rússar framselja að jafnaði ekki eigin ríkisborgara. Spartak Moskva stendur með Promes í málinu og herma fregnir frá Rússlandi að félagið hafi aðstoðað hann við að sækja um vegabréf. Hann hefur skorað 23 mörk í 49 deildarleikjum frá því að hann sneri aftur til félagsins. Promes spilaði 50 landsleiki fyrir hollenska landsliðið en knattspyrnusamband landsins gaf út í nóvember í fyrra að hann yrði ekki valinn á meðan hann væri með ákæru á bakinu. Holland Rússland Hollenski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Promes var á meðal bestu leikmanna hollensku deildarinnar með Ajax þegar hann var tekinn fastur í desember 2020 grunaður um að hafa stungið frænda sinn nokkrum mánuðum áður. Hann losnaði úr varðhaldi og brást við með því að fá í gegn félagsskipti til Spartak Moskvu í Rússlandi í febrúar 2021. Hann hafði áður leikið með rússneska liðinu frá 2014 til 2018 og félagið fagnaði tækifærinu til að endurheimta Promes. Hann fær því eiginlegt hæli í Rússlandi á meðan kæran hangir enn yfir honum í heimalandinu. Promes hefur ávallt neitað sök en hefur ekki snúið aftur til heimalandsins frá því að kæra fyrir tilraun til manndráps var gefin út í nóvember í fyrra. Rússneskir fjölmiðlar greina nú frá því að hann hafi sótt um rússneskan ríkisborgararétt til að forðast framsal, en Rússar framselja að jafnaði ekki eigin ríkisborgara. Spartak Moskva stendur með Promes í málinu og herma fregnir frá Rússlandi að félagið hafi aðstoðað hann við að sækja um vegabréf. Hann hefur skorað 23 mörk í 49 deildarleikjum frá því að hann sneri aftur til félagsins. Promes spilaði 50 landsleiki fyrir hollenska landsliðið en knattspyrnusamband landsins gaf út í nóvember í fyrra að hann yrði ekki valinn á meðan hann væri með ákæru á bakinu.
Holland Rússland Hollenski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira