Ógiftir mega enn njóta ásta á Balí Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 07:36 Erlendir ferðamenn eru helsta tekjulind eyjaskeggja á Balí. Ríkisstjóri eyjarinnar vill fullvissa ógifta ferðamenn um að þeir verði ekki sóttir til saka fyrir að deila sæng þar. Vísir/EPA Ríkisstjóri indónesísku eyjarinnar Balí fullyrðir að nýsamþykkt lög sem banna kynlíf utan hjónabands muni ekki hafa áhrif á erlenda ferðamenn þar. Eyjan á allt sitt undir ferðaþjónustu en áhyggjuraddir hafa heyrst um að lögin gætu fælt frá ferðamenn. Indónesíska þingið samþykkti breytingar á hegningarlögum sem gera það bæði refsivert að stunda kynlíf utan hjónabands og banna ógiftu fólki að búa saman í síðustu viku. Þingmenn sögðu breytingarnar mikilvægar til að standa vörð um „indónesísk gildi“. Wayan Koster, ríkisstjóri Balí, lýsti því yfir í gær að þeir sem heimsækja eða búa á Balí þurfi ekki að hafa áhyggjur af nýju lögunum. Þau taki ekki gildi fyrr en eftir þrjú ár en auk þess verði fólk aðeins sótt til saka á grundvelli kvartana frá foreldrum, maka eða barni. Reyndi hann að fullvissa erlenda ferðalanga um að hjúskaparstaða fólks yrði ekki könnuð sérstaklega við innritun á hótelum, íbúðum, gistihúsum eða heilsulindum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sagði Koster ekkert hæft í fréttum um afbókanir á ferðum og hótelgistingu á eyjunni eftir að lögin voru samþykkt. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áhyggjur af því að nýju hegningarlögin ógni borgararéttindum fólks. Lögin leggja einnig bann við því að móðga forseta landsins, þjóðfánann og ríkisstofnanir. Indónesía Kynlíf Ferðalög Trúmál Tengdar fréttir Kynlíf utan hjónabands bannað í Indónesíu Þingið í Indónesíu samþykkti í morgun breytingar á hegningarlögum á þann veg að allt kynlíf utan hjónabands hefur verið gert ólöglegt í landinu og gætu slík brot varðað allt að árs fangelsi. 6. desember 2022 07:32 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Indónesíska þingið samþykkti breytingar á hegningarlögum sem gera það bæði refsivert að stunda kynlíf utan hjónabands og banna ógiftu fólki að búa saman í síðustu viku. Þingmenn sögðu breytingarnar mikilvægar til að standa vörð um „indónesísk gildi“. Wayan Koster, ríkisstjóri Balí, lýsti því yfir í gær að þeir sem heimsækja eða búa á Balí þurfi ekki að hafa áhyggjur af nýju lögunum. Þau taki ekki gildi fyrr en eftir þrjú ár en auk þess verði fólk aðeins sótt til saka á grundvelli kvartana frá foreldrum, maka eða barni. Reyndi hann að fullvissa erlenda ferðalanga um að hjúskaparstaða fólks yrði ekki könnuð sérstaklega við innritun á hótelum, íbúðum, gistihúsum eða heilsulindum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sagði Koster ekkert hæft í fréttum um afbókanir á ferðum og hótelgistingu á eyjunni eftir að lögin voru samþykkt. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áhyggjur af því að nýju hegningarlögin ógni borgararéttindum fólks. Lögin leggja einnig bann við því að móðga forseta landsins, þjóðfánann og ríkisstofnanir.
Indónesía Kynlíf Ferðalög Trúmál Tengdar fréttir Kynlíf utan hjónabands bannað í Indónesíu Þingið í Indónesíu samþykkti í morgun breytingar á hegningarlögum á þann veg að allt kynlíf utan hjónabands hefur verið gert ólöglegt í landinu og gætu slík brot varðað allt að árs fangelsi. 6. desember 2022 07:32 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Kynlíf utan hjónabands bannað í Indónesíu Þingið í Indónesíu samþykkti í morgun breytingar á hegningarlögum á þann veg að allt kynlíf utan hjónabands hefur verið gert ólöglegt í landinu og gætu slík brot varðað allt að árs fangelsi. 6. desember 2022 07:32