Karólína Lea loks að snúa til baka: „Andlega hef ég aldrei verið betri“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 10:46 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði í rúmt ár í gegnum meiðsli aftan í læri en varð á endanum að taka hlé frá fótboltanum til að losna við meiðslin. Getty/Alex Pantling Eftir að hafa verið meidd í alltof langan tíma og spilað í gegnum téð meiðsli á Evrópumótinu síðasta sumar varð landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að taka sér dágóða pásu frá fótbolta en hún er loks byrjuð að æfa aftur og stefnir á að geta byrjað að spila á fullu með Bayern München fyrr heldur en seinna. Karólína Lea stóð vakti verðskuldaða athygli á Evrópumótinu í fótbolta sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Hún skoraði glæsilegt mark í 1-1 jafntefli Íslands og Ítalíu ásamt því að vera einn af bestu leikmönnum liðsins í öllum þremur leikjum þess. Það kom því verulega á óvart þegar í ljós kom að hún hafði verið að spila í gegnum erfið meiðsli allan tímann. Meiðsli sem voru það slæm að á endanum var ákveðið að hún yrði að taka sér pásu frá fótbolta til að jafna sig. Bayern birti hins vegar mynd af Karólínu Leu nýverið þar sem gefið var til kynna að hún væri byrjuð að æfa á nýjan leik. Vísir heyrði því í þessari ungu landsliðskonu og tók stöðuna. „Þetta er sinin aftan í læri, er búið að vera síðan í ágúst á síðasta ári. Hef núna verið í endurhæfingu í fjóra mánuði en þó ég sé byrjuð að æfa með liðinu þá fer ég ekki beint inn í æfingahópinn. Ég þarf að æfa vel og koma mér inn í æfingarnar. Ef allt gengur vel þá vonandi næ ég síðasta leiknum fyrir áramót á móti Benfica í Meistaradeildinni. Ef allt fer vel,“ sagði Karólína Lea um meiðslin og hversu lengi þau hafa plagað hana. Leikurinn gegn Benfica er þann 21. desember næstkomandi. Hún stefnir svo á að vera komin á fullt þegar Bayern hefur leik að nýju í febrúar á næsta ári. Þó þessi öflugi sóknarþenkjandi miðjumaður hafi ekki mátt æfa né spila undanfarna mánuði hefur hún verið með meiri viðveru á æfingasvæði Bayern en þegar hún er leikfær. „Ég hef verið úti allan tímann. Þegar þú ert meidd þá æfir maður mun meira, var byrjuð að æfa tíu sinnum í viku síðustu fjórar vikurnar í endurhæfingunni. Fór í ræktina fyrri partinn og fótbolta seinni partinn. Það er verið að reyna gera mann eins tilbúna í liðsæfingar og hægt er. Að vera með liðinu á æfingum er eins og frí miðað við æfingarnar þegar maður er að glíma við meiðsli, svona miðað við.“ Ætlaði sér að spila á EM „Ég hef aldrei verið einhver meiðslapési en svo allt í einu lendi ég í þessum ömurlegu meiðslum. Þetta er svo óþægilegt því þetta er ekki brotið bein, í rauninni var ég alltaf að þrauka í gegnum smá verk. Svo út af því ég er bara 21 árs þá meikar ekki sens að vera berjast í gegnum allar æfingar.“ „Undirmeðvitundin vissi alveg að þetta væri ekki sniðugt en mig langaði rosalega að spila á EM. Auðvitað hefði ég átt að hvíla mig um leið og fann fyrir þessum verk aftan í læri en ég hugsaði alltaf að þetta væri ekki svo vont svo ég hélt alltaf áfram. Karólína Lea í leik með Íslandi á EM.Vísir/Vilhelm Karólína Lea þakkar góðu baklandi sem og liðsfélögum sínum hjá Bayern en hún er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá félaginu. Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í vörn liðsins og markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir að reyna brjóta sér leið inn í byrjunarliðið. „Það munar öllu. Ég er heppin, ég fæ mikið af heimsókn og mér líður mjög andlega hérna úti. Fæ minn stuðning og endurhæfingin hérna úti er eins flott og hægt er, það er gert allt fyrir þig. Andlega hef ég aldrei verið betri,“ sagði Karólína Lea að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Bayern myndi aldrei leyfa mér það“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 14. september 2022 11:01 „Ég spilaði EM á verkjalyfjum“ Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar. 14. september 2022 08:01 Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Karólína Lea stóð vakti verðskuldaða athygli á Evrópumótinu í fótbolta sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Hún skoraði glæsilegt mark í 1-1 jafntefli Íslands og Ítalíu ásamt því að vera einn af bestu leikmönnum liðsins í öllum þremur leikjum þess. Það kom því verulega á óvart þegar í ljós kom að hún hafði verið að spila í gegnum erfið meiðsli allan tímann. Meiðsli sem voru það slæm að á endanum var ákveðið að hún yrði að taka sér pásu frá fótbolta til að jafna sig. Bayern birti hins vegar mynd af Karólínu Leu nýverið þar sem gefið var til kynna að hún væri byrjuð að æfa á nýjan leik. Vísir heyrði því í þessari ungu landsliðskonu og tók stöðuna. „Þetta er sinin aftan í læri, er búið að vera síðan í ágúst á síðasta ári. Hef núna verið í endurhæfingu í fjóra mánuði en þó ég sé byrjuð að æfa með liðinu þá fer ég ekki beint inn í æfingahópinn. Ég þarf að æfa vel og koma mér inn í æfingarnar. Ef allt gengur vel þá vonandi næ ég síðasta leiknum fyrir áramót á móti Benfica í Meistaradeildinni. Ef allt fer vel,“ sagði Karólína Lea um meiðslin og hversu lengi þau hafa plagað hana. Leikurinn gegn Benfica er þann 21. desember næstkomandi. Hún stefnir svo á að vera komin á fullt þegar Bayern hefur leik að nýju í febrúar á næsta ári. Þó þessi öflugi sóknarþenkjandi miðjumaður hafi ekki mátt æfa né spila undanfarna mánuði hefur hún verið með meiri viðveru á æfingasvæði Bayern en þegar hún er leikfær. „Ég hef verið úti allan tímann. Þegar þú ert meidd þá æfir maður mun meira, var byrjuð að æfa tíu sinnum í viku síðustu fjórar vikurnar í endurhæfingunni. Fór í ræktina fyrri partinn og fótbolta seinni partinn. Það er verið að reyna gera mann eins tilbúna í liðsæfingar og hægt er. Að vera með liðinu á æfingum er eins og frí miðað við æfingarnar þegar maður er að glíma við meiðsli, svona miðað við.“ Ætlaði sér að spila á EM „Ég hef aldrei verið einhver meiðslapési en svo allt í einu lendi ég í þessum ömurlegu meiðslum. Þetta er svo óþægilegt því þetta er ekki brotið bein, í rauninni var ég alltaf að þrauka í gegnum smá verk. Svo út af því ég er bara 21 árs þá meikar ekki sens að vera berjast í gegnum allar æfingar.“ „Undirmeðvitundin vissi alveg að þetta væri ekki sniðugt en mig langaði rosalega að spila á EM. Auðvitað hefði ég átt að hvíla mig um leið og fann fyrir þessum verk aftan í læri en ég hugsaði alltaf að þetta væri ekki svo vont svo ég hélt alltaf áfram. Karólína Lea í leik með Íslandi á EM.Vísir/Vilhelm Karólína Lea þakkar góðu baklandi sem og liðsfélögum sínum hjá Bayern en hún er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá félaginu. Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í vörn liðsins og markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir að reyna brjóta sér leið inn í byrjunarliðið. „Það munar öllu. Ég er heppin, ég fæ mikið af heimsókn og mér líður mjög andlega hérna úti. Fæ minn stuðning og endurhæfingin hérna úti er eins flott og hægt er, það er gert allt fyrir þig. Andlega hef ég aldrei verið betri,“ sagði Karólína Lea að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Bayern myndi aldrei leyfa mér það“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 14. september 2022 11:01 „Ég spilaði EM á verkjalyfjum“ Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar. 14. september 2022 08:01 Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
„Bayern myndi aldrei leyfa mér það“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 14. september 2022 11:01
„Ég spilaði EM á verkjalyfjum“ Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar. 14. september 2022 08:01
Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45