Gleðileg venjuleg jól!!! Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 11. desember 2022 08:31 Ert þú kona sem hugsar oft: nú kem ég mér í mitt besta form? Ert viss um að þú verðir í þínu besta formi um jólin? Næsta sumar? Á stórafmælinu? Ég er svoleiðis kona! Fæstar erum við afreksíþróttakonur og þar af leiðandi erum við fæstar með sixpack. Fæstar mæður hafa tíma til að fara í ræktina tvisvar á dag. Við þurfum kolvetni til að geta hugsað og verið skemmtilegar. Er ekki betra að vera skemmtilegur en að vera með sixpack? Það eina sem skiptir máli er að líkaminn okkar geti gert það sem okkur langar til. Ef það er eitthvað sem hann ræður ekki við þá þarf að leggja það á sig að æfa sig. Fertug kona sem hefur aldrei farið í heljarstökk getur það ef hún æfir sig. Hún fær þá kannski sixpack á meðan en það er þá bara bónus. Að geta gengið à fjöll ef mann langar, labbað í bæinn, hjólað í heimsókn til bestu vinkonu sinnar, hoppað à milli steina eða hlaupið á eftir krakka sem er á leiðinni út á götu. Að geta gert það sem mann langar til! Sandro Botticelli, The Birth of Venus (c. 1484–1486) Ég ólst upp við þessa mynd af Venus heima hjá ömmu litlu. Venus er ekki feit á þessari mynd, fjarri því, en hún er vaxin eins og kona. Líklega með örlítið lafandi rass og líklega ekki kúlulaga. Sætur strákur sagði mér að ég væri með sápukúlurass þegar ég var í 8. bekk. Það er liðin tíð. Það búa nefnilega mjög margar hnébeygjur á bak við hvern kúlurass og ég efast um að Venus hafi verið að hamast í einhverjum hnébeygjum. Hún var líklega bara að éta ólífur og drekka geitamjólk. Venus er gullfalleg kona án þess að líta út eins og afreksíþróttakona, ekki með sixpack eða með fituprósentu undir 5%. Afreksíþróttakonur eru gullfallegar líka, við getum bara ekki allar litið þannig út. Það er vinnan þeirra að geta afrekað í sinni íþrótt og þess vegna eru þær vöðvastæltar. Ég er alveg mjó en mjúk. Mjó og mjúk. Fullkomin eins og Venus. Ég ætlaði að vera í besta formi lífs míns á fertugsafmælinu í febrúar. Það mun nást því ég ætla að vera í besta formi lífs míns sem venjuleg kona, tveggja barna móðir og skemmtileg án þess að vera með sixpack. Ég ætla að vera Venus og hylja á mér píkuna með síðri hárkollu því ég asnaðist til að klippa af mér allt hárið sem var hluti af einhverri hreinsun og nýju upphafi. Það eina sem þarf er að passa kólesterólið, blóðsykurinn, hjartað og gleðina. Sykurinn og saltið. Borða fyrir sálina og halda sér í því formi sem gerir líkamanum kleift til að gera það sem okkur dreymir um. Mjó og mjúk. Feit og mjúk. Stælt og stinn. Stinn og mjúk. Ég elska þig venjulega kona! Ef þú kemst ekki í kjólinn fyrir jólin finndu þér þá fallegan stóran kjól! Sem passar! Settu svo á þig bleikan eða rauðan og segðu við sjálfa þig: DJÖFULL ER ÉG VENJULEG OG SÆT!!! Eigum við að vera svolítið venjulegar þessi jólin? GLEÐILEG VENJULEG JÓL!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Heilsa Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ert þú kona sem hugsar oft: nú kem ég mér í mitt besta form? Ert viss um að þú verðir í þínu besta formi um jólin? Næsta sumar? Á stórafmælinu? Ég er svoleiðis kona! Fæstar erum við afreksíþróttakonur og þar af leiðandi erum við fæstar með sixpack. Fæstar mæður hafa tíma til að fara í ræktina tvisvar á dag. Við þurfum kolvetni til að geta hugsað og verið skemmtilegar. Er ekki betra að vera skemmtilegur en að vera með sixpack? Það eina sem skiptir máli er að líkaminn okkar geti gert það sem okkur langar til. Ef það er eitthvað sem hann ræður ekki við þá þarf að leggja það á sig að æfa sig. Fertug kona sem hefur aldrei farið í heljarstökk getur það ef hún æfir sig. Hún fær þá kannski sixpack á meðan en það er þá bara bónus. Að geta gengið à fjöll ef mann langar, labbað í bæinn, hjólað í heimsókn til bestu vinkonu sinnar, hoppað à milli steina eða hlaupið á eftir krakka sem er á leiðinni út á götu. Að geta gert það sem mann langar til! Sandro Botticelli, The Birth of Venus (c. 1484–1486) Ég ólst upp við þessa mynd af Venus heima hjá ömmu litlu. Venus er ekki feit á þessari mynd, fjarri því, en hún er vaxin eins og kona. Líklega með örlítið lafandi rass og líklega ekki kúlulaga. Sætur strákur sagði mér að ég væri með sápukúlurass þegar ég var í 8. bekk. Það er liðin tíð. Það búa nefnilega mjög margar hnébeygjur á bak við hvern kúlurass og ég efast um að Venus hafi verið að hamast í einhverjum hnébeygjum. Hún var líklega bara að éta ólífur og drekka geitamjólk. Venus er gullfalleg kona án þess að líta út eins og afreksíþróttakona, ekki með sixpack eða með fituprósentu undir 5%. Afreksíþróttakonur eru gullfallegar líka, við getum bara ekki allar litið þannig út. Það er vinnan þeirra að geta afrekað í sinni íþrótt og þess vegna eru þær vöðvastæltar. Ég er alveg mjó en mjúk. Mjó og mjúk. Fullkomin eins og Venus. Ég ætlaði að vera í besta formi lífs míns á fertugsafmælinu í febrúar. Það mun nást því ég ætla að vera í besta formi lífs míns sem venjuleg kona, tveggja barna móðir og skemmtileg án þess að vera með sixpack. Ég ætla að vera Venus og hylja á mér píkuna með síðri hárkollu því ég asnaðist til að klippa af mér allt hárið sem var hluti af einhverri hreinsun og nýju upphafi. Það eina sem þarf er að passa kólesterólið, blóðsykurinn, hjartað og gleðina. Sykurinn og saltið. Borða fyrir sálina og halda sér í því formi sem gerir líkamanum kleift til að gera það sem okkur dreymir um. Mjó og mjúk. Feit og mjúk. Stælt og stinn. Stinn og mjúk. Ég elska þig venjulega kona! Ef þú kemst ekki í kjólinn fyrir jólin finndu þér þá fallegan stóran kjól! Sem passar! Settu svo á þig bleikan eða rauðan og segðu við sjálfa þig: DJÖFULL ER ÉG VENJULEG OG SÆT!!! Eigum við að vera svolítið venjulegar þessi jólin? GLEÐILEG VENJULEG JÓL!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun